30.6.2008 | 14:01
Þensla á húsnæðismarkaði var fyrirséð, að sögn Samtaka atvinnulífsins
Ríkisstjórnin kynnti nýlega breytingar á reglum Íbúðalánasjóðs sem ætlað er að milda núverandi kólnun á fasteignamarkaði. Viðbrögð margra við tillögum ríkisstjórnarinnar hafa verið á þann veg að erfiðleikar á húsnæðismarkaði væru bönkunum að kenna og að þeir hafi brugðist. Ríkisstjórnin eða jafnvel Íbúðalánasjóður væri að bjarga bönkunum. Það er fjarri lagi. Hér á landi bitnar staðan ekki aðeins á bönkunum heldur á öllu atvinnulífi og heimilum í landinu.
Skynsamlegt skammtímaúrræði
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru skynsamlegt skammtímaúrræði til að freista þess að afstýra hruni á fasteignamarkaði, bæta lausafjárstöðu og stuðla að eðlilegra ástandi á innlendum lánamarkaði. Í þessum ráðstöfunum felst þó hvorki lausn varðandi aðgang íslenskra fjármálafyrirtækja að erlendu lánsfé né ásættanleg langtíma lausn á húsnæðislánamarkaði. Eftirlitsstofnun EFTA tók til að mynda þá ákvörðun þann 27. júní 2008, að halda áfram formlegri rannsókn á Íbúðalánasjóði og kemst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að fyrirkomulagið standist ekki ríkisstyrkjaákvæði EES samningsins.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar stefna fyrst og fremst að því að létta undir með viðskiptavinum bankanna, sem búa nú við allt aðrar og verri aðstæður til fjármögnunar en áður og koma í veg fyrir að viðskipta- og athafnalíf þjóðarinnar stöðvist.
Í greinargerð SA er farið ítarlega yfir þróun mála á íslenskum húsnæðismarkaði á árunum 2003-2008. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun raunverðs íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og breytingar á lánareglum Íbúðalánasjóðs.
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu!
Fjölmörg fjármálafyrirtæki brugðust við aukinni sókn Íbúðalánasjóðs á húsnæðismarkaðinn en sjóðurinn var og er langfyrirferðarmestur á þeim lánamarkaði. Hefur verið áætlað að árið 2003, þegar útrás Íbúðalánsjóðs var hleypt af stokkunum, hafi markaðshlutdeild viðskiptabankanna á íbúðalánamarkaði einungis verið um 16% eða ámóta rýr og einum og hálfum áratug áður, við upphaf húsbréfakerfis. Var því ekki að undra að bönkunum þætti mjög sótt að sínum hlut með áformum fyrri ríkisstjórnar um stórauknar lánveitingar Íbúðalánasjóðs og gat engum komið á óvart að þeir brygðust við til að afstýra því að þeir yrðu endanlega hraktir út af þessum markaði.
Margir aðilar - aukin samkeppni
Það er misskilningur að líta á bankana sem einn aðila í þessu sambandi, eins og mörgum hættir til að gera, heldur varð afleiðingin stóraukin samkeppni ekki aðeins við Íbúðalánasjóð heldur milli allra aðila á þessum markaði, með meira framboði og hagstæðari lánskjörum en áður höfðu þekkst. Hafa tugþúsundir heimila í landinu nýtt sér þessa auknu þjónustu fjármálafyrirtækja, til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar á óhagstæðari lánum. Það er hvorki sanngjarn né heiðarlegur málflutningur að tala um að bankarnir hafi brugðist með því að láta viðskiptavini sína njóta þeirra hagstæðu lána sem þeir gátu boðið á þessum tíma.
Forgangur Íbúðalánasjóðs að sparnaði þjóðarinnar
Íbúðalánasjóður býr við forgang að langtíma sparnaði þjóðarinnar í krafti ríkisábyrgðar á skuldbindingum hans og löggjafar um útbreiddustu langtímaskuldabréf á markaðnum, íbúðabréf. Sparnaðurinn sem lánveitingar Íbúðalánasjóðs byggjast á kemur ekki frá sjóðnum sjálfum heldur fyrst og fremst frá lífeyrissjóðum sem líta á íbúðabréf sem heppilega langtíma fjárfestingu. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki átt kost á sambærilegri fjármögnun heldur hafa í vaxandi mæli reitt sig á erlenda fjármögnun. Þegar sú leið nánast lokast bitnar það óhjákvæmilega á útlánastarfsemi þeirra.
Fyrrgreindar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði taka því miður ekki á þessum langtíma vanda og markaðsröskun, sem fjármálafyrirtækin og samtök þeirra hafa lengi bent á. Er það í raun undrunarefni, þar sem lengi hefur verið unnið að undirbúningi breytinga á hlutverki og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, enda hefur legið fyrir alllengi að fyrirkomulagið stenst ekki ríkisstyrkjaákvæði EES-samningsins.
Almennar lánveitingar verði í höndum fjármálafyrirtækja
Fyrir almenning í landinu er það farsælt að geta átt öll sín helstu fjármálaviðskipti við viðskiptabanka sinn eða sparisjóð. Með því er stuðlað að sem bestri heildarráðgjöf um fjármál hvers og eins, en slíkt fyrirkomulag er ríkjandi í nágrannaríkjum okkar. Það er því forgangsmál að stjórnvöld hefji hið fyrsta nauðsynlegar breytingar á aðkomu sinni að húsnæðislánamarkaði og skilji að félagslega lánastarfsemi og almennar lánveitingar sem betur er fyrir komið í höndum fjármálafyrirtækja."""
Sjá nánar:
Greinargerð SA um húsnæðismarkaðinn 30. júní 2008 (PDF)
Umfjöllun SA um skýrslu Hagfræðistofnunar frá október 2003
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Mjög gaman að sjá þetta graf sem fylgir fréttinni.
Það vill þannig til að þegar ég var lítill gutti árið 2003 þá voru þingkosningar og pabbi minn var að velta fyrir sér einu kosningarloforðinu, það var framsóknarflokkurinn sem að vildi 90% húsnæðislán möguleg hjá Íbúðarlánsjóði veit samt ekki alveg hvort flokkurinn vildi hækka hámarkið á lánunum.
Á þeim tíma voru helstu flokkarnir að tala við fólkið í verslunarmiðstöðum og ég var þarna og spurði aðal kallinn í framsóknarflokkinum, til hvers viltu hækka lánin uppí 90% af virði húsnæðis. Og hann sagði mér það að þetta væri hann að gera fyrir fólkið sem væri tekjuminna og ætti erfiðara með að kaupa sér hús.
Þetta hljómaði ágætlega þá en síðan er þetta búið að hækka út í rugl . Vísitalan var í 100 en fór hæst í 170 og er núna búin að lækka aðeins. Og verðið má ekki fara niður þar sem sumir voru að missa sig í lánaruglinu. Og ég sem þarf að fara kaupa mér íbúð eftir svona 2-7 ár
!
eysi, 30.6.2008 kl. 20:59
Það má ekki fara niður því þá lenda þúsundir "underwater" með sínar skuldbindingar og það hlálega er að þetta er eins konar sjálfdrífandi vítahringur því skuldirnar eru verðtryggðar og verðbólgan er á hraðri uppleið og þar að auki eru margir með lán í erendum myntum á fasteignum sínum og krónan er hrynjandi sem aftur fóðrar verðbólguna og svo framvegis.
En húsnæðismarkaðurinn er hroðalega yfirkeyptur og massífir lagerar húsnæðis sem bíða og erlent vinnuafl er að fara héðan sem mun losa mikið af húsnæði þannig að maður sér varla annað en lækkanir framundan á þessum annars mjög svo stýrða markaði.
Baldur Fjölnisson, 1.7.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.