Líklega leiðir hver prósentslækkun dollars til um 3-4 dollara hækkunar hráolíu - nokkuð þvingað

Verð olíunnar myndast jú á framvirkum mörkuðum - í dollurum - og þar sem dollarinn hefur verið í frjálsu falli síðan um aldamótin og er enn mjög dýr hefur hrun hans augljóslega verið stór áhrifavaldur í þróun olíuverðsins og verður áfram. Hátt olíuverð hefur einnig verið gulltryggt með því að stofna til endalauss stríðs á mikilvægasta olíuframleiðslusvæði heimsins og hóta útbreiðslu þess. Við bætist svo gífurleg eftirspurnaraukning í Asíu og í helstu framleiðsluríkjunum sjálfur. Nú, á vesturlöndum er hver kjaftur akandi og hundurinn líka og rúmlega það sem bendir sterklega til þess að eldsneytið hafi verið of ódýrt og markaðurinn tekur að sjálfsögðu tillit til þess líka. Sóknin í olíuna er síðan stöðnuð, engir stórir olíufundir sem máli skipta hafa verið  síðustu 1-2 áratugina. Það er einfaldlega fyrir löngu búið að hirða alla auðveldustu olíuna og sífellt dýrara og orkufrekara verður að kreista restina út. Olíuframleiðsluríkin gera sér vel grein fyrir þessu og þar sem þau sjá fram á að olían margfaldist í verði næstu 1-2 áratugina þá að sjálfsögðu halda þau að sér höndum og vilja raka saman seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi línurit, sem ég hef oft birt síðustu mánuðina, uppfærast eins og venjulega daglega hér frá upprunastaðnum.

Enn og aftur vil ég líka benda á hvernig olían byrjar að taka undir sig heljarstökk sl. haust þegar alveg var ljóst orðið að bankakerfi vesturlanda væri gjaldþrota og fjármagn flýr því í fasta hluti svo sem olíu og matvæli. Þannig að það eru margir samvirkandi faktorar sem keyra olíuna upp. Hún er greinilega rosalega yfirkeypt en samt er ekkert lát á henni að sjá. Ég var að tala um hérna í vetur að menn myndu brátt fara að ræða 150-200 dollara olíu en það er slíkur kraftur í olíunni og augljóslega útilokað að kjafta dollarann upp -enda Bandaríkin gjörsamlega fallít fyrir lifandis löngu- þannig að kannski er tímabært að byrja að ræða enn hærri tölur.

Baldur Fjölnisson, 21.5.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nú, að sjálfsögðu eru olíuframleiðsluríkin að gefast upp á að fá hrynjandi bandarískan skeinipappír fyrir afurð sem rýkur upp. Það segir sig eiginlega sjálft. Þess vegna hefur Íran þegar hætt við dollarann og fær greitt í jenum frá jafönskum viðskiptavinum sínum, evrum frá Evrópu osfrv. Þetta styrkir síðan viðkomandi gjaldmiðla vegna þess að eftirspurn eftir þeim eykst og því meira sem olíuverðið hækkar. Þetta er vítahringur og vandséð hvernig hann verður rofinn enda grundvöllurinn - bandaríska hagkerfið og dollarinn - sem sagt gjörsamlega fallít fyrir löngu eins og sífellt fleiri gera sér grein fyrir. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 21.5.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 116266

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband