Breakdown on Wall Street

Megnið af verðbréfabraski á Wall Street fer fram með tölvuforritum sem spila skipulega á tæknilega indikatora og rýja þannig almúgann enda forritin hönnuð til þess. Hlutabréfamarkaðurinn hefur þannig síðasta áratuginn eða svo orðið beisíkallí að bardaga milli tölvukerfa helstu mafía á þessum gjörspillta markaði. Síðasta árið eða svo hefur þetta mest snúist um að reyna að ljúga markaðinn upp til að innherjar gætu dömpað drasli í þá fáu einstaklinga sem enn eru á markaðnum. Og það gengur sífellt verr enda veruleikahönnunarmaskínan sem er í eigu þessarrar maskínu, það er pólitískir raðlygarar, ruslpóstur sem enginn kallar lengur fjölmiðla og aðrir keyptir álitsgjafar, fyrir lifandis löngu rúnir öllu trausti og hafa gjöreytt eigin trúverðugleika.

Núna eru forritin í vandræðum vegna þess að þau ráða ekki við tæknilegt viðnám (ákveðið meðalverð reiknað aftur í tímann) og þess vegna sjáum við pumpið hrynja. Í hruninu árið 1987 varð þetta svo svæsið að sum verðbréfafyrirtæki urðu hreinlega að höggva á rafmagnsleiðslur í tölvukerfi sín til að reyna að stoppa hrunið.

Líklega byrjar endanlega hrunið í Asíu og breiðist þaðan eftir tímabeltum um heiminn. Eins og við höfum séð þá tryggir internetið og upplýsingamiðlun þess að einhverjar ódýrar bílasalahórur í ríkisstjórnum og seðlabönkum hafa aðeins ruslpóst (sem þú þarft að vera þroskaheftur til að kalla því hátíðlega nafni fjölmiðla) til að útbreiða sína gjaldþrota speki. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 116273

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband