Ótrúlega litlar eldsneytishækkanir hér síðasta árið miðað við hrun krónu gegn dollar og tvöföldun heimmarkaðsverðs olíu

Fyrir ári kostaði dollar 61 krónu og heimsmarkaðsverð olíu var 72 dollar oíufatið.

Olíufatið kostaði þá um 4400 kr.

Núna kostar dollar 78 kr. og fatið er á 146 dollara.

Olíufatið kostar núna 11400 kr.

Það er hækkun upp á um 160%.

Hins vegar hefur díselolía hækkað um aðeins rúmlega 50% síðan fyrir ári, úr 130 kr. í tæplega 200.

Olíufélögin hafa augljóslega tekið á sig mikið af hækkun olíunnar trúlega í von um að heimsmarkaðsverð myndi lækka. Hið gagnstæða hefur hins vegar orðið raunin og því geri ég ráð fyrir miklum hækkunum framundan hjá olíufélögunum jafnvel þó svo ólíklega vildi til að krónan félli ekki enn frekar og heimsmarkaðsverð stæði í stað. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er því bara heimskuleg mýtuvitleysa sem hver étur gagnrýnislaust eftir öðrum að eldsneyti hafi hækkað óeðlilega mikið hér síðasta árið eða svo. Þvert á móti er algjörlega augljóst að olíufélögin hafa frestað stórfelldum hækkunum og neyðast á næstunni til að byrja að skella þeim á.

Baldur Fjölnisson, 15.7.2008 kl. 00:56

2 identicon

GASP - til sölu díseltrukkur, gott verð ef samið er strax!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 10:00

3 identicon

Þau eru víst ansi hol að innan þessi olíufélög íslensku. Öll (nema Atlantsolía) búin að fara mörgu sinnum í 100% skuldsetta yfirtöku á sífellt hærra verði þannig að viðskiptavildin er bara hækkuð upp í bókhaldinu.

Verðútreikningurinn fylgir ekki beinum prósentum því stór hluti er krónutöluskattur sem ekki tekur neinum breytingum sama hvernig krónan breytist eða heimsmarkaðsverð.  (FÍB frétt)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband