26.2.2008 | 10:32
Gífurleg verðbólga í pípunum
Hveitiverð hefur rokið upp um 200% á síðustu tveimur árum, maís hefur hækkað um 100% síðasta árið og sojabaunir hafa hækkað um 50%. Olía og málmar og önnur hráefni hafa einnig hækkað mikið. Verðbólga hefur því verið á uppleið um allan heim.
Hér á landi er verðbólgan amk. 10-15% hvað svo sem hannaða opinbera verðbólgan segir.
Lækki seðlabankinn vexti þá hrynur krónan ásamt meðf. óðaverðbólgu. Hækki hann vexti versnar enn almennt vaxtaokur hér sem hlýtur á endanum að leiða til samdráttar og brotlendingar. Það væri gaman að fá Halldór Blöndal, formann bankaráðs seðlabankans, í kastljósið til að ræða þessa alvarlegu stöðu.
Verðbólga mælist 6,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
já það væri ekki að heyra í Halldóri um þessi mál.
Sigurjón Þórðarson, 26.2.2008 kl. 11:35
Ætli hagyrðingurinn snjalli stingi ekki upp á enn einni vaxtahækkun.
Opinbera skýringin verður að slá þurfi á hækkun hveitiverðs eða eitthvað álíka gáfulegt. Raunverulega skýringin eru auðvitað að réttlæta verður gífulegt vaxtaokur á Íslendingu.
Nú er farið að byggja upp samúð með bönkunum. Þrælar vaxtaokursins eiga síðan að bjarga ruslinu þegar það riðar til falls.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:44
Verðbólgan miðað við síðasta mánuð er 17.9%, miðað við síðustu 3 mánuði 9.3%, síðustu 6 mánuði 9.8% og síðustu 12 mánuði 6.8%. Þannig að hún er greinilega á hraðri uppleið og sem sagt varla hægt að neita því að verðbólguhraðinn núna sé amk. 10-15%. Mér sýnist að aðeins hækkandi króna geti hægt á þessarri skrúfu og býst því við sérstökum neyðarfundi í seðló fyrir 15. mars og þá vaxtahækkun.
Baldur Fjölnisson, 26.2.2008 kl. 12:41
Það verður alveg til að sprengja kerfið í loft upp ef þeir hækka vextina enn meira. Annars eru þetta mest sálfræðilegir vextir þar sem bankarnir eru nánast hættir að lána, jafnvel þó veð og greiðslugeta séu trygg. Ef engin lán eru í boði, hvaða máli skipta þá vextirnir?
Eru eitthver jöklabréf á gjalddaga fljótlega? Ef svo er, þá hækka þeir jafnvel vextina til að reyna að halda þeim inni, þó um algjört glapræði sé að ræða.
Fjárþurrðin er orðin gífurleg innan kerfisins. Sagt er að Straumur-Burðarás þurfi á næstu vikum að fá fjármagn þar sem stórar skuldir eru að koma á gjalddaga. Tek eftir því að Straumur lækkar mest núna á markaðnum dag eftir dag, þannig að óttinn er að aukast við þetta atriði.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:11
Það skiptir máli gagnvart gengi krónunnar fyrst og fremst. Lækkandi króna flytur jú inn verðbólgu frá öðrum. Annars er þetta löngu orðinn vítahringur andskotans. Magnað að kerfi sem þykist gera kröfur um menntun út um allt skuli síðan vera með dýralækni sem fjármálaráðherra, rukkara með pungapróf sem seðlabankastjóra og hagyrðing sem formann bankaráðs seðlabankans ...
Baldur Fjölnisson, 26.2.2008 kl. 13:30
Gengi krónunnar hefur fallið um sirka 15% síðan seðlabankinn hækkaði vexti í byrjun nóvember og raunar er evran núna nærri 40% hærri en þegar stýrivextir seðlabankans voru 10% seint á árinu 2005 (eru núna 13,75%). Þannig að þetta er grátbrosleg staða. Augljóslega mun krónan hrynja gjörsamlega þegar seðlabankinn neyðist til að byrja að lækka vexti.
Baldur Fjölnisson, 26.2.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.