Útlit fyrir amk. 12-15% verðbólgu í ár.

Frétt af mbl.is

  Glitnir spáir 1,8% hækkun vísitölu neysluverðs

Viðskipti | mbl.is | 8.4.2008 | 11:51
Mynd 301090 Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,8% milli mars og apríl. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga aukast úr 8,7% í 10,0%. Kemur fram í spánni að verðbólguvaldar eru nokkrir að þessu sinni.
Lesa meira
_____________________________________________
Hækki vísitalan um 1,8% milli mars og apríl (líklegt) hefur hún hækkað um 4,8 prósentustig á þremur mánuðum. Svipaður hraði út árið þýðir þá 15-20% á ársgrundvelli. Það er stöðugur erlendur verðbólguþrýstingur í olíu, matvælum og aðföngum sem allt skilar sér í vísitöluna hér og hátt gengi krónunnar tryggir að innlend framleiðslusamkeppni getur ekki unnið á móti þessum þrýstingi sem skyldi. Launahækkanir munu síðan skila sér í verðlagið á árinu auk stöðugra vaxtahækkana seðlabankans sem beinlínis búa til verðbólgu ef eitthvað er þar sem þær spenna upp aðra vexti sem eru mjög raunverulegur rekstrarkostnaður fyrirtækja sem velta þeim eins og öðrum kostnaði út í verðlagið. Mér sýnist því mjög varlegt að áætla að verðbólgan í ár verði amk. 12-15% en hugsanlega gæti hún farið í 20%.  

mbl.is Glitnir spáir 1,8% hækkun vísitölu neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er krónan aftur orðin of hátt skráð?  Hún hefur komið ansi mikið tilbaka síðustu daga.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vil nú bara vísa í bloggfærslu mína frá 28.3. en það segi ég:

4.  Þessar verðbólgutölur mæla ekki þá miklu lækkun á gengi krónunnar sem hefur orðið undanfarnar vikur og á hugsanlega eftir að verða á næstu dögum. Því má búast við því að verðbólga í apríl mælist talsvert hærri en núna.  Getum við alveg búist við að 3 mánaða verðbólga mælist þá 15 - 17 % á ársgrundvelli og verðbólga frá apríl 2007 til apríl 2008 verði nálægt 10%, ef ekki meiri.

Mér sýnist sem greiningardeild Glitnis hafi fengið textann lánaðan frá mér

Marinó G. Njálsson, 8.4.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Markaðir horfa ávallt fram á við og því er út í hött að ræða verðbólguna núna á grundvelli þess sem hún var fyrir 6-12 mánuðum. Opinbera verðbólgan síðasta árið er tæplega 9% en miðað við síðustu þrjá mánuði (án þessarar spár Glitnis) er hún 13% á ársgrundvelli og miðað við síðustu sex mánuði um 10%. Trendið er greinilega upp á við og núna er verðbólguhraðinn varlega áætlaður um 15% og eiginlega ekkert sem bendir til þess að á honum hægi.

Gullvagn, krónan er nálægt sögulegum botni gagnvart evrunni þrátt fyrir himinháa og hækkandi stýrivexti seðlabankans. Úr því að hún hefur hrunið eftir því sem stýrivextirnir hafa hækkað hlýtur gengi hennar að vera alltof hátt. Einhvern tíma neyðist jú seðlabankinn væntanlega til að byrja að lækka vextina.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband