Vísitala neysluverðs i júní birt á morgun. Opinbera verðbólgan núna er amk. 30%.

Ég reikna með að neysluverðsvísitalan hækki um 2% milli mánaða og verðbólgan síðustu 3 mánuði verði þá um 35% á ársgrundvelli og um 25% á ársgrundvelli miðað við síðustu 6 mánuði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Seðlabankinn hlýtur að hækka stýrivexti um amk. 1% í næsta mánuði og ég býst við að þeir verði í 19-20% um áramót,  hugsanlega allt að 25% enda út í hött og raunar stórhættulegt efnahagslega séð að hafa skammtímavexti langt undir opinberu verðbólgustigi.

Baldur Fjölnisson, 25.6.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já er það ekki eðlilegt að Davíð bregðist við af festu og ábyrgð.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Halla Rut

Ha, ertu að tala um land í Afríku?

Þetta er með ólíkindum og á meðan er Ingibjörg Sólrún í Damaskus að ræða vandamál miðausturlanda og þá málefni Íraks og Íran. Þetta fólk er veruleikafirrt.


Halla Rut , 25.6.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hún er vafalaust að krepera á Baldri og Konna íhaldsins norðan og sunnan Arnarhóls. Kannski hefur hún jafnvel fattað að langvarandi samskipti við heimskingja geta beinlínis verið skaðleg fyrir heilsuna.

Baldur Fjölnisson, 25.6.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

26.06.2008 10:47

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,89% í júní

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,89% í júní og mælist ársverðbólga 12,7%. Margir þættir virka til hækkunar VNV að þessu sinni en mest munar um ríflega 7% hækkun á eldsneytisverði sem leiðir til 0,35% hækkunar VNV. Kostnaður vegna eigin húsnæðis var einnig nokkur og leiddi hann til 0,16% hækkunar VNV, aukinn kostnaður vegna leiguhúsnæðis leiddi til 0,1% hækkunar VNV og viðhald húsnæðis til 0,1% hækkunar vísitölunnar. Við spáðum 0,6% hækkun á milli mánaða og er hækkunin í júní því nokkru yfir okkar væntingum sem skýrist að mestu að því að kostnaður vegna húsnæðis hækkaði meira en við gerðum ráð fyrir.

Innflutt verð hækkar enn
Áhrif gengislækkunar á 1. ársfjórðungi dreitla enn inn í vísitöluna. Verð á innfluttum vörum alls hækkaði um 1,3% milli mánaða en þar munar mikið um 7,2% verðhækkun eldsneytis sem rekja má til hækkunar á eldsneyti á alþjóðamörkuðum. Þá hækkaði verð á innfluttum matvörum um 1,9% og verð annarrar innfluttrar vöru hækkaði um 0,6% en verð á nýjum bílum lækkaði um nær 0,8%.

Húsnæðisverð veitir viðnám
Markaðsverð húsnæðis lækkaði um 0,2% milli mánaða sem er annar mánuðurinn í röð þar sem húsnæðisverð lækkar. Verð á fjölbýliseignum á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% og á landsbyggðinni lækkaði húsnæðisverð um 1,4% milli mánaða. Markaðsverð sérbýliseigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hins vegar um 2,3% en við gerðum ráð fyrir að sjá verðlækkun í þeim eignaflokki. Það verður þó að hafa í huga að verð á þessum eignaflokki sveiflast oft og tíðum mikið milli mánaða og þegar jafnfáir undirliggjandi kaupsamningar eru til viðmiðunar og reyndin er nú, eru miklar sveiflur líklegri. Við eigum þó von á að sjá lækkun í náinni framtíð þar sem aðstæður á húsnæðismarkaði eru erfiðar um þessar mundir. (HDV) 

 [glitnir.is]

Baldur Fjölnisson, 26.6.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband