18.3.2008 | 13:46
Verðbólgan í 15-20%.
Skv. Hagstofunni
http://hagstofa.is/Pages/95?NewsID=3164
var hækkun neysluverðsvísitölunnar í febrúar á ársgrundvelli 17,9% miðað við síðasta mánuð, 9,3% miðað við síðustu þrjá mánuði, 9,8 miðað við síðustu sex mánuði og 6,8% miðað við síðustu 12 mánuði. Jafnvel hin opinbert hannaða verðbólga er því á hraðri uppleið eins og sjá má og stefnir að fótfestu í tveggja stafa tölu. Gengi krónunnar hefur hrunið mjög hratt í þessum mánuði sem bætist við stöðugt gengisfall frá í byrjun nóvember (evran hefur hækkað um 40% síðan þá og jenið um 50%) sem augljóslega flytur inn mikla verðbólgu. Þetta er í meira lagi skuggaleg staða fyrir hagkerfi hvers langmikilvægasta starfsemi er framleiðsla skuldapappíra.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Ólafur, ríkisstjórn og seðlabanki eru gjörsamlega áhrifalaus hvað gengi gjaldmiðils okkar snertir, sem í raun þýðir að við höfum tapað efnahagslegu sjálfstæði okkar. Það er bara hlegið að innantómu frasakjaftæði Geirs og Ingibjargar í London og New York.
Fjármálaófreskja heimsins er löngu vaxin opinberum aðilum yfir höfuð. Þess vegna virka "opinberar aðgerðir" ekki lengur sem skyldi. Það vantar einfaldlega fjárhagslegt bolmagn hins opinbera til að fóðra þessa hroðalegu ófreskju. Hvar á ríkissjóður að fá hundruði milljarða til að proppa upp krónuna og bankakerfi sem er tuttugu sinnum stærra en hann sjálfur? Seint á árinu 2006 sló hann 90 milljarða lán til að koma gjaldeyrisforða seðlabankans úr svo til engu í nánast ekkert. Þetta er grátbroslegt. Ríkissjóður er í raun tæknilega gjaldþrota og erlendir sérfræðingar og spekúlantar vita það vel.
Ekkert fer alveg beint upp eða niður á markaði og því hlýtur krónan að taka eitthvað við sér á næstunni, amk. tímabundið. En söluþrýstingurinn hefur verið mjög mikill síðustu mánuðina og vaxandi. Með fallít ríkissjóð á bakinu getum við víst tæplega búist við sterkri krónu.
Baldur Fjölnisson, 18.3.2008 kl. 14:34
Sammála Ólafi með það að hér hjá Baldri séu langbestu greiningarnar. Ef maður vill láta ljúga sig algerlega fullann þá les maður hitt ruglið.
Núna loksins eru hinir að viðurkenna það sem Baldur hefur alltaf sagt, að Seðlabankinn hefur engan gjaldeyrisvarasjóð: Edda Rós í Fréttabl. í dag: "...... kveður einsýnt að hér þurfi því að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans ...." Er þetta ekki viðurkenning á vandanum.
Bendi á að Jöklabréfin og allt það dót er ekki farið af stað. Hvað gerist þá? Strax komin upp vandamál og ballið er ekki byrjað.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:48
Hlutirnir eru ekki ræddir fyrr en alls ómögulegt er orðið lengur að reyna að þegja þá í hel. Slíkt hlýtur að sjálfsögðu að hefna sín. Annars kemur þetta inn á nýjar fræðigreinar sem ég hef viljað kalla geðhagfræði og geðstjórnmálafræði og hafa orðið svo til allsráðandi á síðustu 1-2 áratugum í skuldapappírahagkerfum vesturlanda og birst með sérlega mögnuðum hætti hér á landi í æðisgenginni sjálfseyðingarhvöt. Hvers vegna stjórnendur landsins leggja slíkt ofurkapp á að gjöreyða eigin trúverðugleika sem raun hefur borið vitni, er rannsóknarefni fyrir geðlækna. Efnahagskerfi sem byggist að mestu á skuldapappíraframleiðslu þarf jú fyrst og fremst traust og tiltrú til að geta gengið til lengdar - rétt eins og næsti keðjubréfafaraldur. Ég held að þetta lið sé alveg að spila út.
Baldur Fjölnisson, 18.3.2008 kl. 16:18
Hér er einn hagfræðingur, sem ég held að sé með fullu viti öfugt við ótrúlega marga aðra. Get ekki skilið hann öðruvísi en að krónan falli um 84%. Þjóð með engan gjaldeyrisvarasjóð, stjórnmálamenn í afneitun og Svarta Pétur bruggandi launráð við Arnarhól getur átt von á hverju sem er.
Hef orðið grun um að hér sé um meðvitaða stefnu að ræða hjá Svarta Pétri, hann er að bralla eitthvað, sbr. ummæli hjá innmúruðum náhirðarmanni: "Þar er nú rætt um að hugsanlega þurfi að þjóðnýta írsku bankana eða alla vega einhverja þeirra. Sú skoðun hefur skotið upp kollinum í umræðum hér að það sama gæti gerzt undir lok þessa árs eða snemma á næsta ári í okkar samfélagi." Rvkvréf mbl.
Er ekki stefnt að því að knésetja GLITNI og koma í hendur ásættanlegum innmúrningum.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:43
Árni Matt er konungur afneitunarinnar. Menn þurfa að vera á annarri plánetu til að láta svona frá sér:
Fall krónunnar stafi fyrst og fremst af vandræðum á markaði í Bandaríkjunum og af falli hlutabréfamarkaða um allan heim. "Við verðum því að vona að aðgerðir bandaríska seðlabankans skili árangri. En það er voða lítið sem við getum gert sjálf. Vandamálið er annars staðar en hjá okkur," segir hann.
Þetta er í Fréttabl. í dag !!!!!!!!!
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:55
Ef við tökum þessar tölur saman: Krónan búin að falla um 50% (gagnvart jeni) og á að falla um 84%. Þá eru 34% eftir. Þá fer evran fer í 160 kall. Mér finnst það mjög trúlegt. Plús/mínus nokkur prósent í yfir og undirskot á markaði.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:18
Árni talar víst ekki mikið við samráðherra sína í SF sem sumir hverjir hafa úrskurðað krónuna handónýta og þar með líklega dæmda til að falla.
Baldur Fjölnisson, 18.3.2008 kl. 18:41
Mér virðist sem Árni Matt sé verri en enginn í sínu embætti.
Sólstingur, 18.3.2008 kl. 20:21
Baldur, hvað segirðu um að lækka stýrivexti hraustlega og taka upp húsnæðislánin aftur, fyrst þetta stefnir réttilega í rúst eins og það er? Auðvitað lagar það ekki aðlögunina sem verður alltaf erfið, en amk. ætti þá einhvert eðlilegt líf að taka við.
Ívar Pálsson, 18.3.2008 kl. 21:25
Er ekki komin tími til að fordæma verðtryggð húnsnæðislán? Fólk hefur ekki eignast baun í húnsæði sínu síðan þau voru fundin upp, nánast allar eignamyndanir hafa verið vegna hækkunar á húnsnæðisverði, ekki vegna afborgana af skuldum.
Nú snýr dæmið öfugt, húnsæðisverð lækkar á sama tíma og verðtryggð lán hækka, eignir almennings gufa upp.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 09:43
Við höfum glögglega séð í krónunni undanfarið hverjir stjórna raunverulega og það eru ekki geðvistunar- og elliúrræði hins opinbera við Arnarhól. Krónan hefur þegar reiknað inn komandi vaxtalækkanir seðlabankans eða er langt komin með það. Vaxtalækkanir núna ættu því aðeins að staðfesta það sem á undan er gengið.
Það gengur náttúrulega ekki til lengdar að vera með stýrivaxtastig ávaxtalýðvelda og alveg sérstaklega ekki eftir að markaður (sem hefur hin raunverulegu völd) hefur opinberlega hent þeirri stefnu á haugana eins og við höfum séð.
Fyrir nokkrum vikum hélt ég að seðlabankinn yrði dæmdur til að hækka enn vexti til að proppa upp krónuna. En það er langt síðan markaðurinn hætti að taka mikið mark á efnahags- og peningamálastjórn hér á landi. Hann hefur núna undanfarið verið að lækka laun hér á landi með stórfelldri gengisfellingu. Það er leiðrétting á fölskum launum og kaupmætti sem hefur verið haldið uppi. En þessarri miklu og snöggu launalækkun verður að mæta með lækkandi vaxtabyrði og helst lækkandi skattabyrði líka. Meira síðar.
Baldur Fjölnisson, 22.3.2008 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.