Hugsanleg innherjasvik Landsbankans í rannsókn

Stöð 2, 27. jún. 2008 12:38

Ekki kunnugt um að fjármálafyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda

mynd
MYND/Stöð 2

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi verið í ágætu samstarfi við samtök fjármálafyrirtækja og honum er ekki kunnugt um að menn hafi brugðist trausti í hennar garð. Þetta sagði hann þegar hann var spurður út í meint innherjasvik Landsbankans.

Kauphöll Íslands rannsakar nú viðskipti Landsbankans með húsbréf daginn sem ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar á fasteignamarkaði. Grunur leikur á að bankinn hafi vitað um aðgerðirnar áður en þær voru kynntar opinberlega og nýtt sér vitneskjuna til þess að hagnast.

Kauphöllinni hafa borist formlegar og óformlegar kvartanir vegna viðskipta Landsbankans með íbúðabréf, sama dag og ríkisstjórnin tilkynnti um breytingar á sjóðnum. Þetta staðefsti Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í morgun. Málið er nú í rannsókn en margt bendir til þess að Landsbankinn hafi haft vitneskju um aðgerðir ríkisstjórnarinnar áður en þær voru kynntar opinberlega.

Viðskipti bankans með íbúaðbréf margfölduðust rétt fyrir lokun markaðar eða tæpri klukkustund áður en ríkistsjórnin tilkynnti um aðgerðirnar á blaðamannafundi.

Ekki liggur fyrir hvernig upplýsingar um aðgerðirnar láku út til bankans en í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom fram að til væri tölvupóstur þar sem Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segist vita um aðgerðirnar 20 mínútum fyrir lokun gjaldeyrismarkaðar.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, vildi lítið tjá sig um málið í morgun þegar hann var spurður hvað gæti skýrt þennan leka. „Við höfum verið í ágætu samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja og mér er ekki kunnugt um að það hafi menn brugðist trausti í okkar garð," sagði Geir í morgun.

Ekki liggur fyrir hvenær rannsókn Kauphallarinnar lýkur en að sögn Þórðar Friðjónssonar verður lögð áhersla á að ljúka rannsókn málsins sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband