23.6.2008 | 18:37
Segir Seðlabankann eitt af helstu efnahagsvandamálunum
Segir Seðlabankann eitt af helstu efnahagsvandamálunum
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að eitt af helstu efnahagsvandmálum þjóðarinnar í dag sé að Seðlabanki Íslands þverskallist við að fylgja eftir stefnu ríkisstjórnarinnar. Dæmi um það sé sú töf sem orðin er á margumræddri lántöku ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Mér skilst að Seðlabankinn taki ekki þetta lán af því að Davíð Oddson seðlabankastjóri sé á móti því," segir Guðmundur í samtali við Vísi. Einn angi af þessu er svo að löngu er orðið tímabært að skipta út seðlabankastjóranum og bankaráði Seðlabankans. Margsinnis hefur verið bent á að þessir menn eru óhæfir um að gegna stöðum sínum. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur meðal annarra bent á þetta."
Guðmundur segir að hann viti til þess að almennir starfsmenn Seðlabankans búi við mikla óvissu í störfum sínum. Það er einkum vegna þess að yfirstjórn bankans ræðir ekkert við þá um þau verkefni sem séu í gangi eða framundan og engir fundir eru haldnir þarna innanbúðar um stefnumótunina," segir Guðmundur. Þessu er þveröfugt farið til dæmis hjá Seðlabanka Noregs þar sem mikil og náin samvinna er milli yfir- og undirmanna bankans um verkefni hans og stefnumótun."
Fram kemur í máli Guðmundur að ríkisstjórnin sé meðal annars að gera góða hluti í efnahagsmálum til að bregðast við vandanum. Nefnir hann þar sem dæmi aðgerðirnar í kringum Íbúðalánasjóð í síðustu viku. "Þetta voru bráðnauðsynlegar aðgerðir til að komast hjá algjöru frosti í fasteignaviðskiptum hérlendis," segir Guðmundur. Að vísu eru hámarkslánin enn heldur lág. Þau fóru úr því að duga fyrir bílskúrnum og í að duga fyrir bílskúr með opnara. Það var því heldur varlega af stað farið en samt ástæða til að fagna þessum breytingum."
Guðmundur segir athyglisvert að nú sé ESA (Eftirlitsstofnun EFTA, innskot blm.) ekki neitt vandamál lengur. Ríkisstjórnin sé hætt að tönglast á því að ESA banni Íbúðalánasjóð. Væntalega bannar ESA mönnum ekki heldur að keyra á þjóðvegum af því þar ríki ekki samkeppni," segir Guðmundur.
Guðmundur nefnir hinsvegar að ríkisstjórnin muni ekki ná tilætluðum árangri í efnahagsmálaaðgerðum sínum meðan að Seðlabankinn fylgi ekki þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markar.Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Davíð Oddson er svona Mídas týpa nema að allt sem hann snertir fer í steik
DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:46
Davíð var nokkurn veginn ókei á meðan pravda afsakið mogginn og ruslveita ríkisins sáu nánast algjörlega um heilaþvott og veruleikahönnun landans. En síðan kom ókeypis ruslpóstur á markaðinn og það sem verra var eigendur hans neituðu að borga verndarpeninga til flokkseigendamafíunnar. Nú, síðan lá Davíð á bæn með Bússaranum og hrísgrjóninu í Hvíta húsinu og montaði sig af vinfengi við allt það ruglustrumpagengi og tilkynnti þar með opinberlega að hann væri algjört gling glong. Og með það fór hann í seðlabankann. And the rest is history.
Baldur Fjölnisson, 23.6.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.