Sögur af lögruglunni

Sveinn Ævars Sveinsson, tvítugur nemi úr Garðabæ, segir að árás lögreglumanns í 10/11 verslun í gærkvöld sé ekkert einsdæmi. Sveinn nefbrotnaði eftir viðskipti sín við lögreglu í fyrra.

Sveinn var handtekinn eftir að hafa verið vísað út af björkvöldi Fjölbrautaskólans í Garðabæ í fyrra. Sveini var vísað út af staðnum þar sem hann var ekki með aldur til þess að vera þar inni. Þegar út var komið biðu hans tveir lögreglumenn. Sveinn segir að þeir hafi beðið um að sjá skilríki en þegar hann hafi neitað hafi þeir handtekið hann. Sveinn reiddist þá og sýndi nokkurn mótþróa.

Honum var fleygt inn í lögreglubifreið og þar segir Sveinn að tveir lögreglumenn hafi setið ofan á honum. Annar með hné sitt á hnakka hans.

Farið var með Svein á lögreglustöð og hann settur í klefa.

"Þeir hentu mér á gólfið í klefanum. Ég var hins vegar enn í handjárnum og andlitið á mér small því í gólfinu. Við þetta nefbrotnaði ég. Það fossblæddi úr nefinu á mér og miðnesið skekktist. Ég hafði streyst töluvert á móti handtökunni en þar var vegna þess að mér fannst ég ekki hafa gert neitt af mér. Að mínu mati misnotuðu lögreglumennirnir vald sitt og beittu mig ofbeldi. Það var enginn ástæða til þess að beita þessu harðræði."

Sveinn kærði ekki lögreglumennina þar sem honum var tjáð að það myndi ekki stoða neitt. Hann var sjálfur dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni en Sveinn beit einn lögreglumannana sem sat á honum í lögreglubílnum.

"Það voru bara ósjálfráð varnarviðbrögð. Það sá samt ekkert á honum. Ekkert miðað við mig allavega," segir Sveinn.

"Sumir þessara lögreglumanna eru fullfljótir að beita ofbeldi. Það er mín reynsla eftir að ég var handtekinn í fyrra og ég sannfærðist enn frekar þegar ég sá myndbandið af lögreglumanninum í 10/11 versluninni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vísir, 27. maí. 2008 20:14

Segir árás lögreglumanns í 10/11 verslun ekkert einsdæmi

http://visir.is/article/20080527/FRETTIR01/435732663

Baldur Fjölnisson, 27.5.2008 kl. 21:23

2 identicon

Með ofbeldi skal land byggja.....

gfs (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við hverju búast menn eiginlega?

Það er pyndingasjúkt síkópatahyski við völd í helsta og öflugasta gervilýðræðisríki heimsins. Þaðan kemur skipuleg ofbeldisdýrkun á öllum sviðum. Þaðan koma hugmyndfræði, viðhorf og vinnubrögð inn í hausinn á áhangendum og aðdáendum og vinum þessarra sækóa. Það dettur ekki bara af sjálfu sér niður úr himninum. Það laðast ávallt saman sem deilir sameiginlegum viðhorfum og mentalíteti. Það segir sig sjálft.

Innræting og tíðarandi koma ávallt að ofan. Besta leiðin til að útrýma trúverðugleika hers og lögreglu er að láta fasíska trúarofstækisrugludalla um stjórn þeirra. Þeirri stefnu hefur verið dyggilega fylgt í BNA og Ísland er í raun enn leppríki BNA og eftir höfðinu dansa limirnir. Hver á að verja bandar. leppa hér eftir að kaninn nennti ekki lengur að hjakka á þeim? Auðvitað lögreglan.

Baldur Fjölnisson, 28.5.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Þessir lögreglumenn hefðu ekki þurft að leggja hendur á þennan 17 ára óhlýðnisþrjót, og allt væri því í himnalagi, bara ef lögreglan hefði verið með þessar fínu rafmagnsbyssur.  Lögreglan hefði ekki einu sinni þurft að láta pressa buxurnar sínar.  Einnig hefði verið hægt samtímis, ef allar löggurnar hefðu haft rafmagnsbyssur á sér, að lama alla félaga þessara 17 ára (áreiðanlega) misyndismann með sitthvorrum rafmagnsbyssuum, og þeir hefðu ekki verið til frásagnar, og einnig ná þeim sem tók myndirnar, án þess að þurfa einu sinni að koma við hann, bara fjarlægja myndavélina!

Kv, Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 29.5.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skv. biblíunni skal grýta unglinga til dauðs ef þeir þverskallast við fyrirmælum foreldra sinna og finnst mér að trúarsækóar í löggunni og yfirmenn þeirra upp úr ættu að halda því á lofti.

Baldur Fjölnisson, 30.5.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband