Óskhyggja og fögur orð alveg innihaldslausra pólitíkusa duga skammt - Merrill Lynch

Fréttablaðið, 26. júl. 2008 09:00

mynd
Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch, er gagnrýninn á aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. Fréttablaðið/AFP

Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch, gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. „Makalaus ummæli," segir starfandi forsætisráðherra. Viðskiptaráðherra undrast tóninn í skýrslunni. Náið samstarf sé á milli stjórnvalda og fjármálakerfisins.

„Óskhyggja og fögur orð stjórnvalda duga skammt í baráttunni við núverandi efnahagsaðstæður, aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara", segir Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch-fjárfestingarbankans, um stöðu íslensku bankanna.

Í skýrslunni er mælt með áframhaldandi undirvogun íslenskra banka, minnka eigi vægi íslenskra banka í fjármálasafni fjárfesta. Í skýrslunni er lýst yfir áhyggjum af aðgerðaleysi stjórnvalda. Hann bendir á að eftir jákvæðar fréttir um gjaldeyrisskiptasamninga norrænu seðlabankanna í maí hafi ekkert heyrst um frekari aðgerðir eða lántöku.

Thomas lætur í veðri vaka hvort gjaldþrot sé það í stefni. Hann bendir á að Englandsbanki og Seðlabanki Bandaríkjanna hafi komið inn á markað og bjargað bönkunum. Hvers vegna er staðan öðruvísi hjá íslensku bönkunum? spyr Thomas. Hann bætir við að hugsanlegt sé að stjórnvöld þjóðnýti bankana eða hreinlega keyri þá í gjaldþrot sé ekki gripið í taumanna

„Þetta eru alveg makalaus ummæli og maður veltir fyrir hvort einhver annarleg sjónarmið búi þar að baki. Svona ummæli dæma sig sjálf," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra. Þorgerður segir að það liggi alveg ljóst fyrir að það þarf að fara yfir peningamálastefnuna auk þess sem rétt sé að skerpa á áherslum af hálfu ríkisvaldsins. Hún bendir á að staðan skýrist betur þegar vinnu við fjárlagagerð er lokið.

„Ég undrast þann tón sem settur er fram í skýrslunni," segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Björgvin segir mjög gott samstarf milli stjórnvalda og fjármálakerfisins. „Það er verið að vinna að því að styrkja stöðu fjármálakerfisins og lántakan er stærsti hluturinn í þeirri aðgerð," segir hann.

Thomas segir stöðu íslensku bankanna ekki alslæma og býst við ágætu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung. Í skýrslunni segir að þumalfingursreglan sé sú að ef skuldatryggingarálag er hærra en 1000 punktar væntir markaðurinn gjaldþrota. Samkvæmt núverandi aðstæðum áætlar markaðurinn um helmingslíkur á gjaldþroti Glitnis og Kaupþings. Thomas segir stöðu bankanna sjálfra ágæta og lykilatriði í að bæta stöðuna sé að íslensk stjórnvöld skilgreini og útlisti aðgerir sínar nánar.

http://visir.is/article/20080726/VIDSKIPTI/579693001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

 Baldur Fjölnisson

Sometimes I just sits and thinks.Sometimes I just sits.

Kær kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 27.7.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband