Geðvonska og persónuárásir virka ekki í umræðum. Það þarf að taka á málefnum

Bloggarinn Kristinn Pétursson flippaði heldur illa út þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að staðan væri þannig að það þyrfti að standa skil á hundruðum milljarða í hinum frægu jökla- og krónubréfum en kassinn væri tómur - rétt eins og hausinn á þeim sem hefðu kallað fram þessa vonlausu stöðu með því að "stjórna" efnahags- og peningamálum þjóðarinnar. Það er engin lausn að eyða innleggjum manna og síðan útiloka þá frá umræðu. Án þess að ég hafi nú brennandi áhuga á að skaffa þessum Kristni sérkennslu. Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skv. Kristni eru tölur Seðlabankans um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins (sem Seðlabankinn byggir mjög líklega á tölum frá bankakerfinu, ríkissjóði og öðrum aðilum en dregur ekki bara upp úr hatti) ekki "rauntölur" hvað svo sem hann á við með því. Ekki reynir hann að koma með aðrar tölur svo mikið er víst. Þannig að þetta fellur allt um sjálft sig hjá honum.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 19:54

2 identicon

Hef eitthver tíma þráttað við þennan mann. Hann vill taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, sem er ferlegt rugl núna þegar sá liður hefur hækkað svona mikið og mun hækka lítið eða ekkert í næstu framtíð.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur þú hefur hitt á viðkvæman blett. Davíð er víst heilög kýr.

Sigurður Þórðarson, 9.3.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Víst frekar heilög kúaþrenning. Halldór Blöndal er formaður bankaráðs seðlabankans og Hannes Hólmsteinn er hans hægri hönd þar (bréfaskólapróf framsóknar í hagfræði er vinstri höndin) og svo er Stalín afsakið Davíð prímus mótor. Þögn og fjarlægð eru engin lausn skv. Jóni Steinari og vissu nú fleiri en þögðu þó.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Töflur

Lýsigögn Tímaraðir Annað tengt efni Umsjón: Tómas Örn Kristinsson, upplýsingasviði. Netfang: tomas.orn.kristinsson@sedlabanki.is



Formaður Bankaráðs Seðlabankans heitir Halldór Blöndal. Bankaráð Seðlabankans er skipað af Álþingi Íslendinga.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband