Fjármagnsflótti frá landinu upp á hundruði milljarða kr. framundan

Vísir, 03. nóv. 2008 12:31

mynd

Greining Glitnis gerir ráð fyrir því að erlendir fjárfestar muni grípa fyrsta tækifæri sem gefst til að losa sig við nokkur hundruð milljarða kr. í bréfum Seðlabankans. Þetta gerist um leið og krónan verður sett á flot aftur og skiptir þá engu hve háir stýrivextirnir verða.

Í Morgunkorni greiningarinnar segir að verulegur þrýstingur sé nú á gengi krónu, ekki síst af hálfu erlendra fjárfesta, hverra eignir í stuttum ríkisskuldabréfum og innstæðubréfum Seðlabankans nema nokkrum hundruðum milljarða króna.

"Þessir aðilar hafa ekki getað fært fjármagn sitt úr landi vegna þeirra hamla sem hafa verið á gjaldeyrisviðskiptum frá því innlenda bankakreppa náði hámarki, en líklegt er að töluverður hluti þeirra muni grípa fyrsta tækifæri sem gefst til þess að flýja land með fjármagn sitt, hvað sem innlendu vaxtastigi líður," segir í Morgunkorninu.

Hins vegar er nokkuð líklegt að viljayfirlýsing IMF og ríkisstjórnarinnar innihaldi einhvers konar aðgerðir til að bregðast við slíkum fjármagnsflótta svo skammtímaveiking krónu eftir fleytingu verði ekki óhófleg með þeim skaðræðisáhrifum sem fylgja myndu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Það gengur sú saga að á eina frjálsa gjaldeyrismarkaðinum með ísl krónur sé verðið 250 - 350 EVRAN.

Vinnuvéla og bíla kaupendur sem ganga á milli banka erlendis og kaupa af þeim þær ísl krónur sem til eru þar, fái þær á þessu gengi. Koma svo til Íslands og gera góð kaup.

Ef þessir erlendu bankar eru til í að selja þeim á þessu verði, hvað verður þá þegar krónan verður sett á flot?

Jóhannes Snævar Haraldsson, 4.11.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hún hrynur vafalaust gjörsamlega. Erlent fjármagn hér mun strax taka til fótanna enda alls ekkert mark takandi á þessum furðulegu teiknimyndafígúrum sem hér eru við völd.

Baldur Fjölnisson, 4.11.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 116455

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband