23.7.2008 | 23:56
Krónan hraðar sér á öskuhauga sögunnar og tekur vonandi með sér opinber vistunarúrræði í kringum Arnarhól
Krónan á undanhaldi
Sérfræðinganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur tekið saman skýrslu um fjölmyntavæðingu atvinnulífsins sem fjallar um lán, laun og viðskipti í erlendum gjaldmiðlum og mögulega hægfara þróun í átt að evru.
Vaxandi viðskipti hafa átt sér stað í öðrum gjaldmiðlum og má búast við að fjölmyntavæðingin aukist um leið og aðgengi að erlendu fjármagni verði betra á ný og á meðan krónan er ekki samkeppnishæf.
Megindrifkrafturinn fyrir fjölmyntavæðingunni hér á landi hefur verið háir vextir og sveiflur í gengi. Það er ólíkt því sem gerist í öðrum löndum þar sem mikil verðbólga er yfirleitt aðalástæða fjölmyntavæðingar, samanber á Kúbu.
Þróun fjölmyntavæðingar síðustu ár hefur að mestu leyti verið markaðsdrifin og val atvinnulífsins að nota frekar aðra gjaldmiðla en krónu.
Hlutdeild krónu á niðurleið
Hlutdeild krónunnar hefur minnkað í lánaviðskiptum á undanförnum árum en heimili og fyrirtæki hafa flúið hið háa innlenda vaxtastig með lántöku í erlendum gjaldmiðlum. Í lok árs 2007 námu gengisbundnar skuldbindingar í lánakerfinu í heild um 50 prósentum heildarútlána. Þar af var hlutdeild atvinnulífsins 70 prósent sem er 40 prósenta hækkun á tíu árum. Dæmi eru einnig um að verðlagning í samningum milli innlendra fyrirtækja sé bundin erlendum gjaldmiðli.
Evrulaun
Eftir að almenningur fór að taka lán í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna húsnæðis- og bílakaup varð meiri hvati fyrir launafólk að semja um að hluti launagreiðslna væri tengdur erlendum gjaldmiðli til að lágmarka gengisáhættuna. Applicon sérhæfir sig í viðskiptahugbúnaði sem heldur utan um laun í mismunandi gjaldmiðlum. Guðjón Karl Þórisson, sölustjóri Applicon, segir að eftirspurn viðskiptavina þeirra hafi leitt til þess að þeir hafi farið út í þróun á hugbúnaðinum. Við settum hugbúnaðinn á markað um áramótin og við finnum fyrir vaxandi áhuga. Í dag þjónustum við mörg af stærstu fyrirtækjum landsins."
Uppgjör og hlutafé í erlendri mynt
Félög sem eru með meirihluta tekna og gjalda í erlendri mynt hafa í auknum mæli tekið upp erlenda uppgjörsmynt meðal annars til að auðvelda aðgang að erlendum fjármálamörkuðum en heimild til þess fékkst árið 2002. Langflest félög gera upp í dollara en þróunin bendir til að fleiri fyrirtæki muni gera upp í evru. Í dag eru átta félög í Kauphöllinni sem gera upp í evru, til dæmis Exista, Eimskip og Straumur-Burðarás.
Vaxandi áhugi meðal skráðra íslenskra fyrirtækja hefur einnig verið að skrá hlutafé í starfrækslumynt sinni. Nokkur félög hafa tekið ákvörðun um slíka breytingu. Verðbréfaskráning Íslands hefur unnið að því í samstarfi við Seðlabanka Finnlands að annast uppgjör viðskipta í evrum. Hægt verður að hefja viðskipti með hlutabréf í evrum í nóvember.
Færsla bókhalds og ársreikninga og skráning hlutafjár í erlendum gjaldmiðlum og vaxandi viðskipti milli fyrirtækja með tengingum við erlenda gjaldmiðla munu stuðla að minnkandi hlutdeild krónunnar í viðskiptalífinu og næra fjölmyntavæðinguna.
Óhindruð þróun
Nefndin spáir ekki fyrir að viðskipti milli fyrirtækja og neytenda í erlendum gjaldmiðli muni eiga sér stað á næstunni vegna kostnaðar verslana við að hafa tvíþætt verð. Hins vegar eigi að auka sveigjanleika atvinnulífsins hvað varðar gjaldmiðlanotkun og greiða götu þess að viðskipti og notkun erlendra gjaldmiðla geti þróast óhindrað eftir óskum markaðsaðila. Þá segir einnig að eftir því sem hagkerfið verður fjölmyntavæddara léttist álagið á krónuna. Við slíkar aðstæður og ef fjármál hins opinbera eru í góðum farvegi og hamla gegn þenslu ættu ekki að vera sérstök verðbólgutilefni í hagkerfinu umfram viðskiptalöndin. Við fjölmyntavæðingu væri hugsanlegt að ekki væri þörf að stuðla að innstreymi erlendra gjaldmiðla til fjárfestinga í fjárskuldbindingum í krónum og því myndu vextir Seðlabankans lækka. Krónan yrði þá ekki áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir aðila sem stunda vaxtamunarviðskipti. Ef uppbygging eigna og skulda í erlendum gjaldmiðlum fer saman þá ætti fjölmyntavæðing ekki að stuðla að veikingu gengis krónunnar.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Þegar formenn kollsigldu skipum sínum hér áður fyrr var ýmist hvassviðri kennt um eða galgopalegri stjórnun.
Hvor skýringin var notuð fór eftir því hver sagði frá.
Árni Gunnarsson, 24.7.2008 kl. 00:28
Yfirstandandi hrun krónunnar (hún hefur hrunið um 50% gagnvart evru síðasta árið) hefur náttúrlega ekki gerst í neinu vakúmi heldur hefur markaðurinn bæði verið að bregðast við efnahagslegum og peningalegum veruleika á hverjum tíma og líka að reyna að vera á undan kúrfunni hvað framtíðina varðar. Almennur flótti úr okurvöxtum krónunnar veldur hruni krónunnar. Það ætti að vera nokkuð ljóst. Almenningur og fyrirtæki eru að leggja krónuna niður, hvað svo sem óhæfir menn í förgunarúrræðum aldraðra/heiladauða stjórnmálamanna (FAS) í kringum Arnarhól gera eða segja.
Krónan er lika að segja okkur núna að það stefni í massífan ríkissjóðshalla hjá hægri og vinstri kommúnistum við stjórn landsins. Sem fyrr munum við sjá stalínsk stóriðjuprójekt þessarra kommúnista sem snúast aðallega um veltu hvað snýr að okkur og að selja orkuna á útsölu í bullandi seljendamarkaði í orku. Og sem fyrr munum við sjá stórfellda útþenslu í hvers konar fyrirhyggju- og kontrólfríkaapparötum og öðrum meiriháttar atvinnuleysisgeymslum á vegum hins opinbera.
Baldur Fjölnisson, 24.7.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.