IMF frestar Íslandsláni um óákveðinn tíma - Burt með spillingarliðið !

Vísir, 12. nóv. 2008 08:35

mynd

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað afgreiðslu á 2,1 milljarða dollara láni til Íslands um óákveðinn tíma en útskýrir ekki afhverju. Þetta kemur fram í The Financial Times (FT) í dag.

FT hefur eftir Paul Rawkins eins af forstjórum Fitch Ratings að Ísland hangi nú í lausu lofti. "Landið þarf augljóslega á nýju regluverki um peninga- og gjaldeyrismál að halda en það þarf IMF til þessa," segir Rawkins.

Fram kemur í frétt FT að staðfesting IMF á láninu til Íslands sé bráðnauðsynleg þar sem að Norðurlöndin hafa sagt að þau komi ekki Íslandi til aðstoðar með lán fyrr en IMF hafi afgreitt sitt lán.

Frestun IMF kemur á sama tíma og ljóst er að íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá vilyrði fyrir þeirri upphæð sem þau telja sig þurfa. "Okkur vantar enn 500 milljón dollara," er haft eftir fulltrúa íslensku stjórnarinnar í FT.

Sem fyrr segir fást engar skýringar á töf IMF í málinu. FT nefnir þær hugleiðingar íslenskra ráðamanna að bæði Bretar og Hollendingar séu andsnúnir láninu fyrr en gengið hafi verið frá Icesave-klúðrinu. Hinsvegar bendir FT á að Gordon Brown forsætisráðherra Breta hafi sagt í gær að hann væri meðmæltur láni IMF til Íslands.

Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands segir aftur á móti að samband sé á milli tregðu IMF að staðfesta lánið og deilunnar um Icesave. "Sem betur fer eigum við bandamenn á borð við Þjóðverja og Breta sem eiga við sama vandamál að etja gagnvart Íslandi," sagði Bos í viðtali í hollenska sjónvarpinu.

visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru sennilega að reyna að svæla Davíð út úr greninu. Kannski er það eitt af skilyrðunum, sem ekki má nefna. Ég heyri að ástandið uppi í seðlabanka, sem vinnustað, sé geigvænlegt.  Menn bryðji þar pillur, sem ekki eru komnir undir handleiðslu geðlækna.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta lið sem hér er við völd er engan veginn viðræðuhæft og ekkert að marka þess bull, lygar, útúrsnúninga og hártoganir - eins og glögglega hefur komið í ljós og engum dylst, hvort sem þeir eru utan lands eða innan. Það er eitthvað mjög stórt að í vistunar- og förgunarúrræðum þríátta um Arnarhól eins og oft hefur komið fram og úr því þarf lífsnauðsynlega að bæta. Enginn leggur sig til lengdar niður við að ræða við spillingarliðið, hvað þá afhenda því fjármuni sem neinu nemi, það er í mesta lagi hent í það einhverjum beinum sem litlu sem engu máli skipta. Þannig að BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ !

Baldur Fjölnisson, 12.11.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það eru annarlegir hlutir í gangi. Geir talar eins og smákrakki þegar hann er ekki með frasanna og Ingibjörg er skugginn af sjálfri sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Erlendir aðilar eru örugglega búnir að sjá að ríkisstjórning veldur engann veginn hlutverki sínu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:12

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það veldur síðan óþolandi óvissu að einhvers konar yfirríkisstjórn er í Seðlabankanum, sennilega skipuð einum manni, hinum mjög svo vafasama  Davíð O. Il-Sung. Fyrirkomulagið í gervilýðræðinu hérna gæti verið svona í svipuðum dúr og í svínaskítsiðjunni í Mad Max Beyond Thunderdome, klár dvergur sem var ólaður á herðarnar á nautheimskum en nautsterkum svola og stjórnaði honum og notaði sem valdatæki fyrir sig.

Baldur Fjölnisson, 12.11.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband