20.2.2008 | 15:17
Geðhagfræði og geðstjórnmálafræði - nýjar greinar og mikilvægir vaxtarbroddar sem munu koma háskólum okkar á toppinn í heiminum.
Í kjölfar viðtals við Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í heimilislækningum sem birtist í Morgunblaðinu 13. október síðastliðinn hófust miklar umræður um sjúkdómavæðingu en í viðtalinu hélt Jóhann því fram að verið sé að búa til sjúklinga og sjúkdóma. Og að slíkt hefði kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið og væri að hluta til skýringin á því hversu mikið heilbrigðiskerfið þendist út. Í DV nýverið (18. janúar 2003) er svo annað viðtal við Jóhann þar sem rætt er um þá gríðarlegu aukningu sem átt hefur sér stað í notkun geðlyfja á Íslandi á síðustu árum og því haldið fram að samfélagið, eins og það er í dag, framleiði sjúklinga sem þjáist af kvíðaröskunum.
Neysla geðlyfja á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin
Þegar litið er til Norðurlandanna kemur í ljós að Íslendingar eiga Norðurlandametið í neyslu geðlyfja. Árið 2001 voru þannig seldir tæplega 80 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa á Íslandi sem er tvöfalt meira en í Danmörku og Finnlandi. Í Noregi er salan um 45 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa. Svíar sem eru næsthæstir í þessu tilliti með um 55 DDD/ 1000 íbúa komast ekki með tærnar þar sem við erum með hælana. Neysla þessara lyfja hefur aukist hratt frá því að þau voru fyrst sett á markað árið 1988 og hefur nú meira en tífaldast frá því sem þá var. Kostnaðurinn samfara allri þessari neyslu á geðlyfjum er gríðarlegur og fer vaxandi. Þannig var kostnaðurinn rúmar 100 milljónir árið 1989 og var kominn í um 800 milljónir króna árið 1999. Síðasta ár toppar allt en þá voru geðlyf seld fyrir 1,3 milljarða.
Ljóst er að sprenging hefur orðið í notkun geðlyfja sem er kannski ekki svo skrítið í ljósi þess að rannsóknum víðs vegar að hefur borið vel saman um að þunglyndi sé vanmeðhöndlað og þess vegna gleðiefni að fleiri sem á þurfi að halda njóti nú þeirra úrræða sem til eru. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur þunglyndi vera vaxandi vandamál og því ekki útlit fyrir að draga fari úr notkun geðlyfja fyrr en menn reyni fleiri aðferðir til þess að stemma stigu við vandanum.
Þunglyndi og kvíði oft samfélagslegt vandamál
Í viðtalinu í DV bendir Jóhann á að nær sé að ráðast að rótum vandans en að skrifa upp á lyf án þess að fara í saumana á hvað liggur að baki. Þannig tekur hann sem dæmi að í mörgum tilfellum leiði kynferðisleg misnotkun og einelti til þunglyndis og eða kvíða. Önnur atriði ekki síður mikilvæg eru misnotkun á áfengi og öðrum vímuefnum en sýnt hefur verið fram á tengsl milli neyslu og þunglyndis og kvíða. Þá er talið að mikil og langvarandi streita geti einnig lagt lóð á vogarskálarnar. Þunglyndi helst í hendur við fjölda erfiðra atburða og áfalla á lífsleiðinni (e. negative life events) en dæmi um það geta verið ofangreind atriði auk fjölda annarra. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að geðsjúkdómar á borð við þunglyndi og kvíða geta verið ættgengir og orsakanna því ekki að leyta í ytri aðstæðum.
Má ekki gera forvarnarstarf tortryggilegt
Í viðtalinu í Morgunblaðinu 13. október sl. segir Jóhann og vitnar þar í British Medical Journal: Aðferðin við að búa til og selja sjúkdóma er alltaf sú sama. Fjölmiðlum eru sendar upplýsingar um ástand eða sjúkdóm, sem áður hefur verið ómeðhöndlaður eða lítill gaumur gefinn. Gefið er í skyn að um sé að ræða algengt og alvarlegt ástand sem hægt sé að meðhöndla. Algengi þessa ástands er magnað upp og reynt að búa til þörf sem ekki var til staðar áður þar sem markmiðið er að skapa ótta almennings. Jafnframt er bent á nýjustu meðferðina og nýjustu tækin til greiningar. Hægt er að taka undir með Jóhanni um nauðsyn þess að fjölmiðlar, stjórnmálamenn og aðrir vegi og meti þær upplýsingar sem fyrir þá eru á borð bornar. Hins vegar má ekki gleymast í þessari umræðu að forvarnar- og fræðslustarf á að gegna mikilvægu hlutverki í heilbrigðiskerfinu. Því nauðsynlegt er að almenningur sé vel upplýstur um helstu einkenni og afleiðingar sjúkdóma eins og þunglyndi. Enda er fólk líklegra til þess að leita sér aðstoðar ef það býr yfir slíkri vitneskju og fá þar með greiningu og meðhöndlun við hæfi. Það má líka vel vera að ein af ástæðum þess hve kostnaðarsamt heilbrigðiskerfið sé sú að sjúklingar komist of seint undir læknishendur og meðferð því torsóttari og batahorfur verri.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Sem sagt; við étum tvöfalt meira af geðlyfjum en Danir sem sjálfsagt skýrir að einhverju leyti að uþb. 180 gráður eru á milli álits okkar á eigin hagkerfi og fjármálakerfi og álits þeirra á hinu sama.
Baldur Fjölnisson, 20.2.2008 kl. 15:27
Hvernig heldurðu að pilluátið verði þegar húsnæðisbólan springur?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:30
Svo er það staðreynd að þeir sem éta geðlyf í nokkurn tíma verða mun meira kvíðin en áður en þau byrjuðu. Eins og með alsæluna þá er fólk rosalega uppi þegar þau eru á lyfinu en krassa rosalega niður eftir neysluna og mörg sjáfsvíg hægt að rekja til þunglyndis eftir e-pilluát. Svo er þetta sama fólk sem hámar í sig geðlyfjum á móti lögleiðingu á fíkniefnum, jafnvel þó að þau viti að ef fíkniefnin verði lögleg muni ungum fíklum fækka til muna.
Kær kveðja Alli
Alfreð Símonarson, 20.2.2008 kl. 16:01
Mér skilst að lyfjaiðnaðurinn hafi náð undir sig fjórðungi af nikótínmarkaðnum og tyggjóið inniheldur aspartam sem framleiðir sjúkdóma sem kalla á lyf og svo framvegis. Þetta er helv. flott svikamylla.
Varðandi dóp og læknadóp og lögleg og ólögleg fíkniefni þá finnst mér að ætti að lögleiða marijúana í áföngum á nokkrum árum, fyrst að leyfa ræktun til eigin nota, síðan að gera vænlegum ræktendum kleift að stofna fyrirtæki um framleiðsluna, sem væru að sjálfsögðu skráningar- og eftirlits- og skattskyld. Ég hugsa þetta meðal annars strategískt og út frá einföldum hagkvæmnisástæðum hvað löggæslu og baráttu gegn afbrotum snertir. Þetta brýtur upp fíkniefnaviðskiptin og ruglar þau þegar hluti þeirra verður löglegur - og setur þannig braskara með sterk efni í óþægilega stöðu. Og að sjálfsögðu myndi þetta beina neyslunni frá sterkari efnum yfir í grasið, rétt eins og bjórinn hefur dregið úr neyslu á sterku áfengi. Hugsanir?
Baldur Fjölnisson, 20.2.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.