Slæmir tímar fyrir skeinipappírsgjaldmiðla

Frétt af mbl.is

Krónan heldur áfram að veikjast

Viðskipti | mbl.is | 13.3.2008 | 10:54

Mynd 293401 Krónan heldur áfram að veikjast í dag eftir að hafa veikst um 1,10% í viðskiptum gærdagsins en veiking krónunnar nemur nú 18,5% frá áramótum talið. Það sem af er degi hefur gengi krónunnar lækkað um 2,9% og gengisvísitalan stendur í 142 stigum sem er það hæsta sem hún hefur farið í þessari lækkunarhrinu.
Lesa meira
 
 
 
------------------------------------------------------------------------------- 
 
 
Dollarinn er líka í frjálsu falli enda bandar. efnahagskerfið fyrir löngu gjörsamlega fallít eins og margoft hefur verið sýnt fram á hér á blogginu.  Fjármagnið æðir í áþreifanlega hluti svo sem hráefni, gull, olíu oþh - og yfirselda gjaldmiðla, td. japanska jenið. Það rústar síðan flutningi fjármagns úr þeirri lágvaxtamynt í okurútlán vesturlanda. Kerfið eyðir sem sagt sjálfu sér í örvæntingarfullum flótta undan eigin áskapaða ruglanda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég hef afar oft verið kallaður auli og þaðan af verri nöfnum fyrir það eitt, að leyfa mér, að efast um US$ og þau heilbrigðisvottorð honum gefin allt frá því um og eftir 1980.

Þegar ljóst var, að það voru nær eingöngu útgefin skuldabréf en ekki framleiðni, né nýsköpun, sem hélt eyðslu og neyslu þeirra gangandi, vissu allir sem vita vildu, að eftir svo og svo mörg ár, væru það Kínverjar og Indverjar, sem sætu yfir örlögum hans.

Sama er því miður með okkar Krónu.  Sama hve menn hefa verið duglegir að greiða niður skuldir Ríkisins og fyrirtækja þess, eru enn fleirri aðilar í bankakerfinu, sem hafa fengið að bjóða framtíð okkar fala fyrir skoplítinn hluta Gulls.

Þetta er ámælisvert.

þessu þarf að svara.

Miðbæjaríhaldið

telur vonir og væntingar afar lélegt efni til að byggja framtíð á

Bjarni Kjartansson, 13.3.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fallandi gengi þýðir einfaldlega að kaupmáttur fellur gegn umheiminum. Þannig er falskur kaupmáttur (sem stjórnmálamenn gumuðu óspart af og þökkuðu sér) að ganga til baka. Fjármagni var mokað hér inn og það spennti upp krónuna, sem þá flutti inn verðhjöðnun í vörum og skapaði trylltan neyslukúltúr, skuldafyllerí og gígantískan viðskiptahalla. Það var hver J-kúrfan ofan á annarri en vandinn með þær hefur alltaf verið sá að þær hrynja á endanum með braki og brestum.

Ég held að vandi nútímamannsins felist ekki síst í því að hann pælir lítt í exponentíal kúrfum, tvöföldunartíma, vöxtum og vaxtavöxtum og öðrum mikilvægum stærðfræðidæmum. Og enn síður leiða menn hugann að því hvernig hagtölur eru búnar til, hvaða forsendur og skilgreiningar eru þar að baki osfrv. Þeir reka upp stór augu þegar ég segi þeim að þegar lambakjötið hækkar reikni Hagstofan með því að þeir éti eitthvað ódýrara, td. kjötfars og reikni þannig verðbólguna skipulega niður enda um hápólitískt fyrirbæri að ræða. En þrátt fyrir allar opinberar reikningskúnstir hefur um  99% verðgildis krónunnar í raun gufað upp frá myntbreytingunni árið 1981. Þeir sem voru með hundruð þúsunda í laun fyrir breytinguna eru aftur komnir með hundruð þúsunda í laun og matvaran kostar líka nokkurn veginn það sama og þá. Auðvitað hefur margt lækkað í verði en lífsnauðsynjar almennings hafa ekki gert það. Og skuldabyrðin er margföld miðað við þá. 

Baldur Fjölnisson, 13.3.2008 kl. 20:57

3 identicon

Eitt gott í dag allavega. Dómur yfir frjálshyggjupostulanum. Hvaða bittling fær hann frá vinum sínum sem vilja rétta hans hlut? 

Þessar "leiðréttingar" sem þú talar um Baldur, eru þó leiðréttingar niðurávið. Þær eru þó skárri en "leiðréttingar" uppávið, eins og vinur okkar Kristinn Pétursson vill viðhafa.

Hvað með ferð bílasalans til New York? Ég finn ekkert um þetta á Bloomberg eða CNBC.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haarde Says Iceland's Banks Will Weather Global Credit Crisis

By Tasneem Brogger and Kathleen Hays

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601085&sid=an3xESP038Mo

March 14 (Bloomberg) -- Iceland's Prime Minister Geir Haarde predicted the Atlantic island's banks will ``weather'' the drying up of global credit markets that threatens to restrict access to debt funding in smaller nations.

``I think they'll weather the storm,'' Haarde, 57, said in an interview in New York with Bloomberg Television yesterday. ``They're well-protected to take on this challenge.'' He said a recession in the $16 billion economy is unlikely.

Iceland's biggest banks, Kaupthing Bank hf, Landsbanki Islands hf and Glitnir Bank hf, account for about 80 percent of its gross external debt, which amounted to more than five times gross domestic product last year. Concern that debt levels may be unsustainable has prompted some investors to sell the krona, which lost 10.5 percent this year against the dollar.

Iceland's banks have Europe's highest credit default swap levels, indicating investors rate their ability to repay debt to be the lowest in Europe.

``The credit-default swap market is somewhat of a puzzle,'' Haarde said. The spreads that the Icelandic banks have are ``unjustified'' and ``there's something unnatural'' about their level. Haarde expects the CDS spreads to narrow, he said.

Some commentators agree. Richard Portes, professor of economics at the London Business School and president of the London-based Centre for Economic Policy Research said on March 12 that Kaupthing's CDS spread level was ``ridiculous.'' The market has become ``totally dysfunctional'' and ``dangerous,'' he said.

Touch and Go

Iceland's banks have taken on debt to fund expansion and diversify their revenue sources beyond the borders of the $16 billion economy. Kaupthing, the biggest of the three lenders, has seen its assets grow 10-fold since 2003, according to its 2007 report.

Haarde, who ruled out raising regulatory controls of the lenders, also said his economy isn't facing a recession.

``Clearly there will be a slowdown and that's good,'' he said. Iceland will have a ``touch-and-go landing, neither a hard landing nor a soft landing. I don't think a recession is likely.''

The central bank last month opted to keep the benchmark interest rate at a record 13.75 percent and has signaled it may start cutting borrowing costs in the middle of this year.

Inflation has exceeded the 2.5 percent target every month since April 2004 and accelerated to 6.8 percent last month.

The economy expanded an annual 4.6 percent in the fourth quarter, compared with 5.4 percent pace in previous three months, Statistics Iceland said yesterday. That exceeded the median estimate in a Bloomberg survey for 3.3 percent growth.

The economy grew 3.8 percent last year, compared with 4.4 percent in 2006 and 7.5 percent in 2005.

Gross domestic product will rise 0.4 percent in 2008 and contract 2 percent in 2009, the central bank said in its last monetary bulletin on Nov. 1.

To contact the reporters on this story: Tasneem Brogger in Copenhagen at at tbrogger@bloomberg.net

Last Updated: March 13, 2008 20:01 EDT

Baldur Fjölnisson, 14.3.2008 kl. 10:50

5 identicon

Baldur, ég held að það sé ekki um neinar alvöru falsanir á vísitölunni núna, aðeins smá "leiðréttingar", en það á að kasta þessari vísitölu út í hafsauga sem fyrst, þetta er algjör þvæla og tíðkast hvergi í siðmenntuðum hagkerfum, sem reyndar eru öll að fara á hvolf. 

Er ekki frjálshyggjan gjaldþrota núna sem hugmyndafræði, Bandaríska ríkið og það Evrópska að moka í hagkerfin peningum til að bjarga ruglinu. Átti ekki  ríkið að vera óþarft? Er það bara hækja til að redda sér á þegar frjálshyggjan virkar ekki?

En hagtölurnar hérlendis eru falsaðar á fullu. Ál er t.d. talið sem útflutningur Íslendinga, jafnvel þó eigandinn sé erlent félag.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:00

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Von að spurt sé.

Það má þó alltaf nota þessa frjálshyggjulofthausa sem gagnvísa.

Baldur Fjölnisson, 14.3.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 116240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband