Heldur er það hjákátlegt þegar þýin byrja að rífast um hvernig nákvæmlega skuli liggja undir húsbændunum, LOL

„Í Kastljósi í gær og Silfri Egils þarsíðasta sunnudag var spurt þeirra spurninga sem brenna á vörum almennings, - sama almennings og nú er um það bil bil að axla reikning upp á nokkur hundruð milljarða króna fyrir það hvernig íslenskir auðmenn og íslensk stjórnsýsla hafa haldið á málum,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins ohf. í svarbréfi til Tryggva Gíslasonar, fyrrum skólameistara MA.

Tryggvi sendi Páli harðort bréf vegna framgöngu Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi í gærkvöld og Egils Helgasonar í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Tryggvi sakaði starfsmenn RÚV um hafa gengið í lið með dómstóli götunnar, skrílmenningu og að hafa kynnt undir sleggjudóma og ofstæki. Í Kastljósinu sat Geir H. Haarde fyrir svörum Sigmars Guðmundssonar en Egill Helgason gekk hart fram í samtali sínu við Jón Ásgeir Jóhannesson.

Páll Magnússon segist í svarbréfi sínu til Tryggva hjartanlega ósammála sjónarmiðum hans. „Almennt tel ég að fremur megi gagnrýna íslenska fjölmiðla fyrir linkulega framgöngu við valdamenn – kjörna, skipaða og sjálfskipaða – en hið gagnstæða. Kannski mætti segja að hlutur fjölmiðla í hinni margumtöluðu og margþættu ábyrgð á núverandi ástandi felist einmitt í því, - skorti á aðgangshörku,“ segir Páll í bréfinu.

Þá segir Páll að á stundum kunni að vera nokkuð fíngerð lína á milli þess að stjórnandi sýni eðlilega aðgangshörku eða óþarfa dónaskap. Það geti ráðist af smekk áhorfandans, samúð hans með viðkomandi einstaklingi eða málstað eða jafnvel uppeldi, hvor hliðin á þessum peningi honum finnst vera uppi hverju sinni. Páll tekur fram að talsverður munur sé á þeim þáttum sem kvartað er undan. Egill hafi heldur lengri taum í Silfrinu en Sigmar í Kastljósi.

Páll segist telja að Ríkisútvarpið hafi staðið fyrir áreiðanlegum, hlutlægum, hófstilltum, sjálfstæðum og traustum fréttaflutningi af þeim þrengingum sem nú steðja að þjóðinni. Fullyrðingar um annað séu ósanngjarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Tryggvi er heldur betur tómur mar... mér er farið að sýnast að það sé miklu meira af vitleysingum á íslandi en ég hélt

DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er kóunarsjúkt lið Dr., enda hefur helmingur þjóðarinnar farið í meðferð og restin bíður eftir að komast í meðferð. Og síðan bætir ekki úr skák átrúnaðurinn á ósýnilega galdrakallinn.

Baldur Fjölnisson, 23.10.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 116363

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband