Skuldatryggingaálag bankanna endurspeglar harðan veruleika

Þessi veruleiki snýr alls ekki eingöngu að bönkunum sjálfum og þeirra stöðu og mögulegu greiðslufalli heldur ekki síður að ríkissjóði og seðlabankanum - sem eru í rauninni ekkert annað en vanmáttugir dvergar samanborið við bankaveldið. Þetta vita tryggjendur lána mæta vel. Þeir vita líka hvers konar snillingum hefur verið raðað í að stjórna efnahags- og peningamálum þjóðarinnar. Nú efa ég ekki að margir landar haldi ekki vatni af aðdáun á vitsmunum og þekkingu manna á borð við Davíð Oddsson, Geir Haarde, Halldór Blöndal, Árna Mathiesen, Hannes Hólmstein Gissurarson og hirðmanna þeirra en í hörðum heimi viðskipta eru nú satt að segja miklu skarpari hnífar í skúffunum. Það þýðir ekkert í skák að tefla fram slökum meistaraflokksmönnum gegn stórmeisturum og eins er það í fjármálaheiminum.

Sem sagt; kerfislæg óreiða og stjórnleysi í efnahags- og peningamálum og meðvituð stefna sem markvisst hefur miðað að því að rústa trúverðugleika ríkissjóðs og seðlabanka (klíkuskapur og vistunarhagsmunir hafa fleytt vanhæfum mönnum að stjórn þessarra mikilvægu málaflokka) kemur illilega í bakið á okkur og það var alltaf fyrirsjáanlegt. 

Ríkissjóður hefur ekkert bolmagn til að bjarga einu eða neinu hjá bönkunum. Þeir eru einfaldlega alltof stórir til þess. Seðlabankinn er líka hlægilegur dvergur sem nánast ekkert hefur lengur með gengi gjaldmiðils okkar að gera. Báðir þessir aðilar eru því í raun fjárhagslega og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Það er hinn harði veruleiki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ert þú búinn að lesa úttekt Ragnars Önundasonar á ástandinu?

Hann býst nú ekki við miklu af hendi þessara snillinga.

Svo veit hanns em er, að okkar snillingar eru ekki hátt skrifaðir erlendis sem bankamenn eða ,,fjárfestar".

Mbk

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.3.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nei, ég forðast dagblöðin eins og heitan eldinn og imbakassann líka.

Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 13:07

3 identicon

Enn og aftur frábær greining hérna. Ég er einmitt sífellt að hallast meira að því að fátt ef nokkuð geti forðað okkur frá hrikalega djúpri kreppu. Sér-íslenska kreppan er ekki hafin ennþá, en þjóðin er hrikalega skuldsett í dýrustu lánum sem fyrir finnast. Erlendis getur þó verðbólgan reddað skuldurum þegar illa árar, en hérlendis eykur verðbólgan á vandann.

Úr því að mynnst er á Ragnar Önundarson, þá get ég sagt að greinar hans hafa verið verulega góðar og langt á undan tímanum, en hagsveiflurnar koma reyndar aftur og aftur, þannig að þetta er svo sem fyrirséð þó erfitt sé að tímasetja vendipunktana á kúrfunni.

Hér er smá tilvitnun í Ragnar, frá maí 2005:

"Glópagulls-áhrif hafa þegar valdið auknum skuldum heimila og skapað þeim sumum mikla áhættu. Lánastofnanir nálgast næstu hrinu afskrifta, með útlánum  með ófullnægjandi vaxtamun og tryggingum. Og glóparnir tala um milljarða "verðmætasköpun" á fasteigna og hlutabréfamarkaði. Á þessum mörkuðum er engin framleiðsla og engin verðmætasköpun." ............. 

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég tók á mig smá heilaskemmd með því að handleika Moggann og las grein Ragnars og hún er ágæt. Niðurstaða hans er afar skynsamleg. Leggja þarf niður núverandi hlutafé banka áður en fé almennings er lagt í þá. Varðandi Glitni og Landsbankann er þetta raunar sjálfgert strax þar sem verð hlutar er rétt ofan við núllið, það er 5-6 hlutir fást fyrir eina evru. Þessi félög þurfa að afskrifa 99% hlutafjárins og kostar eftir það hver hlutur 15-20 evrur og er þá marktækur amk. í bili. Kaupþing er ekki svona ofurútþynnt og þar kostar hluturinn núna á áttundu evru en sjálfsagt mætti afskrifa eitthvað af hlutafé þar líka. Þessir bankar eru skuldugir upp fyrir haus og rúmlega það og auknar skuldir færa verð hlutanna bara enn nær núllinu og sama gerist ef þeir reyna að afla sér fjá með því að þynna hlutaféð enn frekar. Afskrift hlutafjárins (eins konar neikvæð jöfnunarbréfaútgáfa [reverse split]) er því óhjákvæmileg.

Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 14:48

5 identicon

Þetta eru orðnir verðlausir ruslpappírar fyrir löngu. Fengu ekki arabískir furstar að kaupa bréf með 12% afslætti nýlega. Enginn kvartaði! Þá er hluthöfum orðið nokk sama hvernig þetta er verðlagt.

Athugið, Ragnar skrifar greinina fyrir 3 árum. Hvað hefur verið gert á tímabilinu til að bregðast við fyrirséðum vanda? Framleiða helmingi meira af skuldapappírum og hengja á steypukassana.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:26

6 identicon

Þetta er athylgisverð ábending hjá þér Baldur, varðandi gengi hlutabréfanna. Erlendir kaupendur reikna gengið auðvitað yfir í sína mynt, og fá út að þetta er eitthvað helvítis pennístokk. Þá hrökkva menn með reynslu á þessu sviði algjörlega í baklás. Margir sjóðir hafa t.d. þá reglu að kaupa ekki bréf sem kosta undir 5$. Kaupþingsbréfin eru þau einu sem ná þessu lágmarksviðmiði.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:31

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er yfirútgefið og því þegar í yfirmagni í verðbréfasöfnum hér og þar. Yfirkeyptir pennístokkar standa afar illa að vígi þegar mórall snýst á hlutabréfamarkaði og hann fer á niðurtrend. Menn leiða ekki svo mjög hugann að verðleysi þessarra  pappíra á meðan uppkjaftagangurinn ræður ríkjum.

Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 16:45

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sveinn, arabísku furstarnir sem dældu fjármagni í Citigroup, kvarta núna sáran yfir að hafa keypt köttinn í sekknum enda langt í frá séð fyrir endann á afskriftum bankans ...

Citigroup drops as word leaks out that Middle East money sources don't want to pile more dough into

Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband