13.4.2008 | 15:35
Sirka einn af hverjum hundrað skilur MJÖG STÓRAR tölur og því þarf að ræða þær í viðeigandi samhengi
Hér á eftir færi ég allar tölur úr þjóðarbúskapnum og bankakerfinu þannig niður að milljarður verður að krónu. Með þessu móti er miklu auðveldara að gera sér grein fyrir hlutföllum. Umræðan vill einhvern veginn kafna í stórtalnamali og frösum "sérfræðinga" (hugsanlega er tíundi hluti þeirra í þessu prósenti sem vitnað er til að ofan) sem fáir botna í og þetta fælir frá umræðunni.
Nú, árlegar tekjur ríkissjóðs eru þá um 400 kr.
Erlend staða hans um sl. áramót, skv. seðlabankanum, var neikvæð um 243 kr.
Seðlabankinn var um síðustu áramót með gjaldeyrisforða upp á 160 kr.
Staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum var um síðustu áramót neikvæð um 1600 kr, erlendar eignir námu um 6500 kr. og erlendar skuldir um 8100 kr. Skammtímaskuldir þjóðarbúsins námu um sl. áramót, og allt er þetta samkv. seðlabankanum, 2440 kr.
Ríkissjóður og seðlabanki eru sem sagt bara sem hlægilegir dvergar í þjóðarbúskapnum eins og glögglega kemur fram í þessum tölum. Seðlabankinn þyrfti ef vel ætti að vera að hafa gjaldeyrissjóð upp á MINNST 1000 kr. til að geta nálgast að vera marktækt númer í þessu kerfi. Velta á markaði með krónuna nemur jú tugum króna daglega. En ríkissjóður með 400 kr. á árstekjur getur nú varla slegið 800-1000 kr. og jafnvel þó hann gæti það einhvern veginn þá myndi lánshæfið hans strax hrynja og lánshæfi bankanna í framhaldinu. Niðurstaða: ríkissjóður Íslands er fallít fyrir lifandis löngu og það eru svona 3-6 mánuðir í að menn þori að byrja að ræða það. Þeir sviku sig árum saman frá umræðum um gjaldeyrisforðann og eins er það með annað. Góðar stundir.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Þetta er athyglisverð nálgun,mun nýta mér þetta, þakka þér.
Rúnar Sveinbjörnsson, 13.4.2008 kl. 16:00
Sem fyrr mæli ég með að menn séu með amk. 10-15% af sínu verðbréfasafni í að kaupa jen og selja vestræna banka. Þetta er í rauninni 100% örugg pæling en samt er ekki rétt að yfirteygja sig í henni og því gef ég henni frekar litla vigt. Þetta er heldur langtímaspekúlasjón og ætti að liggja amk. í 5-10 ár. Kannski hefur hún gefið hámarksávöxtun eftir 4-5 ár, tíminn verður að leiða það í ljós. Ef þú átt börn sem eru á leið í framhaldsskóla gæti þetta hjálpað til við að fjármagna háskólanám þeirra, hugsaðu þetta þannig og eyrnamerktu. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 13.4.2008 kl. 18:48
hvernig geturðu sagt góðar stundir eftir svona hryllings grein....
gfs (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.