13.11.2008 | 15:15
Leitað að lausn á 900 milljarða kröfu Breta og Hollendinga
Til tíðinda gæti dregið í deilum íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna í dag eða á morgun. Þetta herma heimildir Vísis.
Eins og kunnugt er eru deilurnar taldar koma í veg fyrir að Ísland fái lánafyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði í sjónvarpsviðtali í Hollandi fyrr í vikunni að Hollendingar myndu standa í vegi fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiddi beiðni Íslands um aðstoð þar til deilan um Icesave yrði leyst.
Samkvæmt heimildum Vísis er nú unnið að samkomulagi við þjóðirnar en ekki hafa fengist upplýsingar um í hverju það myndi felast, hvort Íslendingar fallist á kröfur ríkjanna eða hvort málinu verði skotið til óháðra aðila. Kröfur ríkjanna nema 900 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum Vísis.
Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu eru stanslausar viðræður í gangi við að ná samningum í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Við getum sagt að það eru stanslausar viðræður á mörgum stöðum. Það eru haldnir fundir, menn hringja símtöl og senda tölvupósta. Allt sem hægt er að gera er gert. En þetta er ekkert einfalt mál," segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Kristján segir lítið annað hægt að segja um stöðu mála.Það eru margir óvissuþættir í málinu sem meðal annars snúa að því hvort okkur verði lánað fyrir reikningunum, á hvaða kjörum það lán yrði og hvort það yrði til langs eða skamms tíma.
Meðal annars er verið að tala við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í morgun segir að öll 27 aðildarríki ESB leggist gegn því að Íslandi fái aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nema fyrst verði samið um Icesave-skuldirnar.Vísir hefur í allan morgun reynt að fá svör frá ráðamönnum þjóðarinnar. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona utanríkisráðherra, hefur ekki svarað símanum. Það hefur Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, heldur ekki gert, sem og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytisins, sagði þó í samtali við Vísi að málið væri ekki á forræði ráðuneytisins heldur forsætis- og utanríkisráðuneytisins.
visir.is 13.11.2008
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 116474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Níuhundruð milljarðar gera sirka 12 milljónir per fjölskyldu í landinu.
Baldur Fjölnisson, 13.11.2008 kl. 15:23
Þetta er fáránlegt. Bæjaryfirvöld í þessum löndum tóku lán sem lá fyrir að voru ekki tryggð nema upp að 100 þús evrum. Þeir áttu að kynna sér tryggingar áður en þeir lögðu inn á reikninga. Þetta eru aðilar sem eru að sýsla með almannafé og eiga að haga sér á ábyrgan hátt.
Ríkisstjórnin klúðraði algjörlega málum með þessum neyðarlögum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:13
http://www.tv1.is/hik/
Mér er hætt að lítast á blikuna og held að bráðum sjóði alvarlega upp úr í þessu landi og raunar er engu líkara en að þessi hryllilega ríkisstjórn stefni beinlínis að því. Fólki er haldið í stöðugri óvissu og á meðan heldur krónan áfram að hrynja, skuldirnar því að vaxa og kjörin að rýrna. Þetta eru massífar hreyfingar og þúsundir fjölskyldna eru í raun þegar gjaldþrota og ekki skánar það þegar þúsundir missa vinnuna á næstu mánuðum. Frá ráðamönnum er síðan ekkert að hafa nema lygar, blekkingar pg útúrsnúningar. Þetta endar með ósköpum einhvern laugardaginn. Erlendir eigendur leppanna hér vilja ekki lána þessum seppum sínum og ekki er líklegt að þeir skaffi þeim hernaðaraðstoð til að haldast við í landinu heldur.
Baldur Fjölnisson, 13.11.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.