Síðpóstmódernískur verðbólguskilningur samtaka atvinnulífsins

  Frétt af mbl.is

Hvetur fyrirtæki til að gæta hófs
Innlent | mbl.is | 2.5.2008 | 17:36
Stjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur aðildarfyrirtæki samtakanna til þess að gæta hófs og aðhalds við verðlagningu í því umróti sem ríkir um þessar mundir. Segir stjórnin, að samdráttur eftirspurnar sé fyrirsjáanlegur og af því leiði að ekki verði unnt að velta öllum kostnaðarhækkunum áfram út í verðlag.
Lesa meira
 
 

-------------------------------------------------------------------------------- 

Raunveruleg verðbólga felst einfaldlega í verðfalli peninga gegn því sem hægt er að kaupa fyrir þá og stafar af offramleiðslu peninga eða öllu heldur skulda. Síðustu áratugi hefur mestöll raunveruleg framleiðsla flust til Asíu og hennar óendanlega framboðs á hræódýru þrælavinnuafli og á vesturlöndum hefur því skuldapappíraframleiðsla og uppblástur á eignabólum orðið lang mikilvægasta starfsemin. Hér hefur til dæmis verið hömlulaus óðaverðbólga síðustu árin í húsnæði og verðpappírum en á móti höfum við flutt inn verðhjöðnun og offramleiðslugetu frá Asíu og þannig haldið niðri verðbólgu í vörum. En það er aldrei hægt að fela hina raunverulegu verðbólgu, hún birtist í hinu og þessu og síðustu misserin hefur hún verið að hlaupa úr pappírum og húsum yfir í hráefni og matvæli. Þetta er algjörlega elementarí en samt hjakka ríkishagfræðingar og flestir aðrir hagfræðingar á einhverri opinberri verðbólgu sem er skilgreind og hönnuð af pólitíkusum og handbendum þeirra á pólitískum forsendum og því fyrirsjáanlega í takmörkuðum tengslum við veruleikann. 

Gengislækkun þýðir kaupmáttarskerðingu (kostnaðarauka) gagnvart umheiminum. Oft er um að ræða eðlilega leiðréttingu vegna falsks "kaupmáttar" sem ekki er lengur hægt að ljúga fram. Skuldapappíraframleiðslan sem ég nefndi að ofan hefur ekki síst byggst á flutningi fjármagns úr lágvaxtamyntum í Asíu í hávaxtamyntir á vesturlöndum. Þetta er viðkvæmur línudans og krefst nákvæmrar stjórnunar og þekkingar. Þegar menn svo sitja uppi með gjaldmiðil á skeinipappírsstigi þrátt fyrir himinháa vexti bendir það afar sterklega til þess að kerfið sjálft sé á vissan hátt sjálfseyðandi, það er það raði skipulega handónýtu liði í efnahags- og peningamálastjórnina og raði síðan jábræðrum og tómhausum í stíl í kringum sig. 


mbl.is Hvetur fyrirtæki til að gæta hófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband