Brjálæðislegt að hvetja til skuldasöfnunar núna

Ríkisstjórnin hefur engin raunveruleg úrræði og enginn er tilbúinn til að lána henni hundruði milljarða til að skaffa seðlabankanum gjaldeyrisvaraforða enda vita allir að kálhausarnir þar myndu fljótlega tapa því öllu við að reyna að proppa upp krónuna. Dýralæknirinn segir að seðlabankinn sé "sjálfstæður" en samt er hann á hnjánum fyrir hönd skattgreiðenda við að reyna að væla út lán til handa þessarri sjálfstæðu stofnun. Formaður bankaráðs hennar heitir Halldór Blöndal, formaður bankastjórnar er Davíð Oddsson, numero tres er Hannes Hólmsteinn, það er nú allt sjálfstæðið. Þannig að enginn heilvita maður tekur nú mark á þeirri stofnuninni.

Við þurfum ekki aukna skuldsetningu heldur þurfum við lægri vexti svo yfirskuldsettur landslýður geti staðið við sitt. En hin sjálfstæða stofnun seðlabankinn hefur spennt vexti upp til að reyna að hindra hrun krónunnar en samt hrynur hún stöðugt. Þannig að þeir eru án efa á leið með stýrivextina í 25-30%.

Við erum ofurseld erlendu skammtímafjármagni upp á hundruði milljarða. Eina vonin er að fá þessa fjármagnseigendur til að verða langa, það er breyta inneignum sínum í langtímalán. En áður en það getur orðið þarf augljóslega að reka alla efnahags- og peningamálastjórn landsins. Við þurfum að tefla fram fólki með trúverðugleika, það er grundvallaratriði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Húsnæðismarkaðurinn er algjörlega stýrður og þar eru massífir lagerar af húsnæði og offramboðið er gríðarlegt. Það er því ekki að undra að sá markaður sé alveg frosinn. En alvöru markaðir bregðast við offramboði með því að bjóða verð niður. Það gengur víst ekki í okkar gervimarkaðskerfi því þá lenda þúsundir strax "underwater" með sínar skuldbindingar, það er húsnæðisverðið stendur ekki undir áhvílandi skuldum sem þýðir að lánshæfi ríkisins og bankanna hrynur. En samt er það að gerast. Það er himinhá premía á lánveitingar til ríkisins og bankanna og það er einmitt vegna þess að erlendir lánveitendur vita vel hvað klukkan slær þeir hafa fyrir lifandis löngu greint þetta kommúnístíska gervimarkaðskerfi okkar og fundið það léttvægt. Þannig er staðan. Það þarf algjörlega að moka út úr fjármálaráðuneytinu og seðlabankanum og reyna eftir það að byggja upp trúverðugleika og vinnubrögð sem mark er takandi á. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 21.6.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ríkisstjórnir undir forystu DAO formanns eru búnar að gefa bröskurum nánast allar eignir landsins. Þessir sömu braskarar hafa nánast fengið skotleyfi á heimilin og fyrirtækin í landinu, fengið að demba hvaða okurvöxtum sem þeir hafa viljað á þá.

Þeir hafa notað fólk sem gólftuskur. Nú þegar braskararnir eru að tapa öllu úr höndunum hver á að bjarga þeim? Jú, auðvitað ríkissjóður með því að taka erlent lán, sem gólftuskurnar, almenningur og fyrirtækin í landinu, bæði núlifandi og næstu kynslóðir, munu borga á endanum í formi skattgreiðslna sinna og okurvaxta.

Alltaf fá gólftuskurnar reikninginn á endanum!

Aldrei hefur Sjálftökuflokkurinn, afsakið Sjálfstæðisflokkurinn haft minnsta áhuga á að koma skuldsettum heimilum og smáfyrirtækjum til hjálpar, en eru komnir á skeljarnar um leið út af sjálftökuliðinu. 

Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Absalútt. Vel orðað. Það þarf að koma út húsnæðislagerunum og verktakar eru í alvarlegum vandræðum og amk. hluti flokkseigendafélags íhaldsins hefur verið með annan fótinn við geðdeildina vegna brjálæðislegra fjárfestingarævintýra.

Þetta hefur borið öll merki keðjubréfafaraldurs og slík skím þurfa að vera á hreyfingu, annars hrynja þau fljótt. Þess vegna þarf nýja þáttakendur, nýja lántakendur á okurvöxtum. En akkilesarhællinn er verðtryggingin. Fólk veit vel að það er vaxandi og viðvarandi verðbólguþrýstingur. Það finnur fyrir honum í sinni buddu og það sér krónuna hrynja og gjaldfella kaupmátt sinn þannig gagnvart útlöndum. 

Baldur Fjölnisson, 21.6.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Keðjubréfafaraldur, held það sé rétta orðið. Alltaf eru það heimilin í landinu sem halda uppi bröskurum sem nenna ekki að vinna alvöru vinnu.

Það er eina félagslega aðstoðin sem Sjálfstæðisflokkurinn er og mun nokkurn tímann vera hlynntur.

Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: eysi

Sæll Baldur Fjölnisson, ég tók eftir því að í einni fæslunni þinni varstu að tala um það að bankarnir væru að fara á hausinn.

 Og þú sagðir það að Glitnir væri sá fyrsti sem myndi lenda í því.(bannkinn minn )

Síðan rakst ég á þessa frétt http://m5.is/?gluggi=frett&id=52702 hvað gerist ef að bankinn fer á hausinn ... missi ég þá allan minn sparipening sem er inná bankanum.

eysi, 22.6.2008 kl. 17:11

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gjaldþrotum banka afstýrt
Gjaldþrotum banka afstýrt

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að illa hefði getað farið fyrir íslenskum bönkum, ef ríkið hefði ekki gripið inn í með efnahagsaðgerðunum fyrir helgi. Þær minnki líkurnar á að einhver þeirra fari í þrot, dragist lánsfjárkreppan á langinn.

Frá því í september 2004 hefur Íbúðalánasjóður veitt húsnæðislán fyrir 230 milljarða króna. Á sama tíma lánuðu bankar og sparisjóðir um 430 milljarða.

Samtals hafa því landsmenn tekið hátt í 700 milljarða króna að láni, á tæpum fjórum árum, til kaupa á húsnæði.

íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með því að selja fjárfestum langtímaskuldabréf. Hluti af húsnæðislánum bankanna var hins vegar fjármagnaður með skemmri lánum. Nú býðst ríkið til að hlaupa undir bagga, -þannig að Íbúðalánasjóður hjálpi til við endurfjármögnun þessara lána.

Björgvin segir að ekki sé hægt að kalla þetta björgunaraðgerðir. En vissulega sé verið að aðstoða fjármálafyrirtækin á erfiðum tíma.

Í tölvupósti sem Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sendi stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja, segir hann aðgerðir ríkisstjórnarinnar ,,ömurleg tíðindi." Björgvin segir að helst megi skilja þetta sem vonbrigði yfir því að umsvif ríkisins á lánamarkaði séu að aukast.

-------------------------------------------------------

Þetta er fréttin sem Eysi vitnar til.

Lánsfjárkreppan illræmda felst ekki síst í því að bankar hafa fjármagnað sig stutt til að fjárfesta langt. Þeir hafa sótt skammtímafjármagn til lágvaxtasvæða svo sem Japans (skammtímavextir rétt yfir núllinu) og grætt feitt, allavega á pappírunum, á því að lána það til langs tíma. Þetta skím byggist að sjálfsögðu á því að vel gangi að velta skammtímafjármagninu áfram, fá það framlengt og svo framvegis. Þetta má alls ekki stoppa frekar en önnur keðjubréfaskím, þá er voðinn vís. 

Stór hluti af þessu dæmi, bæði hér og annars staðar á vesturlöndum, hefur snúist um fjármögnun fasteigna og þar sem um afar arðbær viðskipti var að ræða (lán á svo til núll prósent vöxtum endurlánuð á okurkjörum) fór lánshlutfall fasteigna brátt í 80-100% (með aðstoð stjórnmálalegra eigna fjármálakerfisins og leppa sem hefur verið raðað í puntubatterí sem kallast "eftirlitsstofnanir") og lánað var út á hvað sem var og allir plús hundurinn fengu lán hvort sem þeir voru borgunarmenn fyrir þeim eður ei. Við höfum séð anga af þessu hér og líka hvernig furðuleg húsnæðisbóla hefur verið blásin upp. Hún má ekki springa því þá standa eignirnar ekki undir áhvílandi lánum sem enn magnar lánsfjárkreppuna. Þetta er sem sagt orðinn að því er virðist óviðráðanlegur vítahringur og það var raunar fyrirsjáanlegt fyrir lifandis löngu. Öll keðjubréfaskím hrynja á endanum og því fyrr sem þau og eðli þeirra eru meira rædd. Þetta snýst því ekki síst um að veruleikahönnun pólitíkusa, ruslpósts (sem enginn kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla), keyptra álitsgjafa og annarra bílasala - hefur verið að bresta ! Fáir eru nógu vitlausir til að taka endalaust mark á raðlygurum. 

Ég held að bankarnir séu með ansi mikið af handónýtum inneignum á bókunum sem þeir reikna á fullu verði og afskriftirnar verði risavaxnar þegar þær koma til afgreiðslu. Eigið fé þeirra er heldur takmarkað samkvæmt þeirra eigin bólgnu bókum og í rauninni þola þeir ekki neinar afskriftir sem heitið geti. Mér sýnist að 5-8% útlánatöp þurrki þá hreinlega út. Að sjálfsögðu er þessi staða ekki rædd opinberlega. Verð að hlaupa núna en bæti við þetta síðar. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 22.6.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband