1.4.2008 | 13:57
Lánshæfimat ríkissjóðs fellur
Frétt af mbl.is
Horfum ríkisins breytt í neikvæðar
Viðskipti | mbl.is | 1.4.2008 | 13:34
Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna langtímaskuldbindinga í erlendri og innlendri mynt hafi verið breytt í neikvæðar úr stöðugum.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------
Ekkert óvænt hér, lánshæfið verður áfram fært niður í áföngum.
Horfum ríkisins breytt í neikvæðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Seðlabankinn er augljóslega rúinn öllu trausti. Sá æðsti þar liggur eins og sjálfdautt hross í pólitísku blóði sínu út í mýri, svo maður grípi til orðfæris urriðamálaráðherra. Eingöngu er spurning um tímasetningu hvenær hræðið verður fjarlægt, þökk sé þér Baldur, sem óþreytandi hefur beint fallbyssunni að þessari helstu dagvistunarstofnun æðstu embættismanna.
Ég leiði hugann að yfirbílasalanum þarna í Stjórnarráðinu. Hann hefur leitt þjóðina út í þessar hrakningar. Komnir eru aðeins nokkrir mánuðir með mótvind á fjármálamörkuðum erlendis og þá virðist ekki standa steinn yfir steini hjá Seðlabanka og Ríkissjóði. Var góðærið ekki notað til að byggja upp varasjóð ef það kæmi mótvindur. Bjuggust menn við eilífum meðvind. Það er einfaldlega komið í ljós sem þú Baldur og aðrir bloggar hafa lengi sagt: það er allt of lítill gjaldeyrissjóður.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:46
Hvernig stendur á því að æðsti yfirmaður seðlabankans - Halldór Blöndal, formaður bankaráðsins - sem einhverjir ranglyfjaðir geðsjúklingar á Álþingi fundu út að væri akkúrat rétti maðurinn til að vera numero uno þarna, er aldrei í fréttunum? Hvers vegna er hann ekki í Silfrinu? Hvað með kastljósið?
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 16:00
Það byggist ekki upp mikið traust á manni og þeirri stofnun sem hann er í forsvari fyrir, ef hann kveður bara rímur og aðallega drundrímur, þegar í ljós er komið að menn hafa ekki lesið nógu vel Bókina með Austurlensku ævintýrunum. Stendur ekki þar að Faraó hafi safnað til mögru árana? Átti Seðlabankinn ekki að safna í smá sjóð ef það "ólíklega" gerðist að það kæmi mótvindur? Hafa menn verið algerlega grandalausir þarna?
Ekki dettur nokkrum fréttamanni í hug að hafa við hann viðtal. Hvers vegna er það? Bera menn ekki traust til þessa snjalla HAGyrðings.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:22
Nenni ekki að fletta upp tölunum en hefur skuldatryggingaálag Ríkissjóðs ekki u.þ.b tífaldast frá fyrstu dögum þessa árs.
Ætti það ekki að vera í verkahring Seðlabanka að meta reglulega hver þörfin á upphæð varasjóðsins er.
Bara þetta eitt og sér lýsir ótrúlegu vitleysi þessara manna, algjöru óhæfi.
Vélstjóri sem yrði olíulaus í miðjum túr yrði rekinn á stundinni.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 1.4.2008 kl. 16:25
Það hefur einhvern veginn loðað lengi við ráðamenn hérna að vilja ekki ræða málin. Þið munið væntanlega hvernig ákveðin klíka hefur ákaft reynt að gera hugtakið "samræðustjórnmál" að einhvers konar skammaryrði. Það er vegna afar vafasamrar hugmyndafræði þessarra aðila. Bæði þolir hugmyndafræðin sjálf ekki vel umræðu og jafnframt er hún það frumstæð að hún beinlínis hamlar tjáningu þeirra sem hafa ánetjast henni. Þegar þeir neyðast til að opna kjaftinn ganga yfirleitt út af þeim útúrsnúningar, hártoganir, blekkingar, lygar og smjörklípur - rétt eins og bandarísk/breskum átrúnaðargoðum og hugmyndafræðingum þeirra. Það er sagt að fiskurinn úldni fyrst frá hausnum og hausinn er jú í Washington og nokkuð síðan hann var orðinn vel morkinn þannig að það er farið að slá vel í restina ef þið skiljið hvað ég á við. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 16:52
Það er tilfellið að hugmyndafræðin sjálf er orðin heldur vafasöm. Einkavinum voru nánast gefnir þessir bankar og síðan hafa þeir verið notaðir til að moka milljörðum í vasa stjórnarmanna. Þegar síðan örlítið bjátar á, þá er hlaupið í fangið á ríkinu og það á að bjarga þeim út úr öllu. Var virkilega verið að segja að ríkið eigi núna að fara að kaupa skuldabréf af bönkunum til að fjármagna þá? Það er augljóst mál að þessi hugmyndafræði er ekki að ganga upp. Nóg hefur almenningur verið þraut píndur með vaxtaorki.
Nú riða þessir þrír bankar til falls vegna lausafjárskorts eins og fjárvana fyllibyttur. Ég hef oft staðið í því að halda fyllibyttu á löppunum og veit hversu illa það getur gengið, yfirleitt er byttan komin í götuna innan stundar. Nú á hinn fjárhaglegi dvergur, Seðlabankinn, að halda þrem ofurölvi risum á löppunum. Það sjá nú allir hvernig það á eftir að ganga. Vandamálin eiga ekki eftir að standa í örfáa daga. Þetta verða í það minnsta tvö ár. Í raun er vandinn ekki byrjaður. Engin útlánatöp ennþá, en þau koma og verða mikil.
Þetta skuldatryggingarálag virðist rjúka upp í hvert sinn sem þeir fara í herferð til að kjafta það niður. Mér sýnist þumalputtareglan vera að það hækkar um 2% við hverja herferð og lækkar ekkert eftir að herferðinni er lokið. Þeir áttu auðvitað aldrei að hleypa skammtímaskuldum svona upp. Það er talið eðlilegt að hlutfall skammtímaskulda og gjaldeyrisvarasjóðs sé jafnt og einn. Nú er þetta hlutfall komið upp í fimmtán. Þeir áttu að segja stopp og krefjast þess að bankarnir fjármögnuðu sig með lengri lánum, eða láta bankana bíða meðan gjaldeyrisvarasjóður væri byggður upp.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:17
Er þetta ekki sama fyrirtæki og hóf skuldabréfavafninga undirmálslána í Bandaríkjunum upp til skýjanna fyrir einu ári eða svo? Samt stóð það skýrt í skilmálum allra fasteignalána að vextir myndu hækka um 7-8% um mitt síðasta ár. Ég hef ekki séð neitt af viti koma frá þessum matsfyrirtækjum í nokkuð langan tíma og er virkilega farinn að efast um álit þeirra.
Marinó G. Njálsson, 1.4.2008 kl. 17:40
Jamm Sveinn þetta er sósíalismi hinna ríku - ekkert nýtt, hefur sést áður, nóg til af sögulegum tilvísunum. Allt kemur þetta að utan enda hefur mér vitanlega ekki nein pólitísk hugmyndafræði verið fundin upp á Íslandi hvað þá hagfræði.
Marinó, matsfyrirtækin eru í sínum bísness vegna þess að þau fá borgað fyrir þjónustuna og vissulega vottuðu þau handónýtt drasl á sínum tíma sem hina bestu pappíra og gera raunar enn. Þó eru þau alveg samkvæm sjálfum sér amk. í einu mjög mikilvægu atriði: það er óþekkt að fyrirtæki í einu landi hafi hærra lánshæfimat en ríkissjóður viðkomandi lands. Þess vegna hafa þessi fyrirtæki ekki enn þorað að færa niður lánshæfi ríkissjóðs BNA þrátt fyrir að hann sé fyrir löngu gjaldþrota með krónískan hallarekstur og búið að hirða alla sjúkra- og lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í hítina og þurfi að hækka skatta um 50-60% strax til að mæta þeim vanda (gúglið David Walker unfunded obligations).
Matsfyrirtækin eru hluti af Wall Street sem aftur stjórnar heiminum leynt og ljóst og hefur gert forever. Allir hlutabréfamarkaðir sem einhverju máli skipta elta þann bandaríska upp og niður. Núverandi fjármálaráðherra BNA er fyrrverandi forstjóri Goldman Sachs, eins eigenda Federal Reserve (sem er í eigu einkabanka). Ríkisvald og peningavald er þarna nátengt og hefur verið síðustu 1-2 aldirnar. Hérna heima erum við ávallt nokkuð á eftir hvað eftiröpun á löstum og spillingu annarra snertir en samt stefnir þetta í sama farið.
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.