Kauptækifæri framundan í erl. gjaldeyri

Dverggjaldmiðill okkar verður á endanum innlimaður í stærri einingar. Það er óumflýjanlegt og í rauninni bara spurning um tíma. Við höfum tapað efnahagslegu sjálfstæði okkar og stjórn peningamála og efnahagsmála er að byrja að færast á hendur útlendinga, fyrst í stað norðurlandabúa og þar sem þeir eru aðilar að Evrópusambandinu mun hin formlega stjórn færast þangað í rólegheitunum. Reynslan sýnir að smámyntir sem eru innlimaðar í stærri taka gengisfellingu og afsláttarkjörum áður en það gerist og ekkert sem bendir til annars en að hið sama verði upp á teningnum hér. Reyndar sjáum við þessa þróun nú þegar með krónuna rétt ofan við sögulegan botn samfara hæstu stýrivöxtum á vesturlöndum og á ávaxtalýðveldastigi.

"Buy on dips" verður því mottóið hvað erlendan gjaldeyri varðar næstu misserin. Auðvitað þarf að ígrunda þetta vel og stöðugt því búast má við sífellt örvæntingarfyllri krampateygjum kerfis sem vill draga þetta óumflýjanlega gengisfall á langinn og handstýra því. En almennt trend krónunnar mun án efa halda áfram niður á við. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hugsa að innlimunin komi til með að fara fram í þetta 0.004 til 0.005 gagnvart evrunni (200-250 kr) og kannski sleppum við með það ef hið augljósa og óumflýjanlega gerist innan 1-2 ára. En tíminn verður auðvitað að leiða það í ljós. Næstu misseri munu án efa einkennast af örvæntingarreddingum meira og minna fallít fjármálablaðra og enn vaxandi froðusnakki pólitíkusa og peningagúrúa og áfram mun trúverðugleiki þeirra hrynja og flutningur stjórnar landsins til útlanda mun verða í réttu hlutfalli við það.

Baldur Fjölnisson, 20.5.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 116232

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband