31.3.2008 | 15:05
Skuldatryggingaálagið hækkaði eftir ræðu Davíðs. Markaðurinn telur greinilega banka og ríkissjóð nánast gjaldþrota
Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins 450 punktar
Um síðustu áramót var skuldatryggingarálag Kaupþings 292 punktar, Glitnis 197 punktar, Landsbankans 133,3 punktar og íslenska ríkisins 64,7 punktar.
Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.
Á veg Bloomberg fréttastofunnar kemur fram að skuldatryggingarálagið hafi hækkað eftir ræðu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra á ársfundi bankans á föstudag þar sem hann sagði: óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi."
Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins 450 punktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Bloomberg er nú með mun skuggalegri tölur en þú nefnir í skuldatryggingarálag á íslensku bankana (hér). Ég skil það á Kaupþing sem 1500 punkta staðgreiðslu (fyrir EUR 10M bréf) plús 500 punkta á ári í 5 ár! Glitnir stóð enn verr. Hver snarar fram tveim milljónum Evra vegna 10 milljóna bréfs og síðan hálfa milljón Evra á ári nema af því að komið er á örvæntingarstig? Svari nú hver sem betur getur.
Ath: Bloomberg fær þessi gögn sín frá to CMA Datavision, svo að þetta eru varla ýkjur úr óprúttnum blaðamönnum
Ívar Pálsson, 31.3.2008 kl. 15:26
Jesús minn almáttugur og María og allir dýrlingarnir.
Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 15:39
...og gott betur! Sjáðu Bloomberg í dag (hér). Nú eru 60% líkur á því að Glitnir bregðist í skuldabréfagreiðslum sínum innan fimm ára. CDS er 17% út og 5% á ári í fimm ár!
Ívar Pálsson, 31.3.2008 kl. 15:53
Kippurinn í krónunni í dag er þá bara sjortarar að dekka sig í bili til að geta haldið áfram að keyra krónuna niður ?
Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 16:20
Jamm og aðeins ríkissjóður getur skaffað honum téðan gjaldeyrisforða - með erlendum lántökum -. Hins vegar er vandséð hvernig ríkissjóður með 400 milljarða í árstekjur á að geta slegið td. 500-600 milljarða í þessu skyni.
Ergo; ríkissjóður Íslands er í raun gjaldþrota eins og svo sem margoft hefur komið fram hérna á bloggum Moggans.
Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 17:20
Bóndastrákurinn frá Brúnastöðum og fleiri kexruglaðir sótraftar á Álþingi rifu í sig hugmyndir mínar og slæðukonunnar um að fara nú að "leiðrétta" svolítið vísitöluna, með því að aflétta verndarskattaruglinu af innfluttum landbúnaðarvörum. Ef tekið væri til í þessu vonlausa verndarkerfi væri hægt að stórlækka hér matvælaverð. Kjúklingabringur færu úr 2.000 kr kg niður í 500 kr kg. Það er hér ekkert verið að breyta lambalæri í kjötfars til að lækka vísitöluna, þetta er sama varan. Það er hægt að keyra niður þennan vísitölusteingerving með tilfærslu skatta úr óbeinum sköttum yfir í beina skatta.
Kerfið vill eðlilega viðhalda sjálfu sér í óbreyttri mynd. Það er vegna þess að það er byggt upp af fólki sem fyrst og fremst vill vernda afkomu sína og störf. Það er ósköp mannlegt. En á tímum eins og nú eru framundan verða þessir fótósjoppuðu spunameistarar að koma til móts við nytsama sakleysingjana (kjósendur) og keyra niður þetta vísitöluskrímsli.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:58
Þvílík ofurbjartsýni hjá yfirbílasalanum. "Vísbendingar um að botninum sé náð ..... " kjaftæði. Það er nú eðlilegt að það komi bakslag eftir svona hrikalegar lækkanir. Nasdaq lækkaði ekki úr 5000 í 1200 í einni sveiflu. Það voru margar sveiflur á rúmum 2 árum. Hagfræði snillingurinn sagði að Ísland væri best í heimi fyrir aðeins einu ári síðan:
"Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Það er nánast sama hvaða alþjóðlegi samanburður er birtur, alls staðar er Ísland í fremstu röð. Síðast í gær kom samanburðarrannsókn frá evrópskum samtökum fjárfesta um að af 21 Evrópulandi væri hér á landi hagstæðasta fjárfestingarumhverfið næst á eftir Bretlandi."
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:38
""Fyrir rúmu ári tók ríkissjóður erlent lán og nýtti andvirðið til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ég hef áður sagt að eðlilegt sé að halda áfram á þeirri braut og ítreka það nú. Eins er verðugt að kanna hvort Seðlabankinn geti tekið upp samstarf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir. Þessir atriði eru til skoðunar í Seðlabankanum."" (Geir Haarde á ársfundi Seðlabankans 2008)
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.