Stýrivextir Seðlab. eru amk. 10 prósentustigum lægri en opinbera verðbólgan sem gengur ekki til lengdar

Verðbólguhraðinn núna skv. hagstofunni er amk. 25% og alls ekkert sem bendir til að hægi á verðbólgunni á næstu misserum. Öll hráefni æða upp og ekkert lát á þeim sem skilar sér í verðhækkunum hjá því verður ekki komist. Þá er ljóst hér heima að launþegar munu vart semja um minna en 30% launahækkun næsta vetur til að vinna upp gríðarlega kjaraskerðingu og hlægilega kjarasamninga sem nýlega voru gerðir.

Seðlabankinn er í klemmu og talar úr og í og lítið er á snakkinu þaðan sem fyrr að byggja. Sama er um ríkisstjórnina að segja. Afneitun virðist algjörlega stjórna öllu þessu fólki. Í vetur þegar olíufatið verður komið í 200 dollara verður lítið talað um pípudrauma um 500 milljarða til að bjarga gjaldþrota bönkum heldur verða þá uppi á teningnum spekúlasjónir um hundruða milljarða lántökur á vegum skattgreiðenda til að halda fiskiskipaflotanum gangandi. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skv. yfirríkisstjórninni í seðlabankanum er ekki hægt að lækka vexti núna því það myndi ógna jafnvægi efnahagslífsins. Hahahaha. Á hvaða veruleikabreytandi lyfjum er þetta lið eiginlega?

Auðvitað er ekki hægt að lækka vexti vegna þess að það er nýbúið að hækka þá. Vaxtabreytingar seðlabanka eru amk. 9-12 mánuði að síast að fullu í hagkerfið og hafa sín áhrif en samt vilja hagfræðingar sem greinilega hafa engan skilning á hagfræði að vextir séu lækkaðir núna. Það væri álíka og að gefa inn bensín um leið og hemlað er. Kannski ökulagið hjá þeim sé þannig.

Verðbólgan er á bullandi uppleið og hefur verið og verður áfram. Ég held að stýrivextirnir verði komnir í 20-25% næsta vor og verðbólgan þá verði ekki undir 25%.

Baldur Fjölnisson, 3.7.2008 kl. 18:01

2 identicon

Enginn smá árangur, aðeins eitt land með meiri verðbólgu en við, Ghana!, líklega stutt í að við náum fyrsta sæti. (Zimbabwe ekki talið með).

Þeir geta ekki lækkað vextina því þá hrynur spilaborgin.

Tekurðu eftir að þeir spá enn meiri lækkun krónunnar: "Á næstu misserum kann hins vegar krónan enn að eiga undir högg að sækja."

Ætli ofurskuldsett heimili og fyrirtæki þoli mikið meira en komið er?

Launin eru aðal vandamálið (nema þegar þeir hækka við sjálfa sig): "Meginvandi hagstjórnar á Íslandi felst hins vegar í því að kaupmáttur er meiri en framleiðslugeta þjóðarbúsins stendur undir."

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir vita vel að krónan mun falla áfram en vilja bara ekki að það gerist akkúrat núna. Samt segja þeir að kaupmátturinn sé of mikill - núna. Þetta rekur sig greinilega hvað á annars horn. Fyrir nokkrum árum fluttum við inn verðhjöðnun og offramleiðslugetu annarra = falskan kaupmátt, með háu gengi síðustu misserin hefur það verið að ganga til baka með lækkandi gengi krónunnar. 

Málið er að þeir vilja geta stjórnað falli krónunnar. Hún falli sem sagt skipulega. Til þess þurfa þeir hundruði milljarða gjaldeyrissjóð til að geta stjórnað markaðinum. Svona getur nú áratuga inntaka á áli og kvikasilfri gegnum sprautur og veruleikabreytandi lyf og endalaust farsímablaður á annarra kostnað farið með hausinn á mönnum.

Baldur Fjölnisson, 7.7.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband