Biblíusögur Baldurs

Meiningin er að endurskrifa Biblíuna í rólegheitunum, handritið ætti að liggja nokkuð fyrir eftir þetta 300 innlegg og afurðin ætti þá að geta orðið jólabókin í ár - ef guð leyfir.

Það er þægilegt að hafa þetta hérna á einum stað, byrja smátt, hugleiða eitt af öðru og síðan byrjar þetta að mótast af sjálfu sér.

--------------------------------------------------

Þá er það fyrsta vers.

 

Ég er að spá í hvernig þetta allt byrjaði - skv. Biblíunni.

Eins og ég skil hana þá voru upphaflega einhverjar þrjár verur svífandi einhvers staðar um eilífðina og allar karlkyns, það er guð, Jesús og heilagur andi. Það fer víst engum sögum af því hvað þeir voru að bralla saman þarna lengi vel og enginn var kvenmaðurinn á svæðinu þannig að kannski hafa þeir bara pantað gúmmídúkku úr kaupfélaginu og fengið hana senda í póstkröfu. En hvað um það; á einhverjum tímapunkti nennti guð ekki lengur að hjakka þarna í eilífðinni og ákvað að skapa alheiminn og byrjaði víst á jörðinni (enda er hún miðpunktur alls og allt snýst í kringum hana skv. lýsingum guðs í biblíunni) og bjó hana til á nó tæm með öllu tilheyrandi grasi og dýrum og grjóti og trjám og vatni, sem sagt öllu heila helv. settinu en einhverra hluta vegna bjó hann ekki til manninn í þeirri umferð, heldur virðist hann hafa verið einhvers konar sérverkefni, eins konar kópía af guði en ekki búinn til úr engu eins og allt hitt, heldur búinn til úr því sem áður hafði verið búið til úr engu ! Og það meira að segja drullu ! Guðinn bjó manninn til í sinni mynd úr einhverri leirdrullu sem hann hafði áður búið til úr engu ! Og þá loksins var kvenmaðurinn búinn til úr rifi úr manninum sem áður hafði verið búinn til úr drullu sem varð til úr engu !

Hér þarf að gjörbylta þessum algjörlega vonlausa söguþræði. Kvenmaðurinn er þarna einhvers konar "afterthought" búin til í einhverjum vandræðagangi. Fyrir utan aðra steypu. Hér þarf allt önnur efnistök. Ég er einna helst á því að alheimurinn sé í rauninni eins konar sýndarveruleiki, einhvers konar EVE online sem hefur verið í þróun grilljónum ára saman í einhverjum ólýsanlegum tölvum einhverra ólýsanlegra vera sem höfðu þróast á ólýsanlegan hátt forever einhvers staðar en dóu sjálfar út fyrir einhverjum silljónum ára en eftir eru tölvurnar og þær hafa sem sagt sjálfar uppfært sig og hugbúnaðinn samfleytt í um eina og hálfa silljónir ára og dundað sér við að setja upp hitt og þetta hér og þar og þar á meðal okkur og allt sem okkur fylgir. Þetta er sem sagt útgangspunkturinn, guð er ólýsanlega öflug tölva, einhvers konar kosmískt nintendo. Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband