Opinbera verðbólgan enn 20-30%

Vísitala neysluverðs í maí 2008

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí 2008 er 304,4 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 1,37% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs

Nr. 93/2008

án húsnæðis er 273,6 stig og hækkaði um 1,48% frá apríl.

Gengissig krónunnar og erlendar verðhækkanir halda áfram að skila sér út í verðlagið og hækkaði verð á innfluttum vörum um 1,7% (vísitöluáhrif 0,61%). Verð á bensíni og olíum um 5,7% (0,26%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,2% (-0,04%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,15% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,11%. Þá hækkaði kostnaður vegna viðhalds og viðgerða húsnæðis um 5,7% (0,27%).

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,9% (0,23%).

Síðastliðna tólf mánuði  hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% sem jafngildir 28% verðbólgu á ári (32,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis). [Hagstofan]

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Opinbera verðbólgan hefur ekki verið hærri í næstum 20 ár, skv. Hagstofunni. 

Guð má vita hver hin raunverulega verðbólga er, kannski 50-60%.

Verðbólga er hápólitískt málefni eins og reyndar allar hagtölur og því hafa í gegnum tíðina verið þróaðar hinar tæknilegustu aðferðir til að reikna hana niður. Í hnotskurn má segja að ef lambakjötið hækkar þá reikna þeir með því að þú snúir þér að einhverju ódýrara td. kjötfarsi. Þetta kallast staðkvæmni.

"""Vísitala neysluverðs er Lowe fastgrunnsvísitala, keðjutengd í mars ár hvert. Vísitalan hefur sterka drætti framfærsluvísitölu því í henni er leiðrétt fyrir staðkvæmni með því að nota margfeldismeðaltal í grunni. Keðjuvogir eru notaðar til að leiðrétta staðkvæmni milli verslana og gæðaleiðréttingum beitt til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupa heimila. Þjónusta við búsetu í eigin húsnæði er reiknuð sem einfaldur notendakostnaður. Flokkun sem notuð er fylgir alþjóðlega flokkunarkerfinu COICOP (Classification Of Individual COnsumption expenditure by Purpose).""" http://www.hagstofa.is/pages/1517/?src=../../vorulysingar/v_transporter.asp?filename=V01011.htm

Þetta er sem sagt allt saman "leiðrétt" og teygt og togað og aðlagað opinberum veruleika. Eins konar dæet Orwell.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæet Orwell :D

ef þessi dæet hagfræði líkist eitthvað dæet matvörunum, þá er hún verri á bragðið og óhollari en venjulega útgáfan.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband