Jæja, sagði Knoll við Tott, hvernig eigum við nú að selja þessa banka?

Sláðu á græna takkann, sagði Tott. Og Knoll gerði það og upp kom sjö, sjö og jarðarber. Só, sagði Knoll, hvað merkir þetta? Þetta þýðir að Kasper, Jesper og Jónatan fá bankana, sagði Tott. Já, en hvað ef það klikkar, sagði Knoll. Sko Knoll, sagði Tott, ég er með hagfræðipróf og veit að þetta getur alls ekki klikkað þar sem atvinnustarfsemi er alltaf betur borgið í höndum einkareksturs en hjá ríkinu, en ætla samt að gefa því akademískan séns upp á 0.01% til að róa þig. Þú segir bara að jarðarberið hafi komið upp fyrir einskæra óheppni og alls ekki geti verið við þig að sakast í því sambandi. Þú getur ekki borið ábyrgð á því að eitthvað lið hafi klikkað á því að hanna þennan spilakassa. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefðir þú átt að fá upp þrjár sjöur og það hefði þýtt að bankarnir hefðu lent hjá Guðmundi góða og Jóa dýrlingi og þessum náunga þarna sem er á pari við heilagan anda. En annars skiptir þig þetta engu máli persónulega þar sem ef svo ólíklega vildi til að þetta klikkaði þá værir þú ekki að snúa skífum hér heldur einhvers annars staðar og alveg nýr maður sem ekkert væri við að sakast enda veistu vel að oss ber ávallt að horfa fram á veginn og alls ekki pæla í hinu liðna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 7.11.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Baldur, ég var að pæla í einu...nú er verið að harka inn láni að ákveðinni upphæð héðan og þaðan og sagt að okkur vanti svo og svo mikið til að loka dæminu við IMF. Hefur þú séð hvað á að borga með þessu?  Hver er skuldalistinn, sem á að leysa með þessum lánum? Ekki eru það skuldir óreiðumanna væntanlega. Hvað þá? Ég hálf skammast mín fyrir að spyrja að slíku en ég átta mig bara ekki á þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 07:17

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Jón Steinar, þú þarft ekki að skammast þín. Þú ert í sporum  litla drengsins  í Nýju fötin keisarans, eftir H C Andersen.

Rúnar Sveinbjörnsson, 8.11.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er allt í leyndarþoku og bara á milli leppanna og erlendra eigenda þeirra. En þegar krónan verður sett aftur á flot hrynur hún vafalaust um 50-80% og geri ég ráð fyrir að erlendu lánin fari að mestu í að fresta því að hagkerfið fari á Zimbabwestigið.

Baldur Fjölnisson, 8.11.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annað: Er Tryggvi Þór aðvara okkur við? Er hann svona whistle blower?

Í þessu viðtali talar Tryggvi Þór um að gríðalegar eignafærslur eigi sér nú stað hjá bönkunum. Hann varar við því að flanað sé að neinu þar og kallar á gagnsæi. Nefnir afsal stórs hluta Nokia í erlendar hendur fyrir slikk í tilfellum Finna og illbætanlegt tjón af þeim sökum, sem þeir eru enn að sýta. Hvaða eignir er verið að selja hér og til hverra og fyrir hve mikið? Hve nærri heggur það sjálfstæði okkar? Hvaða risar eru að kaupa? Hverjir verða drottnarar okkar í náinni framtíð?  Þetta verðum við að fá að vita. Þetta er algert lykilatriði. Í bönkunum liggja hlutir í orkufyrirtækjum og orkudreifingu landsins og það jafnvel ráðandi hlutir. Þar liggja gríðarlegar landa og hlunnindaeignir, laxár og guð veit hvað. Þar liggur einnig stór hluti fiskveiðikvóta Íslendinnga. Hreinlega fjöregg og framtíð þjóðarinnar á silfurfati.
 
Stjórnvöld tala um að borga ekki skuldir óreiðumanna en eru ekki í neinni aðstöðu til slíkrar kokhreysti.  Það er verið að gera það nú þegar með sölu á eignasafni og veðum bankanna. Eignasafni, sem snertir sameign okkar og sjálfstæði.Það er verið að borga skuldir óreiðumanna og það með útsölu á auðlindum okkar! Áttarðu þig á þessu?  Auðvitað verða erlend lán ekki notuð til að borga óreiðuna. Það veit raunar enginn hvað menn ætla að gera við þá peninga.  Ef eitthvað þarf virkilega upp á yfirborðið nú, þá er það þetta. Red Alert!  Menn verða að fara að lesa rétt í gegnum stofnanamálið og lagajaronið. Það er eins og að lesa í garnirnar á kjúlla, en það er verið að segja okkur mikið á milli málsgreina, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir landið okkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 07:03

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ódýrustu skækjur ísl. stjórnmálasögu - og er satt að segja erfitt að komast þetta neðarlega í þeim limbódansi - eru núna við völd og það kemur óhjákvæmilega til með að hafa víðtæk áhrif. Til þess að fá svör við þessum mjög svo eðlilegu spurningum þínum JÓn Steinar þarf vafalaust að handtaka skækjurnar og hirð þeirra og setja í viðeigandi yfirheyrslur og rannsókn. Öðruvísi fæst aldrei neitt bitastætt upp úr þeim.

Baldur Fjölnisson, 9.11.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst líklegast nú að það sé verið að flytja viðkvæmustu bitana úr LB yfir í kaupþing til lúkningar á millibankalánum og veðum eða jafnvel með vafasamari hætti. Kvóti, Landareignir, Orka etc... Svo verður Lnsinn látinn rúlla. Ekki slæm strategía í sjálfu sér ef hún er möguleg.  Bless Icesave eða þannig.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 09:13

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars hef ég ekki fengið að vita hvað varð af þessum IceSave peningum. Hvar enduðu þeir?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 09:15

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ætli þeir hafi ekki bara farið til peningahimnaríkis í boði mafíunnar.

Baldur Fjölnisson, 11.11.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Agný

Okkur er sagt að vera nú róleg, þæg og góð og alls ekki horfa í kringum okkur og vitanlega alls ekki ofreyna litla heilabúið okkar of mikið í vangaveltur um svona flókin mál sem fjármál eru nú....Það eigum við sko að eftirláta hinum ráðagóðu ráðamönnum okkar.. Svei attann..

Eða sofa helst í 100 ár eins og Þyrnirós...en við skulum ekki vænta þess að það muni einhver prins birtast og vekja okkur með kossi...Það verður nú sennilega með löðrungi í fésið.. það er allavega gert í því að hafa svör við spurningunum sem á fólki brennur sem loðnast og óljóst þannig að fólk gefist helst upp á pælingum... Svo situr þetta lið sem fastast á sínum stólum sem tonnatak hefði verið sett í þá...

En hvar þessir peningar eru...ja allavega ekki undir mínum kodda...það er víst alveg pottþétt...Þó að sú aðferð við að geyma peninga sé sennilega skásta leiðin í dag..eigi fólk einhverja til svona lausa....Bönkunum er allavega illa treystandi...

Agný, 11.11.2008 kl. 12:17

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það verður nú trúlega erfitt að halda fólki sofandi. Gengisvísitalan hefur hækkað um 90% á þessu ári og eftir að krónan verður sett á flot mun hún án efa gjörsamlega hrynja. Kjaraskerðingin á þessu ári hefur verið massíf en er samt barnaleikur á við það sem er framundan. Það fer vafalaust að hitna verulega í kolunum upp úr áramótunum, þegar uppsagnarfrestirnir eru liðnir, ef ekki fyrr.

Baldur Fjölnisson, 11.11.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband