City of London notar gildruhugmynd til að reyna að leiða Seðlabankann og ríkissjóð í gildru

Frétt af mbl.is

  Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?

Viðskipti | Morgunblaðið | 29.3.2008 | 19:43

Sé raunin sú að óprúttnir spákaupmenn reyni vísvitandi að þrýsta niður gengi krónunnar og íslenskra hlutabréfa er hugsanlegt að hægt sé að leggja fyrir slíka kóna gildru, að sögn blaðamanns Financial Times að því er fram kemur í grein sem birt er í blaðinu.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------
Þetta byggist á að seðlabankinn geri stórinngrip í gjaldeyris- og hlutabréfamarkað (nokkuð sem hann hefur alls ekki neina burði í enda bæði hann og ríkissjóður dvergar í samanburði við fjármálakerfið) og fæli þannig vonda menn með vélráð frá því að halda áfram að krassa vita fallít kerfi. Financial Times er nú einu sinni nátengt City of London fjármálaveldinu og aðilar þar hafa næga peninga og staff til að afla sér raunhæfra upplýsinga og vita nákvæmlega hvernig staðan er. Þeir vona að undirmálslið hérna í efnahags- og peningamálastjórnun gleypi við þessu plotti enda hafa þeir lesið þetta lið eins og opna bók og vita jafnvel hvaða blaðsíður vantar í það. Devil

mbl.is Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Baldur, við eigum ekkert í stóru karlana. Þetta minnir á fáránleikann þegar Seðlabankastjóri fyrir 8-10 árum kom ítrekað í fjölmiðla og lýsti því yfir að bankinn myndi verja krónuna. Ég , allir hinir (og hundurinn þeirra, eins og þú myndir segja), stukkum til og fengum síðan tryggð inngrip Seðlabankans sem nelgdu hagnaðinn inn. Peningarnir fóru þá beint frá ríkinu inn til spekúlantanna, með tilkynningu fyrst.

Það verður nú skrautlegt ef einhver Seðlabankakappinn fer í tölvuleik í að kaupa og selja til þess að fæla burt spekúlanta (sem eru líka íslensku bankarnir). Það kostar síðan sér rannsókn á „ófyrirséðum“ afleiðingum þess!

Ívar Pálsson, 30.3.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Gildra er bara gildra ef sá sem á að leiða gildru fyrir veit ekki af henni.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 30.3.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Mér dettur í hug, með Davíð og „vondu spákaupmannanna“. Ef ég færi á sundskýlunni og makaði mig allan með berjasultu og stæði hjá geitungabúi, gæti ég ætlast til þess að vondu geitungarnir myndu ekki sækja á mig? Sá sem býður 15% stýrivexti á heimsmarkaði með AAA- ríkistryggingu skuldlauss ríkis, getur ekki búist við öðru en að bókstaflega allir í veröldinni nýti sér það, þegar þeir geta fengið peningana lánaða frá Japan á 1/30 hluta þeirra vaxta sem í boði eru.

Ívar Pálsson, 30.3.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: unglingur

Þýðir lítið að bjóða 15% stýrivexti og AAA skuldabréf ef þau eru ekki til... ríkissjóður er skuldlaus sem er bæði kostur og galli. Gallinn er að engir ríkispappírar eru á markaði a.m.k. takmarkað magn af þeim. Þess vegna hrundi krónan, skuldabréfamarkaðurinn með ríkisbréf var / er of grunnur.

unglingur, 30.3.2008 kl. 10:22

5 identicon

Ég held að gengi krónunnar eigi eftir að lækka meira, jafnvel mun meira. Þar af leiðandi á seðlabankinn eftir að hækka stýrivextina enn meira. Gæti vel trúað þeim til að fara alveg upp í 100% með stýrivextina, en þurfa væntanlega að vera á afar sterkum geðlyfjum á meðan. Þeir eru búnir að lýsa því yfir að allt verði gert til að verja krónuna, "hún verður varin með kjafti og klóm" sagði bílasalinn.

Ef ég ætti að gefa þeim ráð, þá segði ég þeim að gera ekkert, nema lækka vextina og miða þá framvegis við verðbólgustigið hverju sinni, sem jafngildir um 12% núna.

Síðan þarf að fara út í umfangsmiklar löglegar "vísitölufalsanir". Ekki þarf að nota til þess keðjuvogir og leiðréttingar, (læri verður kjötfars o.s.frv.)  Einfaldlega eins og konan á rauðadreglinum var að nefna, lækka tolla og gjöld á vörum. Í raun er hægt að stór lækka vísitöluna með því að fara skipulega í að lækka óbeina skatta og flytja þá yfir í beina skatta, ekki má ríkið missa sitt í uppbyggingu á t.d. utanríkisþjónustunni.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:24

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Spákaupmennska og skortsala eru bara eðlilegur og raunar nauðsynlegur hluti af því markaðskerfi sem er ríkjandi. Þetta skapar veltu og hreyfingu á markaði og gerir hann skilvirkari. Á sama hátt og eðlilegt er að menn sæki í að kaupa það sem stendur vel og er líklegt til vaxtar og spenna upp verð þess er í fyllsta máta eðlilegt að það verði fyrir sölu sem stendur illa, er fjárhagslega veikt, með lélega stjórnendur osfrv. Þannig að allur þessi harmagrátur frá fólki sem þykist vera hliðhollt frjálsum mörkuðum sýnir ekkert annað en fyllstu hræsni þess.

Það er algjörlega nauðsynlegt núna strax að fella niður tolla og vörugjöld innfluttra matvæla. Mikil verðbólguspenna hefur verið í matvælaverði í heiminum síðustu 2-3 árin enda heldur matvælaframleiðsla heimsins ekki lengur í við stjórnlausa mannfjölgun og gríðarlega neysluaukningu, ekki síst hjá ört vaxandi millistétt í Asíu. Þar er gríðarlegur neysluvöxtur í pípunum á næstu árum.  Óeirðir vegna fæðuskorts eru vaxandi víða um heim og sem dæmi hefur egypski herinn núna verið settur í að baka brauð fyrir almenning og á Tævan halda vopnaðir bændur sólarhrings vörð um hrísgrjónaakra sína vegna almenns skorts á hrísgrjónum. Víða um heim hamstra spekúlantar kornmeti í von um að geta hirt mikinn gróða af því síðar. Þetta er veruleikinn sem við blasir, verðbólgubylgjan er að skella yfir og það er bara óskhyggja að halda að hún standi bara vikur eða mánuði.

Baldur Fjölnisson, 30.3.2008 kl. 15:08

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Halló, það eru ekki til júrur í Seðlabankanum.  Jón Ásgeir og félagar keyptu þær allar.  Eina sem hægt er að gera er að draga úr innflutningi.  Sem sagt hækka álögur á allt sem flutt er inn til landsins!!!!!!

Björn Heiðdal, 30.3.2008 kl. 23:10

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"Carry traders got margin calls from their banks. That forced a large amount of money out of a small currency (Iceland's krona), which caused it to depreciate.

"Short sellers caught on, knowing that the carry traders had to close out their positions, causing the currency to fall faster… then SURPRISE…

"The central bank caught everyone off guard and raised short rates to 15%(!) and took other drastic measures.

"So now…you've got short rates at 15%. You've got a currency that is significantly oversold (cheap) now relative to its history (it's always expensive), in a country with a triple-A credit rating and no risk to government finances. (The only risk is they're the perceived lender of last resort to Iceland's leveraged local banks)

"The currency is always volatile. But buying short-dated paper, with a 15% 'tailwind' in a triple-A rated country, when the currency has backed off so much, ought to be a good trade.

"As you probably know, I prefer the inflation-indexed long-dated bonds to t-bills, because the capital gains potential could be huge…

"Icelandic TIPS pay 4.5% now, plus inflation (which should be 6% this year). So that's a double-digit yield. But the TIPS go out as far as 2044… so the capital gains on those long dated bonds would be huge if the real yield fell from 4.5% to 3.5% or lower.

"A real yield of 4.5% is ridiculous. My thesis all along is the capital gains portion of the trade… but one thing after another has kept that real yield high.

"The currency is the big risk. Its volatility can't be taken lightly. But when you think about it, it's foolish to short a AAA currency yielding 15%. So now should be a good time to put the trade on…"

--- segir í bandar. fréttabréfi sem ég fékk um helgina ...

Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband