Lélegt menntunarstig á Íslandi er skv. stefnu. Einn alheilagasti auglýsingafrasi nútíma heilaþvottar er að skólakerfið eigi að vera í þágu atvinnulífsins

Sem að sjálfsögðu skilar herskörum þægra þræla sem jafnframt eru afar duglegir neytendur og lántakendur. Árangur þessarar stefnu blasir við. Nám í framhaldsskólum er í stórum stíl eins konar aukavinna nemendanna ef þeir þá líta yfirleitt á það sem vinnu. Kennarar tala um versnandi mætingar og hrynjandi heimavinnu. Margir nemendur virðast mæta í skólana af einhvers konar illri nauðsyn, brottfall er mikið og vaxandi. Þetta er einn risavaxinn og grátbroslegur brandari. Dulið atvinnuleysi á Íslandi er greinilega amk. á milli 5 og 10%.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Pólitíski rétttrúnaðarsöfnuðurinn og kennslu- og uppeldisfræðingar hans hafa tröllriðið þessarri ófreskju áratugum saman með hroðalegum afleiðingum. Misskilin góðsemi er notuð sem stjórntæki. Það má ekki mismuna fólki, skussarnir hafa því forgang á kostnað annarra sem vilja læra og líta á nám sem vinnu. Afleiðingarnar blasa við. En vandamálafræðingarnir telja sem fyrr að lausnin sé að moka enn meiri peningum í að framleiða enn fleiri fræðinga sem búa til nýjar kennsluaðferðir sem skila enn meira af treglæsu fólki með athyglisbrest og  heilkenni. Og þannig gengur hringekjan áfram.  Brátt fer sennilega framleiðsla vandamála framúr framleiðslu skuldapappíra og verður þá mikilvægasta starfsemi landsins.

Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 13:30

2 identicon

Eitthvað verður að taka við sem næsta bóla. Þetta er ekki fráleitt.

Annars ertu gjörsamlega að vanmeta dulið atvinnuleysi. Ég er ekki frá því að það sé nálægt 50%.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að eitthvað um þriðjungur þjóðarinnar sé í einhvers konar námi og í störfum í kringum það. Ráin er sífellt færð niður til að þröngva nemendum yfir hana. Á endanum fá þeir vafalaust svörin með sér í prófin.

Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gaman að þú minntist á þetta gammon.. Mér finnst skólakerfið sé eins og þú segir. Það sé verið að ala upp hægprúðar jámanneskjur og það sé minna lagt út gagnrínni hugsunn sem og sköpunargáfu sem eru fyrir mér miklu mikilvægari kapituli en skræfþurr páfagaukalærdómurinn.

Brynjar Jóhannsson, 21.2.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hægprúðar jámanneskjur. Þarna sjáið þið hvernig hægt er að þjappa hugsuninni saman og presentera hugmyndir í eins konar ljósmynd. Ungt fólk er alltaf á fleygiferð og það er í takt við tímann. Hann er núna gífurlega hraður og hann er myndrænn og hann má ekkert vera að því að bíða eftir málalengingum. En við erum með miðaldra útbrunnar risaeðlur við stjórn sem eru að rembast við að viðhalda status kvó fyrir sig og sitt fólk. Það eru rof milli kynslóða sem eru miklu alvarlegri en þegar ég var unglingur. Þá var líka talað um umbúðaþjóðfélag og firringu og neysluhyggju og útrýmingu tegunda á kostnað mannsins. Þannig að það er ekki nýtt. En skrúfan hefur bara alltaf snúist hraðar og nú eru ýmis glögg merki um að hún sé endanlega að bræða úr sér. Það eru ýmis hættumerki.

Við þurfum að hugsa þetta í tímalínu. Maðurinn hefur ekki verið sérlega lengi til sem slíkur og kerfi hans og tilraunir með kónga- og prestaveldi og fasisma og kommúnisma og lýðræði og peningakerfi eru bara sem sekúnda ein í því ferli. Þannig að það er ekki snjóboltaséns í helvíti, þó ekki væri nema tölfræðilega séð, að við höfum núna fundið akkúrat réttu lausnina.

Baldur Fjölnisson, 21.2.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband