Árni Johnsen ósáttur við að vera kallaður stórslys

Vísir,25. júl. 2008 12:01

mynd
Árni Johnsen íhugar málshöfðun gegn Agnesi Bragadóttur.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

 

Það ræðst á mánudaginn næstkomandi hvort Árni Johnsen muni stefna Agnesi Bragadóttur vegna ummæla hennar í þættinum „Í bítið á Bylgjunni" þann 9. júlí síðastliðinn.

Agnes var mjög ómyrk í máli þegar talið barst að grein sem Árni Johnsen hafði skrifað og snerist öðru fremur um íslenskt réttarkerfi og Baugsmálið. „Hann er dæmdur glæpamaður. Hann var mútuþægur, dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi og svo stígur hann fram, maðurinn sem aldrei iðraðist, hafði aldrei gert neitt rangt, upphefur sjálfan sig ..." sagði Agnes. Hún bætti svo við með því að segja að Árni væri hálfgert stórslys og ætti að hafa vit á því að halda kjafti.

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Árna, segist hafa kallað eftir upptöku af þættinum. „Við munum gefa okkur tíma yfir helgina til að íhuga hvort það sé ástæða reyna að fá þessum ummælum hnekkt og þau dæmd ómerk. Einar Hugi segist búast við að ef farið verði í mál verði jafnframt sett fram bótakrafa. „Það er mismunandi hve háar bótakröfur hafa verið, en þær voru 20 milljónir í Bubbamálinu," segir Einar Hugi.

Einar bendir þó á að dæmdar bætur hafi ekki verið í samræmi við bótakröfur. Í nýlegum dómum hafi þó verið dæmdar bætur upp að einni og hálfri milljón. Bubbi fékk um 700 þúsund vegna ummælanna „Bubbi fallinn", sem birtust í tímaritinu Hér og nú.

Smelltu hér til að hlusta á ummæli Agnesar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Hann vekur meira athygli á orð Agnesar með svona viðbrögðum. Betra væri ef hann

Heidi Strand, 26.7.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sem sanntrúaður maður á Árni náttúrlega að iðrast og vitna um eigin breyskleika og þá mun Agnes áreiðanlega kóa með honum eftir sameiginlega bænastund þeirra hjá Snorra í Betel. Það hlýtur að finnast einhver góður dómari í hvítasunnusöfnuðinum sem getur leyst úr þessu. Ávaxtakökur með geimgaldrakall á heilanum hafa jú verið í dómsmálaráðuneytinu forever og hafa þar séð um mannaráðningar í þessu skyni í samráði við galdrakallinn sjálfan. 

En það er eitthvað í þessu Árnamáli öllu sem hefur böggað mig alveg frá byrjun. Nú er ég ekki að efa að hann hafi gert sig sekan um ýmis konar brot en það er ómótmælanleg staðreynd að einhverjir strumpar í menntamálaráðuneytinu undir stjórn þáverandi allsendis óhæfs menntamálaráðherra kóuðu með Árna árum saman í þessum brotum. Hvenær verður brot annars brot? Ef þú keyrir á hundrað og tuttugu eftir Hringbrautinni ertu þá kannski saklaus ef löggan hankar þig ekki? Það getur verið að eitthvað hafi verið til í því hjá Árna að þessi sjálftaka hafi verið til að gera upp einhverja vinnu hans sem hann fékk ekki greidda með venjulegum hætti. Hins vegar ef menn stunda slíkt þá er spurningin hvort þeir ganga á lagið og svo framvegis. Nú held ég að það sé þriðja elsta trixið í bókinni að djöflast á einum syndasel til að draga athyglina frá tíu öðrum og vissulega voru ýmsir af uppáhaldskjölturökkum þáverandi foringja íhaldsins í vafasömum málum þarna um árið. Það er alltaf ákveðin hætta fólgin í því að taka á opinberri spillingu og málin geta þróast á ýmsa vegu, háttsettir menn lent á bak við lás og slá, stjórnmálaflokkar gufað upp og svo framvegis. Góðar stundir. 

Baldur Fjölnisson, 26.7.2008 kl. 21:29

3 identicon

Ég held að þessi viðbrögð séu vegna greinarinnar í Mogganum. Flokkurinn er búinn að dekstra við manninn, veita honum uppreisn æru og setja ofarlega á lista og hann launar fyrir sig með atlögu að dómskerfi sem þeir hafa stjórnað og byggt upp forever.

Það er varla að hörðustu kjaftaskarnir á blogginu þori að láta svona texta frá sér:

"brjálæðislegar ofsóknir rannsóknarlögreglu, endalaus málaflækja árum saman, þrjóska og skáldskapartilþrif opinberra rannsóknarlögreglumanna og lögmanna sem hefur valdið kvöl og pínu fyrir fjölda einstaklinga að ófyrirsynju, þá er það ekki aðeins nauðsyn að bregðast við, heldur brýn nauðsyn."

Maðurinn lýsir stuðningi við erkifjendur Hins Æðsta:

"Valdníðslan og ofsóknirnar á hendur Baugsmönnum hafa verið slíkar að með ólíkindum er."

Hvernig heldurðu að farið verði með Árna í aðdraganda næstu kosninga?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hmm, hljómar mjög vel ... vonandi tekur hann næst fyrir skipulega heiladrepandi skólakerfi sem hefur skilað ofurheilaþvegnum og lesblindum  páfagaukum úr gerviháskólum alla leið á álþingi. Þeir þurfa síðan skiljanlega sérstaka aðstoðarmenn sem eru á sama stigi. Og svo framvegis. Ekki bætir síðan úr skák að ýmis áberandi stjórnmálaleg flök hafa soðið á sér heilann áratugum saman og máttu þeir þó síst af öllu við skerðingu á heilastarfsemi enda af fremur litlu að taka til að byrja með. Förgunarúrræðin eru síðan algjörlega gjaldþrota eins og ég hef margoft farið yfir og mætti helst líkja því við að Sorpa notaði eitraðan úrgang sem áburð á Austurvelli. Hvers vegna í ósköpunum sitjum við núna uppi með algjörlega ónýtt lið í efnahags- og peningamálastjórninni? Þetta lið datt nú ekki bara random niður úr himninum í stólana. Þetta hefur lengi verið augljóslega skipulögð skemmdrstarfsemi. En hverjir stjórna því og hverjir hafa hagsmuni af því að eyðileggja grunnstofnanir þjóðfélagsins og gjöreyða trúverðugleika þeirra. Það er sama hvert litið er hvort sem það eru dómstólar, lögregla, skólakerfi, vistunarúrræði í kringum Arnarhól, ruslveita ríkisins, annar ruslpóstur (sem ekki einu sinni gögnin sem starfa þar kalla lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) jú neim itt. Listinn heldur áfram. Þetta hefur allt verið barið niður í skítinn og þetta kerfi allt er greinilega sjálfseyðandi. Hverjir standa eiginlega fyrir þessum sjálfseyðandi ruglanda? Hverjir hafa hagsmuni af honum?

Baldur Fjölnisson, 27.7.2008 kl. 16:01

5 identicon

Ég hef haldið að þetta væri heimska og blind oftrú á stóru lausnina: markaðinn. "Markaðurinn gerir allt best sjálfur". Jafnvel þó hækkanir á markaði séu í hundruðum eða jafnvel þúsundum prósenta, þá hefur markaðurinn alltaf rétt fyrir sér. Bankamenn og stórlaxar í viðskipalífinu hafa margir sjálfir nú þegar farið afskaplega illa út úr þessu rugli öllu saman, þó er hrunið varla farið í gang.

Sama er með stýrivaxtalausn Seðlabankans. Það er í raun markaðslausn sem menn hafa haft ofurtrú á. Sá Æðsti hvatti menn til að gagnrýna bankann á sínum tíma. Nú er runnið upp fyrir nánast öllum að þessi lausn virkar ekki á sama hátt og menn héldu. Enda er Sá Æðsti varinn að taka gagnrýni illa, segir menn vera "eftiráspekinga" sem bent hafa með löngum fyrirvara á aðsteðjandi hættur. 

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 19:36

6 identicon

Þarna átti að vera: Enda er Sá Æðsti farinn að taka gagnrýni illa ...

Það væri eiginlega skárra ef þetta væri meðvituð stefna að koma málum svona. Þá væri þetta ekki eins yfir máta fáránlegt allt saman.

Eitt er víst, á endanum verða hér gríðarlegar eignatilfærslur. 

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 20:01

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nútíma efnahags- og peningamálakerfi er í mesta lagi 300 ára gamalt.

Mannkynssagan er upp á þúsundir eða tugþúsundir ára.

Það er ekki snjóboltaséns í helvíti að núverandi kerfi sé endanleg niðurstaða. Það er engin andsk. niðurstaða á hverjum tíma vegna þess að sagan heldur áfram. Og hraði þróunarinnar eykst stöðugt. Þetta eru massífar byltingar. Tækni- og upplýsingarbyltingar. Þú vilt ekki sitja uppi með helstu stofnanir þjóðfélagsins sem einhvers konar ruslahaug heiladauðra risaeðla sem ekki hafa getað fylgt þróuninni. Þetta er alltaf lagskipt. Hálfvitar sem komast einhvern veginn til mannaforráða safna að sér lofthausum í stíl - skiljanlega. Það laðast ávallt hvað að öðru sem deilir hugmyndafræði, greind og gildum. Það sem er hálfvitar og er vant því að tala við hálfvita og aðra jábræður hljómar óhjákvæmilega eins og innihaldslausir hálfvitar.

Baldur Fjölnisson, 27.7.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband