Þetta er reynt að kenna í fyrstu bekkjum grunnskóla: Mínus er minna en plús.

En samt virðist það ekki skila sér alla leið upp í Álþingi einhverra hluta vegna. Hvers vegna er alvarlegt umhugsunarefni.

Núna er staðan þannig að við þurfum þá og þegar að standa skil á hundruðum milljarða í svokölluðum jöklabréfum. Þetta eru skammtímapappírar og skammtíma þýðir skammtíma og ekkert annað og þessir pappírar eru upp á mörg hundruð milljarða en ríkissjóður er upp á mínus 243 milljarða erlendis samkvæmt seðlabankanum þannig að hann er fallít hvað svo sem raðlygarar hafa troðið í hausinn á þér.

Við erum með öðrum orðum ofurseld eigendum þessarra pappíra og höfum glatað efnahagslegu sjálfstæði okkar og það er samkvæmt meðvitaðri stefnu. Það er engin leið framhjá því. Það hefur verið spilað skipulega á fyrirsjáanlegar leppmellur með feril. Þessar mellur skiptu um dólg og dólgurinn notfærði sér þær samkvæmt fyrri reynslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Davíð (þessi sem þér var hent út af bloggsíðu fyrir að gagnrýna) skrúafaði upp vextina sem soguðu þetta fjármagn inn í landið.  Núna komumst við ekki til baka.

Sigurður Þórðarson, 10.3.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við glötuðum því nú fyrr eða þegar við gengum sjálfviljug í EES.

ÞAr með var draumurinn búinn.

 Ofur cool gaurar, (að eigin áliti) vildu komast sem næst hinum glimrandi stjörnum og hikuðu ekki við, að ,,nútímavæða" bankakerfið og bjóða nútíma afgreiðsluhætti.

Við vitum hvurt það lieddi stóran hóp manna.

Nú ætlar Rauði Krossinn að fara á stjá og ,,bjarga" mönnum frá að ganga fyrir ætternisstapa.

Hvenær ætli menn viðurkenni, að fóturinn fyrir svonefndri útrás er greiðslugeta þjóðarinnar og íbúa hér?

Svo fluttu menn þetta út í bútum og selja aðgang að okkur brauðstriturunum, með Verðtryggingunni og anuitetsla´num.

HArt er í heimi Hórdómur mikill.

Miðbæjaríhaldið

Vill segja oss úr EES og Schengen bullinu.

Bjarni Kjartansson, 10.3.2008 kl. 13:29

3 identicon

Það rætist e.t.v. ein sú ólíklegasta spá sem ég hef heyrt.  Þú spáðir 4.maí  að vextir yrðu hækkaðir um ½% eða 1%. Ég hef verið svo vitlaus að halda að vaxtalækkun væri á næsta leiti, en ef þeir eiga að vera sjálfum sér samkvæmir þá er komið að næstu vaxtahækkun.

(Hef tekið eftir því Baldur, að þú gerir nánast aldrei stafsetningarvillur. Geri því ráð fyrir að ekki sé um stafsetningarvillu að ræða: Álþingi.)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Siggi, allt sem ég sagði var að kassinn (sem þarf að fara í til að borga til baka grilljónir í jöklabréfum) væri tómur - rétt eins og hausinn á þeim sem hafa verið að stjórna efnahags- og peningamálum þjóðarinnar. Manngreyið má ekki við miklum áföllum ef hann fer á taugum yfir svo mildu orðfæri.

Dullur, vel mælt að venju.

Sveinn, það er í rauninni út í hött að lækka vexti aðeins 4-5 mánuðum eftir að þeir voru síðast hækkaðir. Og öfugt. Vaxtabreytingar eru það lengi að síast í gegnum kerfið og virka að amk. 9-12 mánuðir þurfa að líða frá síðustu vaxtahækkun til fyrstu vaxtalækkunar, myndi ég halda. Þess vegna er alveg sérstaklega mikilvægt að velja af kostgæfni þá sem ákveða peningamálastefnuna. Mistök og afleikir geta verið afar dýrkeypt.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband