15.2.2008 | 10:45
Hvers vegna Seðlabankinn gat ekki lækkað vexti akkúrat NÚNA
Frétt af mbl.is
Hefði átt að lækka"
Viðskipti | Morgunblaðið | 15.2.2008 | 5:30
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, telur að Seðlabankinn hefði átt að hefja vaxtalækkunarferli sitt í gær. Vextir í mörgum af okkar helstu viðskiptalöndum hafa farið lækkandi og vaxtamunur við útlönd því í raun hækkað.
Lesa meira
-----------------------------------------------------
Var hann ekki að hækka vexti fyrir þremur mánuðum?
Vaxtabreytingar Seðlabanka eru heldur hægvirk aðgerð og full áhrif þeirra eru sennilega 6-12 mánuði að síast að fullu inn í hagkerfið. Það gengur ekki að hækka vexti og hlaupa síðan til þremur mánuðum síðar og lækka þá aftur áður en fyrri vaxtahækkun er farin að virka. Slíkt væri að viðurkenna opinberlega þokukennda hringlandastefnu (sem allir vita raunar af) og einhver myndi þá segja að keisarinn væri alveg kviknakinn.
Þannig að menn hafa komið sjálfum sér í vítahring vitleysu og það er fyllilega meðvituð stefna enda stjórna þarna menn sem ekki var lengur hægt að nota á Alþingi vegna meðvitundarleysis þeirra. Þetta hefur allt verið algjörlega fyrirsjáanlegt.
Hefði átt að lækka" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Veruleikahönnunin gengur vel.
Opinbera skýringin: Mikil verðbólga (reyndar aðallega innflutt) auk mikillar þennslu í hagkerfinu.
Allir bankastjórarnir sögðu: það er verið að bíða eftir að samningum ljúki.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:42
Ég er búinn að spyrja eitthvað 40 manns spurningarinnar
Hver er formaður stjórnar Seðlabanka Íslands?
og enginn hefur haft hugmynd um það.
Sennilega er þetta eitt best varðveitta ríkisleyndarmálið og er ég ekki hissa á því.
Baldur Fjölnisson, 15.2.2008 kl. 16:10
Hann telur að Seðlabankinn hefði átt að hefja vaxtalækkunarferli sitt í gær. Einmitt. Þetta er kurteisi og þolinmæði og góðir sérkennsluhæfileikar. Við teflum fram skjaldbökum gegn hérum.
Baldur Fjölnisson, 15.2.2008 kl. 22:26
Einn góður:
Í þorpi einu birtist einu sinni maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið.
Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins, fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá.
Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur, en þegar framboðið fór að minnka, bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti síðan alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan.
Eftir að maðurinn var farinn, hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja því apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum.
Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins.
Núna veistu allt um hvernig hlutabréfamarkaðurinn virkar.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2008 kl. 23:28
miðað við eitt helsta umræðuefnið á Gammon-blogginu, er ekki úr vegi að benda enn og aftur á heimildamynd sem allir hefðu gott af að sjá a. m. k. einu sinni.
fyrir þá sem skilja þokkalega ensku er þessi mynd ágætis mótvægi við viðskiptablöðin sem hrúgast inn um lúguna hjá manni með nýjustu tölur af Nasdaq og drottnigarviðtöl við hr. Smjörklípu Davíð kóng í Seðló ..
kk
Hc
___
Paul Grignon's 47-minute animated presentation of "Money as Debt" tells in very simple and effective graphic terms what money is and how it is being created. It is an entertaining way to get the message out. The Cowichan Citizens Coalition and its "Duncan Initiative" received high praise from those who previewed it. I recommend it as a painless but hard-hitting educational tool and encourage the widest distribution and use by all groups concerned with the present unsustainable monetary system in Canada and the United States.
http://video.google.com/videoplay?docid=-9050474362583451279&q=money+as+debt&total=3288&start=0&num=10&so=0&type=search&plindex=0
HOMO CONSUMUS, 16.2.2008 kl. 14:07
Tókuð þið eftir því hvað Jón Ásgeir sagði:
"Takist íslensku bönkunum ekki að fjármagna sig er það vandamál þjóðarinnar allrar"
Þetta er alveg eins og endirinn í grínatriðinu með The Long Johns. (sem Baldur benti nýlega á):
"Það eru ekki við sem munum gjalda fyrir hrun markaðanna, það eru lífeyrissjóðirnir ykkar"
En það er ekki okkar mál þegar dælt er milljörðum í toppa þessara fyrirtækja í allra handanna kaupauka og starfslokasamninga.
Vandamálin lenda á þjóðinni allri en gróðanum er mokað í vasa manna á réttum stöðum.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:27
Sammála í einu og næstum því öllu.
Gísli Hjálmar , 17.2.2008 kl. 19:36
Það talar einn í þessa áttina og annar í hina.
Bankastjórnarnir hafa fullvissað okkur og Geir um að allt sé í sómanum en samt þurfa bankarnir að borga himinhátt skuldatryggingaálag, sennilegast vegna þess að þeir eru taldir eitthvað varhugaverðir skuldarar. Ég hef talið að amk. einn þeirra gæti hreinlega gufað upp á árinu og núna er Jón Ásgeir með sinn harmagrát.
Frá mínum bæjardyrum séð er eitt helsta vandamál flestra félaga á markaðinum hérna að mestallt hlutaféð er vita verðlaust, það er verð hvers hlutar er mjög nálægt núllinu. Svo ég taki bara eitt dæmi þá fást núna um sex hlutir í Glitni fyrir eina evru. Þetta þýðir að þessir pennístokkar geta ekki fjármagnað sig með því að gefa út nýja hluti. Það þynnir bara hlutaféð enn meira út og færir verð hvers hlutar enn nær núllinu. Ég myndi því ráðleggja Jóni Ásgeiri og öðrum forráðamönnum pennístokka á markaðnum að endurskipuleggja hlutaféð. Í tilfelli Glitnis væri gráupplagt að gefa út td. einn nýjan hlut fyrir 100 gamla og afskrifa þannig 99% hlutanna. Þá myndi hver hlutur kosta um 1700 kr. (um 17 evrur) og væri þá etv. hægt að fá nýtt fjármagn inn í bankann með nýju hlutafé sé áhugi á því. Sá áhugi er varla fyrir hendi með verð á hverjum hlut alveg við núllið.
Baldur Fjölnisson, 18.2.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.