25.7.2008 | 16:41
Verðbólguhraðinn amk. 20% þrátt fyrir stórbrotnar útsölur
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2008 er 310,0 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,94% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 278,3 stig og hækkaði um 0,87% frá júní.
Sumarútsölur eru í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,6% (vísitöluáhrif -0,53%).
Verð á nýjum bílum hækkaði um 5,3% (0,38%) en á bensíni og díselolíu um 2,0% (0,10%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 2,2% (0,27%) og verð á húsgögnum og heimilsbúnaði hækkaði um 6,4% (0,18%).
Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,1% (0,19%). Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,11% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,08%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 13,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% sem jafngildir 13,6% verðbólgu á ári (13,5% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2008, sem er 310,0 stig, gildir til verðtryggingar í september 2008. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 6.121 stig fyrir september 2008. (hagstofa.is)
-------------------------------------------------------------------
Síðustu 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 13.6%, framreiknað til árshækkunar, síðustu 6 mánuði um 20.6% og síðustu 12 mánuði um 13.6%. Núverandi verðbólguhraði er því amk. 20% og enn meiri ef leiðrétt er fyrir tímabundnum áhrifum árstíðabundinna útsala. Evran stefnir ótrauð að því að taka út topp sinn frá fyrra mánuði og meira að segja dollarinn sem fellur gegn nánast öllu í heimi hér hefur hækkað um 30% gagnvart krónunni á þessu ári. Veikur gjaldmiðill flytur óhjákvæmilega inn verðbólgu og alls ekkert virðist í spilunum sem geti styrkt krónuna. Bæði ríkissjóður og seðlabanki eru í raun gjaldþrota ásamt bankakerfinu, amk. hluta þess. Ég hef margoft farið yfir þessi gjaldþrot hérna á blogginu síðasta árið og sérstaklega eftir áramót og hrun krónunnar er að sjálfsögðu nátengt þeim.
Sem fyrr reikna ég með að í árslok verði þúsundir "underwater" með skuldbindingar sínar, það er verðmæti eigna standi ekki undir áhvílandi skuldum. Það mun síðan leiða til enn frekari niðurfærslu lánshæfis bankanna og ríkissjóðs og líklega verður amk. einn bankanna gerður upp innan nokkurra mánaða. Dragist það lengur verður tjón hluthafa og skattgreiðenda (og hinna ankanna) þeim mun meira þegar hið óhjákvæmilega verður ekki lengur umflúið. Ég sé að ruslpóstur er núna loksins byrjaður að fjalla um froðubókhald þessarra banka og trúlega byrjar sami ruslpóstur að fjalla um atriði sem er haldið utan efnahagsreikninga þeirra - viku áður en þeir fara á hausinn. Góðar stundir.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Fyrst þú segir að einhverjir bankar eru að fara á hausinn(fyrst glitnir), og allt er að fara til helvítis. Hvernig er þá best að geyma peningana sína þannig að þeir missi ekki verðgildið sitt í hlutabréfum eða krónum.
Þannig er það að ég er að fá 14% ársvexti á reikningnum mínum og verðbólgan endar öruglega í 20% þannig ég er að fá -6% ávöxtun. Er bara best fyrir mig að breyta krónunum sem að ég á í evrur ? og kaupa kannski hlutabréf fyrir evrur?
eysi, 25.7.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.