Evran í 150 kr. á árinu ?

Hún er núna í sögulegum toppi gagnvart krónunni enda hefur evrópskt spekúlantafjármagn verið að fara aftur til síns heima (sbr. einnig hrynjandi hlutabréfamarkað í því sambandi).

Þegar seðlabankinn neyðist til að byrja að lækka vexti má búast við að enn herði á þessum fjárflótta og þar af leiðandi hruni krónunnar. Hún getur hrunið afar hratt og hefur gert það, um tugi prósenta á nokkrum mánuðum, sbr. neðangreint graf evru gegn krónu sl. fimm ár.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú var talsvert svona slæd í átt að gengistryggðum lánum á síðasta eða síðustu árum.  Ég flutti smá af mínum skuldum yfir í erlenda mynt, en ég veðjaði á dollarann, sem slappasta hestinn.

En jafnvel þó slík spá gangi eftir og efran fari í 150, og dollar kanski í 90, þá hugga ég mig við að vextirnir eru hóflegir (eins og er allavega), og þessi lán lækka við hverja afborgun. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Baldur Fjölnisson, 12.2.2008 kl. 09:19

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Dollarinn er afar slappur og verður það án efa áfram enda bandar. hagkerfið löngu fallít. Ég á því ekki von á að hann geri miklar rósir gegn krónunni. Eðlileg flétta í hverju verðbréfasafni ætti að vera að selja dollar og kaupa evru og gull.

Baldur Fjölnisson, 12.2.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er rétt að hafa í huga í samb. við evrugrafið að ofan að þegar evran botnaði í 72 voru stýrivextir seðlabankans 10%. Núna eru þeir 13,75% og krónan hefur sem sagt fallið um 40% gagnvart evrunni þrátt fyrir þessa hækkun.

Baldur Fjölnisson, 12.2.2008 kl. 10:15

5 identicon

Myndin eða grafið sem fylgir þessu kemur ekki fram.

Annars, hvað heldurðu að vitringarnir geri næsta vaxtaákvörðunardag?

Hækka þeir ekki vextina til að slá á verðbólguna?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:06

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nú hvur fjárinn. Ég þarf líklega að minnka hana svo hún passi í rammann.

Ég skal ekki segja, Sveinn. Það er víst um hálfur áratugur síðan þessir vitringar voru síðast á svok. "verðbólgumarkmiði" sínu þannig að það er orðin frekar þreytt lumma hjá þeim. Krónan hefur verið að hrynja undanfarið sem augljóslega flytur inn verðbólgu (færir til baka falskan kaupmátt sem áður var fluttur inn með upppumpaðri krónu). Byrji þeir að lækka vexti herðir áreiðanlega á því hruni.

Sennilega láta þeir kyrrt liggja núna og fresta málunum fram á vorið til að leyfa vandanum að hlaðast betur upp og sjokkinu að verða enn verra þegar þeir á endanum neyðast til að taka á málunum. Sjálfum finnst mér að Kaupþing ætti að bjóðast til að splæsa heilaskimun á vitringana.

Baldur Fjölnisson, 13.2.2008 kl. 09:05

7 identicon

Jamm, líklega hefur grafið verið of stórt, þannig að ekki hefur verið pláss fyrir auglýsinguna. Það má segja að bloggið hjá þér sé orði ruslpóstur líka, og þú farinn að auglýsa fyrir Björgúlf.

Ég er farinn að hallast að því að þú verðir sannspár með að þeir haldi vöxtum óbreyttum, en það gæti orðið rothöggið sem krónan þarf. Óánægjan verður gríðarleg, en valdsmaðurinn þarf að sýna vald sitt. 

Krónan er orðinn handónýtur gjaldmiðill sem þjóðin vill burtu.

Annars er ég hér með kenningu sem gaman væri að heyra álit þitt á: Nú eru bankarnir búnir að skrúfa fyrir öll útlán þannig að vaxtastigið skiptir engu máli.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:04

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að þetta eigi að koma fram ef þú notar Firefox.

Þetta er hrikalega asnaleg auglýsing og það er svo sem hægt að stilla vafrann þannig að hún birtist ekki en ég nenni nú ekki að spá mikið í hana. Mogginn má alveg græða einhverjar krónur á mér.

Þessi valdsmennska er orðin heldur máttlaus þar sem ríkissjóður og seðlabanki eru máttvana dvergar samanborið við fjármálaveldið hér, innlent og erlent. Slíkt risavald er tiltölulega nýtilkomið hjá okkur en ýmsir aðrir hafa þurft að búa við slíkt í 100-200 ár amk. Hér gerast hlutirnir afar hratt og við erum með afar kvikk menn í fjármálakerfinu (utan seðlabankans) en heldur sló menn í stjórnmálum og dvergarnir halda að þeir séu enn stórir og hafa hátt eftir því þá sjaldan sem heyrist í þeim. Þeir hafa greinilega ekki ráðið við hraðann og skilja ekki allar þessar hrikalega snöggu  breytingar og einhvern veginn hafa þeir dagað uppi með gamalt og úrelt raus. 

Bankarnir skrúfa skiljanlega fyrir útlán enda bíða hér heilu hverfin á lager og menn hamast við að byggja enn meira og flytja enn inn Pólverja til að búa í öllum þessum húsum. Þeir vinna orðið öll skítverk úti við en landsmenn eru komnir í vinnu hjá ríkinu og bönkunum og auglýsingastofum og ruslpósti. Hið sterka efnahagskerfi sem Geir og Dabbi þreytast aldrei á að lofsyngja byggist því að mestu á framleiðslu skuldapappíra og ruslpósts (sem aftur hrókera saman út ótrúlegum fjallgörðum af innfluttu drasli) og innflutningi þræla. Þetta hlýtur að enda með skelfingu fyrr eða síðar. 

Baldur Fjölnisson, 13.2.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 116230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband