5.3.2008 | 18:22
Keðjuvogir eru notaðar til að leiðrétta staðkvæmni milli verslana og gæðaleiðréttingum beitt til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupa heimila
Vísitala neysluverðs
- Skráningaratriði fyrir viðfangsefni
- Efni
- Tími
- Áreiðanleiki og öryggismörk
- Samanburður
- Aðgangur að upplýsingum
0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni
0.1 Heiti
Vísitala neysluverðs0.2 Efnisflokkur
Verðlag og neysla0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.
Guðrún R. JónsdóttirVísitöludeild
Hagstofa Íslands
gudrun.jonsdottir@hagstofa.is
sími: 528 1202
0.4 Tilgangur og aðdragandi
Samkvæmt lögum um vísitölu neysluverðs nr. 12/1995, með breytingu í lögum nr. 27/2007 mælir hún breytingar á verðlagi einkaneyslu. Vísitalan, sem áður hét framfærsluvísitala, hefur verið reiknuð frá 1914 í einni eða annarri mynd. Grunnur vísitölunnar er reistur á neyslurannsóknum og hefur svo verið frá 1939. Grunnur vísitölunnar hefur verið endurskoðaður í mars á hverju ári frá árinu 1997. Frá mars 2002 eru notaðar niðurstöður úr árlegum útgjaldarannsóknum. Vísitalan er á grunni maí 1988=100 og eru niðurstöður keðjutengdar þegar skipt hefur verið um grunn vísitölunnar. Frá mars 1997=100 eru einnig birtar undirvísitölur og niðurstöður í samræmi við alþjóðlega flokkunarkerfið COICOP. Yfirlit um grunna og gerð eldri vísitalna er að finna í Hagskinnu, töflu 12.15, bls. 628. Áætlanir hafa einnig verið gerðar um verðlagsþróun frá 1849-1914 og er niðurstöðurnar að finna í Hagskinnu undir heitinu almenn verðlagsvísitala í töflu 12.25, bls. 637.0.5 Notendur og notkunarsvið
Vísitala neysluverðs mælir fyrst og fremst verðbólgu og er einnig notuð til verðtryggingar skv. lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, með breytingu í lögum nr. 51/2007, sem kveða á um gildistíma hennar til þeirra nota. Þá er vísitala neysluverðs og undirvísitölur hennar mikilvægar við peningastjórn Seðlabanka Íslands.Helstu not hennar önnur eru:
- Við efnahagsspár.
- Við verðtryggingu húsaleigu.
- Við mat á kaupmætti.
- Til staðvirðingar á ýmsum stærðum svo sem launum, tekjum og útgjöldum.
- Við samanburð á verðbólgu milli ríkja.
- Við útreikning og framreikning á jafnvirðisgildum.
- Við útreikning á verðbreytingarstuðli í reikningsskilum.
0.6 Heimildir
Grunnur neysluverðsvísitölunnar er að mestu reistur á niðurstöðum úr útgjaldarannsóknum sem Hagstofan framkvæmir. Rannsókn var gerð árið 1995 og var grunnur vísitölunnar frá 1997-2001 að mestu leyti byggður á niðurstöðum hennar. Frá árinu 2000 er útgjaldarannsóknin samfelld og frá mars 2002 eru niðurstöðurnar nýttar við árleg grunnskipti. Upplýsingar um vöruverð, sem safnað er í hverjum mánuði, eru notaðar til að mæla verðlagsbreytingar. Í mánuði er safnað yfir 20.000 verðum á ríflega 4000 vörum og þjónustuliðum. Spyrlar Hagstofunnar safna upplýsingum um verð í dagvöru- og fataverslunum. Annarra upplýsinga er aflað með símbréfum og tölvupósti, símtölum við fyrirtæki og á netinu.
0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð
Vísitalan er reiknuð samkvæmt lögum um vísitölu neysluverðs nr. 12/1995 með breytingu í lögum 27/2007.0.8 Svarbyrði við innsöfnun
Hagstofan aflar sjálf að verulegu leyti verðupplýsinga með heimsóknum í verslanir og má segja að svarbyrðin sé lítil sem engin þar. Þeir sem veita upplýsingar með símbréfum eða á netinu hafa einhverja fyrirhöfn af því að skrá upplýsingarnar en þeir spurningalistar eru yfirleitt ekki umfangsmiklir. Sama gildir um þá sem hringt er til að þeir þurfa að svara fáum spurningum. Svarbyrði er því ekki mikil. Einstaka aðilar veita annars konar upplýsingar, til dæmis um sundurliðaðar vogir á ýmis konar vörum og þjónustu og eru þær upplýsingar oftast nokkuð ítarlegar og geta fyrirtæki haft af því nokkra fyrirhöfn.0.9 Ákvæði vegna EES og ESB
Vísitala neysluverðs er reiknuð samkvæmt íslenskum lögum (nr. 12/1995 og nr. 27/2007). Útreikningur vísitölunnar tekur hins vegar að verulegu leyti mið af aðferðum sem beitt er við útreikning á samræmdri vísitölu neysluverðssem reiknuð er fyrir EES ríki. Samræmda neysluverðsvísitalan er reiknuð í samræmi við ESB lög sem um hana gilda.
1. Efni
1.1 Efnislýsing
Vísitala neysluverðs er Lowe fastgrunnsvísitala, keðjutengd í mars ár hvert. Vísitalan hefur sterka drætti framfærsluvísitölu því í henni er leiðrétt fyrir staðkvæmni með því að nota margfeldismeðaltal í grunni. Keðjuvogir eru notaðar til að leiðrétta staðkvæmni milli verslana og gæðaleiðréttingum beitt til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupa heimila. Þjónusta við búsetu í eigin húsnæði er reiknuð sem einfaldur notendakostnaður. Flokkun sem notuð er fylgir alþjóðlega flokkunarkerfinu COICOP (Classification Of Individual COnsumption expenditure by Purpose).1.2 Tölfræðileg hugtök
Fræðilega eru tvær meginaðferðir notaðar við útreikning á vísitölum, fastgrunnsvísitölur og framfærsluvísitölur. Í fastgrunnsvísitölu er neyslusamsetningu haldið fastri og venjulega eru þær Lowe vísitölur. Sérstök tilvik af Lowe vísitölu eru Laspeyres þegar miðað er við eldri grunn eða Paasche vísitala þegar miðað er við nýjan grunn.Afburðavísitölur eru samhverfar og fræðilega endurspegla þær sanna framfærsluvísitölu og taka mið af bæði gömlum og nýjum grunni.
Fimm útreikningsaðferðir eru notaðar í grunni vísitölu neysluverðs:
Einfalt margfeldismeðaltal verðs (Jevon) við útreikning á um 56% útgjalda í grunni.
Vegið margfeldismeðaltal verðs á dagvöru, nær yfir um 18% útgjaldanna.
Lowe eða einfalt meðaltal verðs (Duot) sem nær til um 21% af vísitölunni.
Afburðavísitala (Fisher) sem nær til um 1% útgjalda.
Vísitölur sem ná yfir um 4% vísitöluútgjaldanna.
2. Tími
2.1 Viðmiðunartími talnaefnis
Verðsöfnun fer fram í a.m.k vikutíma um miðjan hvern mánuð frá janúar 2008. Fram að því var verði safnað tvo fyrstu virku daga hvers mánaðar. Viðmiðunartíminn er bundinn í lög um neysluverðsvísitöluna. 2.2 Vinnslutími
Vinnslutími eru um það bil tvær vikur í hverjum mánuði og er miðað við að vísitalan sé birt eigi síðar en næst síðasta virka dag mánaðar.2.3 Stundvísi birtingar
Vísitalan er ávallt birt samkvæmt útgáfuáætlun kl 9:00 að morgni. Útgáfuáætlunin fyrir ár hvert er birt á vef Hagstofunnar, í október.2.4 Tíðni birtinga
Vísitalan er birt í hverjum mánuði3. Áreiðanleiki og öryggismörk
3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki
Með árlegri endurskoðun á grunni vísitölunnar og notkun á árlegum niðurstöðum úr útgjaldarannsókn er áreiðanleiki vísitölu mikill.Mjög umfangsmikil verðsöfnun í hverjum mánuði og mikil sundurliðun flokka sem mælingin nær yfir stuðlar ennfremur að nákvæmni.
3.2 Skekkjuvaldar í gögnum
Við útreikning vísitölu eru ýmsar skekkjur mögulegar:Úrtaksskekkjur (þekjuskekkja, brottfallsskekkja): Ef vörusafn eða úrtak fyrirtækja endurspegla ekki þýðið rétt.
Mæliskekkjur: Geta komið fram við verðsöfnun til dæmis vegna ónákvæmra vörulýsinga, ónákvæmra merkinga í búðum og ófullnægjandi eða rangra svara viðmælenda.
Úrvinnsluskekkjur: Skráningarskekkjur og fl. koma fram í vinnslu gagna.
Aðferðaskekkjur: Mismunandi aðferðir við útreikning vísitalna valda mismunandi skekkjum. Afburðavísitölur eru samhverfar og taka þess vegna með magn tveggja tímabila. Vandinn er að upplýsingar um vogir á líðandi stund eru sjaldan tiltækar fyrr en eftir á og erfitt að reikna þær tímanlega. Þær eru frábrugðnar fastgrunnsvísitölum sem ganga annaðhvort út frá eldri vogum (Laspeyres) eða nýjum vogum (Paasche). Bjagi í framfærsluvísitölu er miðaður við vísitöluniðurstöðu sem borin er saman við fræðilega rétta framfærsluvísitölu á hverju tímabili. Afburðavísitölur endurspegla fræðilega rétta framfærsluvísitölu og miðað við hana er Laspeyres vísitala sögð bjöguð upp á við en Paasche niður á við.
Skekkjur vegna gæðabreytinga: Ef ekki er tekið tillit til breytinga á gæðum vöru eða þjónustu þegar verðbreytingar eru metnar getur verðbólgan verið of- eða vanmetin.
Skekkjur vegna staðkvæmni: Ef innkaupavenjur heimila breytast til dæmis þannig að verslað er í meira mæli þar sem verð er lágt, en úrtaki verslana haldið óbreyttu, þannig að verðlækkun vegna þessa mælist ekki í vísitölu, verður skekkja vegna staðkvæmni í innkaupum heimila sem getur þurft að leiðrétta. Staðkvæmni milli verslana verður ef vara er ekki til í einni verslun og leita verður annað eftir að kaupa hana, en slíkt er leiðrétt í útreikningi neysluvísitölunnar. Ef vöruvogum er haldið óbreyttum þegar neysluvenjur breytast getur orðið skekkja vegna staðkvæmni vöru. Slík skekkja getur orðið innan vöruflokka og einnig milli vöruflokka og dæmi um það er ef fiskur hækkar mikið í verði en kjöt lækkar og neysla heimila færist að neyslu kjöts frá fiski (m.v. venjulega verðteygni). Þessi breyting mælist ekki beint (strax) í fastgrunnsvísitölu, Laspeyres-vísitala ofmælir hana en Paashe-vísitala vanmælir hana. Margfeldismeðaltal leiðréttir fyrir staðkvæmni vöru innan vöruflokka og við ör grunnskipti minnka staðkvæmniskekkjur vísitalna verulega.
3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar
Ekki hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir á skekkju í íslensku neysluverðsvísitölunni4. Samanburður
4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila
Mjög gott innan grunntíma. Vísitölustig samanburðarhæf á milli grunna með keðjutengingu. Aðferðafræðibreytingar og stórfelldar flokkunarbreytingar geta minnkað samanburðarhæfi sé til lengri tíma litið. Mismunandi aðferðir við útreikning á húsnæðislið vísitölunnar eru dæmi um slíkt.4.2 Samanburður við aðrar hagtölur
Samanburður við aðrar heimildir er gerður eftir því sem efni standa til. Aðallega hefur verið litið til verðkannana sem gerðar eru reglulega og þær niðurstöður bornar saman við niðurstöður sem fást við útreikning vísitölunnar. Erfitt er að gera samanburð við aðrar heimilir svo sem einingarverð inn- og útflutnings vegna mismunandi flokkunarkerfa sem notuð eru og þeirra staðreyndar að gengisbreytingar skila sé með mismunandi hætti inn í hagkerfið. Aðrar heimildir, svo sem framleiðsluverðsvísitala, er enn ekki nothæf til samanburðar vegna þess að sundurliðun er ekki ítarleg. Samvinna milli landa um útreikning samræmdrar vísitölu neysluverðs gefur möguleika á samanburði á verðbólgu við önnur lönd.4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna
Ekki eru birtar bráðabirgðatölur5. Aðgangur að upplýsingum
5.1 Miðlunarleiðir
- Vefur Hagstofu íslands.
- Fréttatilkynningar sendar rafrænt.
- Símsvörun.
- Hagtíðindi.
- Landshagir, árbók Hagstofu Íslands.
5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar
Grunngögn eru varðveitt á Hagstofu og eru ekki aðgengileg öðrum en starfsmönnum vísitöludeildar.5.3 Skýrslur
Greinar og fyrirlestra starfsmanna er að finna á vef Hagstofunnar undir útgáfum. Sérstakt hefti Hagtíðinda um vísitölu neysluverðs er gefið út einu sinni á ári og er í því gerð grein fyrir grunnskiptum auk þess sem fjallað er um þróun vísitölunnar og einstakra hluta hennar síðustu tólf mánuði.
Upplýsingar er einnig að finna í Landshögum.
5.4 Aðrar upplýsingar
Nánari upplýsingar um vísitölu neysluverðs veitirGuðrún Ragnheiður Jónsdóttir s. 528 1202
© Hagstofa Íslands, þann 26-1-2008
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 116230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Hver er pælingin hérna?
Er verið að falsa vísitöluna?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:55
Með þetta hér að ofan að leiðarljósi gæti ég vafalaust búið til hvaða verðbólgustig sem mér sýndist. Tala nú ekki um ef ég ætti yfir höfði mér að vera sparkað ef ég skilaði ekki réttum hagtölum.
Þetta virðist annars vera afar loðið og teygjanlegt og "leiðrétt" og "vegið".
Að sjálfsögðu er eiginleg verðbólga ekkert annað en verðfall peninga vegna offramleiðslu og offramboðs þeirra. Hún verður aldrei falin.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 19:28
Þetta vísitölurugl er alveg sérstakt vandamál íslendinga.
Sérðu áhættuna sem lántakendur eru að taka ef hér kemur upp veruleg verðbólga. Það er engin trygging fyrir því að laun muni um alla framtíð fylgja vísitölunni. Það getur orðið enn ein risavaxna eignatilfærslan. Lánin eru til 40 ára en við sjáum ekki hvað gerist ½ ár fram í tímann.
Síðan eru ákvæði í lánunum um að hækka megi vextina, gætu farið upp í 7,8% + verðbætur.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:32
Verðbólgan (þessi opinbera) er eitt af þessum mörgu "heilögu" hugtökum, sem allir virðast taka sem sjálfsögðum hlut og aldrei eru raunverulega rædd og skilgreind opinberlega. Önnur álíka heilög hugtök eru frelsi og lýðræði og hagvöxtur og kaupmáttaraukning og síðan auðvitað alguðdómlegasti frasi pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar - að skólinn eigi að vera í þágu atvinnulífsins. Það minnir sterklega á Mússólini sem sagði réttilega að fasisminn ætti að kallast fyrirtækjaismi. Frá ítölskum fasistum er líka komið hið fræga slógan Stétt með stétt.
En verðbólgan er hápólitísk og síðan ég man eftir mér hefur verið barist við hana hér á landi með misjöfnum árangri og nú er svo komið rúmum aldarfjórðungi eftir myntbreytinguna að aftur þarf nauðsynlega að skera tvö núll af krónunni (og fjölda hluta í sápukúlum á hlutabréfamarkaðnum). Þar sem krónan jafngildir núna akkúrat einu evrusenti en þetta alveg sérlega gráupplagt.
Ég veit ekki hversu raunveruleg þessi opinbera verðbólga er en finnst fremur ósennilegt að verðbólga hér hafi verið aðeins 10% á ársgrundvelli síðustu sex mánuði eins og Hagstofan gefur upp. Kannski reikna þeir með að ég éti bara núðlur þegar allt annað hækkar og græði á öllu saman. Þetta virkar dálítið feik og lyktar af pólitískum og fjármálalegum hagsmunum. Eins er það með atvinnuleysið. Hversu margir eru í raun vinnandi? Hversu margir eru í námi sem þeir eiga ekkert erindi í og fá þar etv. á endanum gervigráður án raunverulegrar menntunar? HVersu margir gefast upp á endalausu skuldabasli á skítalaunum og fara á örorku? Mér þætti fróðlegt að sjá almennilega greiningu á þessu og ýmsum öðrum opinberum hagtölum. Menn hafa lent í vandræðum hér vegna þess að þeir komu ekki með pólitískt hentugar hagtölur þannig að kerfið er undir ákveðnum pólitískum þrýstingi. Þegar heil stofnun er lögð niður þá skilja aðrir sem vinna að hagtalnaframleiðslu hvað klukkan slær.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 21:25
"""Vísitalan hefur sterka drætti framfærsluvísitölu því í henni er leiðrétt fyrir staðkvæmni með því að nota margfeldismeðaltal í grunni. Keðjuvogir eru notaðar til að leiðrétta staðkvæmni milli verslana og gæðaleiðréttingum beitt til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupa heimila."""
Einmitt, en hvað merkir þetta?
Gæti td. fjármálaráðherrann mætt í kastljósið og varpað ljósi á hvað hér er á ferðinni? Satt að segja efa ég það, hann gleypir sjálfsagt þessa heilögu texta hráa og án skoðunar eins og 99,9% landsmanna.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 21:34
Þarna er verið að leiðrétta fyrir því að t.d. tölva í dag er ekki sama og tölva fyrir 5 árum. Gæðin eru meiri í dag, og þetta á við um flesta vörur. Þetta kalla þeir "gæðaleiðréttingu". Þessi staðarleiðrétting er líklega vegna þess að verð er mismunandi eftir landshlutum. Þessar "leiðréttingar" voru ekki upphaflega en var bætt inní síðar.
Vissulega má segja að þarna sé um fölsun að ræða, tækniframfarir eru notaðar til að lækka vísitöluna.
Þetta vísitölu rugl er tómt kjaftæði og á að henda út í hafsauga helst í gær. Þetta stafar allt af því að krónan er handónýtt rusl og eingöngu nothæf fyrir fátæklingana á Íslandi. Í raun er vísitölutryggða krónan önnur mynteining og líklega sterkari en evran og miklu sterkari en dollarinn. Það má ekki binda laun við vísitölu, hvar er frelsið????
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:25
Auðvitað. Við flytjum inn verðhjöðnun og offramleiðslugetu frá þrælaverksmiðjum í Asíu og vinnum þannig gegn verðbólgunni sem við sköpum með skuldapappíraframleiðslu. Stjórnmálamenn kalla þetta ekki lengur kaupmáttaraukningu.
Við höfum séð tröllaukna framleiðni- og tæknibylgju síðustu sirka 15-20 árin. Þetta er ótrúleg bylting. Hins vegar hafa laun okkar hreinlega ekki vaxið nógu mikið til að taka við fjallgörðum af einnota drasli sem þetta hefur skilað. Þess vegna hefur skapast samtvinnuð maskína ruslpósts og skuldapappíraframleiðslu. Það sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar hefur einnig opinberlega breyst í ruslpóst eins og þið hafið séð. Skólakerfið er síðan í þágu atvinnulífsins og það framleiðir þæga þræla sem eru duglegir neytendur og umfram allt djarfir að skuldsetja sig. Síðan segja eignir þessarar hagsmunadrifnu veruleikahönnunarmaskínu okkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn. Og þessa speki hafa þeir frá sínum hugmyndafræðingum sem þurftu nauðsynlega fyrir 20 árum að vera vistaðir í fóðruðum klefum.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 23:49
Ef allt væri eðlilegt þá held ég að raunhæf laun kassa/dýranna" í Bónus ættu að vera lágmark 500.000 á mán...
Hvað þá hjá öllum hinum minnihlutahópunum...Miðað við hvað allt hefur hækkað...væri´þá ekki raunhæft að stjórnvöld vildu fara að klippa x mörg núll aftur..af krónu geyinu ....nei...engin hætta á því allir eru með svona snjóbolta kort...sem rúlla bara eitthvað...klessa kanski á eitthvað í leiðinni..nú eða bara bráðna hreinlega....
Held það sé augljóst ef að við fengjum launin okkar beint í hendurnar og ættum að borga svona sjálf...án dyggrar hjálpar greiðsluþjónustu bankanna þá værum við flest búin að fatta að dæmið gengur einfaldlega ekki upp.....Ég tel að hefðu þessi blessuð /bölvuð jólasveina kort hefðu ekki komið til sögunnar þá væru búin að vera þokkalega oft alsherjar verkföll... Og launin vera hærri í dag en þau eru...En við erum jú öll leiðitöm sem hinir bestu sauðir og á það stóla stjórnvöld og því miður með sanni... jörmum svo öll í réttum tón í kór hinna þjóðfélagsvænu þegna...jamm það er málið...
Agný, 6.3.2008 kl. 03:48
Það er málið.
Takk fyrir þetta skorinorða innlegg.
Baldur Fjölnisson, 6.3.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.