Dagfinnur dýralæknir og Lísa í Undralandi eru við stjórnvölinn á Titanic

Hvernig gengur að slá 500 milljarðana?

Krónan heldur áfram að hrynja og hlutabréfamarkaðurinn er að taka út botninn síðan í mars og guð má vita hvar botn hans verður. Augljóslega er eitthvað stórt við það að fara á hausinn og síðan verður það bara keðjuverkun og ríkissjóður sjálfur fer í einhvers konar erlenda gjörgæslu. Hvar eru þessir spekingar sem skattgreiðendur borga fyrir að þykjast stjórna þessu landi? Eru þeir kannski komnir í fimm mánaða sumarfrí? Þarf ekki virkilega að fara að taka á þessum málum? Hvers vegna eyðir kerfið sjálfu sér skipulega með því að raða handónýtu liði í lykilembætti? Þetta eru alvarlegir hlutir og skipta alla mjög miklu máli. Hvers vegna eru þeir ekki ræddir opinberlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að almenningur eigi kröfu til þess að fólk sem peningar og auglýsingaruslpóstur selja því í svok. kosningum sé við og geti rætt það kerfi sem skattgreiðendur borga því fyrir að amk. þykjast stjórna. Valdhroki og mannfyrirlitning ganga ekki til lengdar. Hvers vegna er allt þetta trausti rúið lið í æðstu stöðum? Hvers vegna eyðir kerfið skipulega eigin trúverðugleika? Hvers vegna sitjum við uppi með alla þessa vonlausu bílasala sem enginn heilvita maður tekur mark á? Er ekki kominn tími til að rannsaka þessa hluti og greina þá?

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi ríkistjórn er algerlega sambandslaus við alþýðuna og jafnvel heyrist ekkert í stjórnarandstöðunni. Ég lýsi jafnvel eftir Ögmundi og Steingrími. Er ekki hægt að setja myndir af þessu fólki á mjólkurfernur?  Eina sem maður heyrir frá Geir er að ríkissjóður er skuldlaus. Hann er líka eignalaus af því að skuldleysið er komið til fyrir sölu ríkiseigna, sem ekki verða seldar aftur.  Slíkt veðleysi setur að mani enn dýpri hroll.

Fjármálastjórninni má líkja við snák, sem er byrjaður að éta á sér halann. Þetta fer illa á hvorn veginn sem það fer, eins og bjartsýnir vestfirðingar eru vanir að segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður er ekki skuldlaus, langt í frá.

Staða hans gagnvart útlöndum er neikvæð um 323 milljarða, skv. tölum seðlabankans og sjálfsagt skuldar hann amk. 100 milljarða innanlands.

Baldur Fjölnisson, 15.6.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband