Mjög varlega áætlað þyrfti ríkissjóður núna að slá 1500 milljarða

Skammtímaskuldir þjóðarbúsins eru yfir 3000 milljarðar, skv. upplýsingum seðlabankans, og ef vel ætti að vera þyrfti alvöru seðlabanki að vera með uþb. þá fjárhæð í gjaldeyrisvarasjóði til að hindra hugsanlegt hrun gjaldmiðilsins. Algjört neyðarlágmark í þessu sambandi tel ég vera 1000 milljarða.

Erlendir lánadrottnar hafa á okkur allsherjar hreðjatak og guð má vita hvaða afarkosti þeir hafa boðað soðhausum í kringum Arnarhól en varla eru þeir kostir gæfulegir. Það hefur slegið þögn á margan bullarann og pirringur þeirra og fýla leynast engum enda efnahagslegt sjálfstæði okkar farið út um gluggann.

Nú, ég reikna síðan með 500 milljörðum vegna komandi gjaldþrota flugs og fiskiskipaflota. Þessar greinar munu verða á framfæri skattgreiðenda næstu árin enda ekki möguleiki að þær lifi af 200 dollara olíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað með þá sem hafa farið í forsvari útrásar og fjárfestinga, bera þeir enga ábyrgð ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nei, það mál er leyst þannig að ástandið sé "okkur öllum að kenna" sem að sjálfsögðu þýðir að það er engum sérstökum að kenna. Þannig er því drepið á dreif. Þú heyrir þennan söng frá helstu eignum og veruleikahönnuðum á vegum stórkapítalsins, það er pólitíkusum og ruslpósti.

Baldur Fjölnisson, 12.7.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband