15.7.2008 | 19:21
Afskrifa þarf strax sirka 99% hluta félaga í kauphöllinni
Þetta er almennt séð hryllileg eyðimörk. Mér sýnist hver hlutur kosta meira en hundrað kall í fimm félögum, þar af fjórum færeyskum. Meðal helstu ofútgefinna sápukúlna þarna má nefna,
Exista - þarf þegar í stað að gefa út einn nýhlut í stað 400 gamalla.
Bakkavör - nýhlutur í stað 100 gamalla.
Glitnir - nýhlutur í stað 150 gamalla.
Eimskip - einn á móti 150
Iceair - einn á móti 150
Kaupþing - einn á móti þremur
Landsbankinn - einn á móti 100.
Marel - einn á móti 30
Nýherji - einn á móti 100
Össur - einn á móti 30
Straumur - einn á móti 300
Teymi - frítt far í kirkjugarðinn sýnist mér, annars einn á móti 1500
Hafi ég gleymt einhverju sem er farið að slá í þarna þá biðst ég velvirðingar á því.
Það er ekki sæmandi að vera með á hlutabréfamarkaði sem vill láta taka sig alvarlega, alveg verðlaust drasl. Þú færð ekki einu sinni eina karamellu fyrir 20 kr. Lágmarksverð hlutar þyrfti að vera amk. 1000-2000 kr. og því er nauðsynlegt að skera mesta spikið af þessum ofurútgefnu félögum.
Góðar stundir.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Samkvæmt þessu er besta fjárfestingin að kaupa bjór eða malt, drekka innihaldið, Þá er eftir dósin sem má selja.
Rúnar Sveinbjörnsson, 15.7.2008 kl. 21:53
Hugmyndin er að skapa þessum félögum færi á að afla sér fjármagns með útgáfu nýrra hluta. Núna eru hlutirnir nánast einskis virði sem sterklega bendir til þess að félög þessi séu á kúpunni og/eða hlutaféð sé ofurútgefið og þar af leiðandi ofurútþynnt. Lántökur leysa því engan vanda og sennilega enginn sem lánar þeim hvort eð er. Ekki þýðir heldur að gefa út nýja hluti þegar hluturinn er á tíkall. Það þýðir bara að verðið fer enn nær núllinu.
Þetta er beisíkalli kerfi sem hefur byggst á skuldsetningu og krosstengslum (samráð á markaði er jú náttúrulögmál á Íslandi) en takmörkuðu eigin fé. Þetta getur virkað ágætlega á meðan ruslpóstur (sem enginn kallar lengur því virðulega nafni fjölmiðla) og pólitískar eignir þessa kerfis geta logið fólk fullt og á meðan samráðsaðilarnir sjálfir halda tryggð sín á milli og viðhalda pumpmaskínunni. Þegar ég byrjaði hérna á blogginu fyrir ári var hlutabréfamarkaðurinn í rúmum 9000 stigum og bleiki ruslpósturinn taldi víst að við myndum sjá amk. 12000 fyrir áramót og bullið í Geir Haarde var beinlínis súrrealískt. Og í mesta lagi eitt prósent þjóðarinnar vissi að bankaráð seðlabanka Íslands endurspeglaði greindarstig álþingis (sem tilnefnir téð bankaráð), toppaði sem sagt varla herbergishita. Þetta er vissulega sorgleg staða.
En ofurútgefnar sápukúlur hrynja afar fljótt þegar uppkjaftagangurinn á bak við þær brestur. Þá eru allir plús hundurinn búnir að kaupa gjörsamlega yfir sig af þessu drasli og þarf gífurlega veltu bara til að halda í horfinu. Þannig að þetta vill síga undan eigin þunga þó ekki væri annað ef svo má segja.
Ég held að núna þurfi menn að einbeita sér að því að halda sínu, halda í horfinu og varðveita sína fjármuni þá sem þeir hafa. Tryggja öryggi sitt og sinna eftir megni. Og alveg endilega að hreyfa sig mikið, bæði ganga og hjóla. Gangið helst með nokkra byrði á bakinu þar sem það réttir úr bakinu og styrkir líka magavöðvana. Munið að það er grundvallaratriði í allri þjálfun að hreyfingin byrjar í miðjunni. Og gefið gaum að því hvernig þið gangið. Allar þessar viðgerðir á hnjám og mjöðmum stafa öðru fremur af því að fólk gengur of lítið og það kann ekki að ganga og þyngdarpunktarnir í skrokknum eru rangir. Eins og ég sagði þá byrjar öll hreyfing í miðjunni og þeir sem eru of þungir og bera mikla vikt í miðjunni leiðrétta fyrir það með því að ganga með svona bogna fótleggi, þeir lækka sem sagt sinn þyngdarpunkt til þess að eiga auðveldara með að víkja úr vegi fyrir þeim sem þeir mæta á Laugaveginum. En þetta er óeðlileg hreyfing og áhrifin safnast upp og síðan koma álagsmeiðslin og þarf að skipta um liði og svo framvegis. En nú er ég kominn 20 kílómetra út fyrir efnið og góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 15.7.2008 kl. 22:49
Annars er auðvitað besta leiðin til að útrýma trausti og trúverðugleika eins hlutabréfamarkaðar að vera nánast eingöngu með verðlaust pennístokkadrasl á honum og þeirri stefnu hefur augljóslega verið fylgt ötullega. Það liggur algjörlega fyrir. Hvers vegna staðan er þannig og hvers vegna pólitísk vændisgögn hafa skipað algjörlega gagnslausar "eftirlitsstofnanir" til að afvegaleiða almenning og tryggja hagsmuni eigenda sinna þarf að rannsaka.
Baldur Fjölnisson, 16.7.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.