Nei Davíð, það eru okkar eigin heimaræktuðu kálhausar í efnahags- og peningamálastjórn sem hafa gjöreytt trúverðugleika fjármálakerfisins

Frétt af mbl.is

  Reynt að brjóta fjármálakerfið

Viðskipti | mbl.is | 28.3.2008 | 17:05
Davíð Oddsson. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði á ársfundi Seðlabankans í dag, að sú atlaga, sem þessa dagana væri gerð að íslenskum bönkum og íslenska ríkinu lykti óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.
Lesa meira

mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært, og hvað svo... er okkur nokkuð stætt á að baxla með þessa krónu lengur; er hann basically ekki að segja það

DoctorE (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú ekki bæði hægt að halda og sleppa. Markaðir eru bara eins og þeir eru - þeir geta umbunað ríkulega á meðan það gengur en jafnframt refsað mjög harðlega. Það er þýðingarlaust að skammast yfir að þeir sinni sínu hlutverki. Vandi ríkisvalds og seðlabanka á heimsvísu (og það speglast með sérlega ýktu móti hér á landi) og sá vandi hefur verið að magnast síðustu 1-2 áratugina - er að fjármálaófreskjan er stórlega vaxin þeim yfir höfuð. Þeir ráða í rauninni sáralitlu núorðið. Þess vegna td. höfum við séð krónuna falla síðustu tvö árin þrátt fyrir sífelldar vaxtahækkanir seðlabankans. Hlutirnir bara virka ekki og við því þurfti að bregðast fyrir lifandis löngu. Þess í stað er reynt að þykjast koma af fjöllum og kenna einhverjum öðrum um.

Baldur Fjölnisson, 28.3.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Prófið að fara á heimasíðu seðlabanka Zimbabwe og lesa um markmið þeirra og stefnu.  

Þetta er beisíkallí sama snakkið og á heimasíðu seðlabankans hérna.

Ég held að einhver yfirseðlabanki heimsins skaffi undirmönnum sínum hér og þar sömu stöðluðu "stefnuna" sem þar af leiðandi siglir sameiginlega í strand glóbalt - eins og við erum að sjá þessi misserin.

Baldur Fjölnisson, 28.3.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Það er venja þeirra sem hafa engin rök eða geta ekki sýnt staðreyndir máli sínu til stuðnings að ásaka aðra um óheilindi/óheiðarleika.

Þetta er venja rakalausra rugludalla og hann DO blessaður hefur nú alþjóðlega reynslu af svona starfsaðferðum.

Ekki mun hann þurfa að standa fyrir máli sínu í þessum ásökunum frekar en öðru.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 28.3.2008 kl. 18:26

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"""Fram kom í ræðu Davíðs að skuldatryggingarálag íslenska ríkisins hækkaði í dag í yfir 400 punkta sem væri fráleitt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ársfundinum, að fáránleiki skuldatryggingaálagsins verði augljós þegar litið sé til íslenska ríkisins, sem sé nánast skuldlaust en sé engu að síður sett í sama flokk og stórskuldug ríki."""

Ríkissjóður Íslands er vita fallít eins og oft hefur komið fram hér á blogginu. Það er vegna þess að hann og seðlabankinn eru sem broslegir dvergar við hlið tröllaukins bankakerfis, óhugnanlegrar skuldastöðu þjóðarbúsins og krónísks viðskiptahalla. Ef vel ætti að vera þyrfti seðlabankinn að vera með gjaldeyrisforða varlega áætlað upp á 750-1000 milljarða til að mæta 1. skammtímaskuldastöðu þjóðarbúsins, 2. að því er virðist ólæknandi viðskiptahalla og 3. stærðargráðu bankakerfisins. Þess í stað er hann með 150 milljarða og það eftir að ríkissjóður neyddist til að slá fyrir hann 90 milljarða lán í hitteðfyrra. Augljóslega getur ríkissjóður sem er með 400 milljarða í árstekjur ekki slegið 600-800 milljarða og jafnvel þó hann gæti það einhvern veginn þá myndi lánshæfi hans hrynja ásamt lánshæfi bankanna og svo framvegis. Markaðurinn gerir sér algjörlega grein fyrir þessarri stöðu og eitthvað útúrsnúningaspinn hjá Geir og Davíð og dýralækninum hefur ekkert að segja utan að rústa þeirra eigin trúverðugleika enn meira en orðið er.

 

Baldur Fjölnisson, 28.3.2008 kl. 18:37

6 identicon

Það var sem mig grunaði að hækkanir síðustu daga væru svona one-day-wonder. Gengið krónunnar er komið lengra niður núna, ætli 18% dugi, gæti trúðað DO til að fara upp í 25% á árinu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:50

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

„Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani”, sagði þar," sagði Davíð...

HVER ER AÐ STUNDA GLÆPASTARFSEMI GAGNVART OKKUR?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.3.2008 kl. 20:45

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Einhversstaðar yrði nú trúðurinn látinn standa við stóru orðin trúi ég. Það er spurning hvort svo verður hér. Ég ætla að spá því að hann fái að henda smjörklípum í allar áttir án þess að verða látinn standa við eitthvað af dylgjunum sem hann hefur verið með þessa vikuna...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.3.2008 kl. 20:56

9 identicon

Anna, glæpurinn gagnvart okkur er sá að það er búið að ljúga að þjóðinni í 7 ár að hérna ríki góðæri. Í raun hefur "góðærið" byggst á gengdarlausri skuldaframleiðslu, en engri raunverulegri framleiðslu. Seðlabankinn hefur jafnt og þétt hækkað vexti og þar með hækkað gengi krónunnar. Þetta hefur þýtt að skuldirnar hafa "lækkað" í krónum talið.

Nú skyndilega stöðvast skuldaframleiðslan vegna tortryggni lánveitanda. Dæmið snýst við og gengið fellur og skuldirnar hækka.

Hver nákvæmlega er ábyrgur, það er spurning, en ég vill beina sjónum að Geir H. Haarde. Hann er hagfræðingur. Hann er búinn að vera við stjórn allan tímann. Það er ekki eingöngu hægt að horfa á krullumann og fylgisveina hans, hagyrðing, ríkisfrjálhyggjumanninn og þá alla.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:11

10 identicon

Hér eru tvö vídeó, með viðtölum við íslenskan "sérfræðing", sem útskýra þessa rosalegu skuldsetningu, og varað er við hættunum sem þessu fylgja. Þetta er frá águst 2007 þannig að menn (aðallega erlendis) voru löngu búnir að sjá fyrir hvað ætti eftir að gerast hérna.

En mesti sérfræðingurinn í ríkisstjórninni, hagfræðingurinn Geir H Haarde, virðist enn ekki sjá vandann. Hann hefur haft aðgang að sérfræðingum og aðstoðarmönnum eins og hann hefur viljað, aðgang að öllum tölum, en sér ekki það sem fjölda margir aðrir voru búnir að sjá fyrir löngu. Áhugamenn um þjóðhagfræði sem ekki hafa nema hluta af gögnunum gátu séð þetta fyrir.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:40

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er tönnlast á því að enginn hafi séð þetta fyrir! Það lesa bara ekki nógu margir bloggin okkar, það er vandamálið (eða taka mark á okkur!). Baldur, áttu athugasemd um þessa grein?

Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 01:03

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að Þorvaldur Gylfa hafi einna fyrstur bent á þessa alvarlegu stöðu gjaldeyrisforðans gagnvart erlendu skammtímaskuldastöðunni, viðskiptahalla og stærð bankakerfisins - líklega seint í hitteðfyrra (grein í FBL, Með tóman tank, minnir mig að hún hafi kallast).

Veit ekki á hversu háu stigi hagfræðiþekking Geirs er. Hann er að vísu með einhvers konar gráðu úr bandar. heilaþvottastöð en hversu djúpt það ristir veit ég ekki.

Takk eins og ávallt fyrir góð og upplýsandi innlegg.

Með kveðju, Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 29.3.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband