Kaupþing telur Seðlabankann vera að framkalla brotlendingu

Eða svo virðist vera að skilja á Ásgeiri Jónssyni í FBL í dag.

Og ég held að það sé alveg rétt mat. Federal Reserve í BNA er alveg að fara á límingunum vegna hrikalegrar verðbólgu sem bíður í pípunum og þeir og eigendur þeirra á Wall Street tala núna hlutabréfamarkaðinn niður sem mest þeir mega. Þeir vilja sem sagt lemja niður neyslu og eftirspurn í von um að geta hamlað þannig gegn verðbólgunni. Fljótlegasta leiðin til þess er að krassa hlutabréfamarkaðnum og stúta þannig væntingum almennings en einkaneysla hans gerir yfir 70% af vergri þjóðarframleiðslu. Hlutabréfamarkaðnum má fórna í bili, það sem mestu máli skiptir er skuldabréfamarkaðurinn og lágt vaxtastig. Hrynji sá markaður og ávöxtunarkrafa skuldabréfa rjúki upp, tala ekki um snögglega, er voðinn vís á tröllvöxnum afleiðumarkaði sem glóbalt séð er upp á 10-20 falda verga heimsframleiðslu. Bankakerfi heimsins getur hreinlega liðast í sundur á nokkrum sólarhringum byrji þessi ævintýralega spilaborg afleiðusamninganna að hrynja. Og reyndar er hún svo sem farin að riða til falls. Þarna er jú um samninga að ræða milli aðila og sumir þessarra aðila eru tæpir og aðrir eru í raun fallít og traust milli aðila því minnkandi sem gerir þetta allt enn valtara.

Hérna heima vill seðlabankinn líka lemja niður einkaneysluna með harkalegum aðferðum. Þetta er eins og í BNA fyrst og fremst árás á væntingar í hagkerfinu, viðskiptaáhuga. Sennilega byrja þeir þá fyrst að lækka vexti þegar húsnæðismarkaðurinn byrjar að hrynja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er kannski orðið raunhæft að fara að byrgja sig upp af dósamat.  Ég hugsa að dollarinn haldi ekki fram á vorið. Hann er ekki bakkaður upp af neinu.  Evran og jenið er bakkað upp af dollar.  Pútin er búinn að lýsa yfir nýju köldu stríði og Bush er að takast að koma áætlun sinni um NWO í framkvæmd.  Hrun er forsenda þess.

Þetta er ótrúleg geðveiki.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sem betur fer spáir varla nokkur maður í hver er formaður stjórnar seðlabankans enda eins gott - hópskelfing er það sem markaðir þurfa síst af öllu.

Baldur Fjölnisson, 8.2.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

“I’d like to know what those damn things are worth” Bernanke

“Bernanke loves printing money. This man is a nut”
Rogers

“Our entire banking system is a complete disaster. In my opinion, nearly every major bank would be insolvent if they marked their assets to market.”
Andrew Lahde

Baldur Fjölnisson, 8.2.2008 kl. 18:02

4 identicon

Það er allavega tími til að verja orkufyrirtækin og spyrna gegn vatnalögunum. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:40

5 identicon

Þegar dollaranum var lyft af gullfætinum (og notaður brauðfótur í staðin) og seðlabankin byrjaði að prenta seðla í óábyrgu magni í enda 8 áratugsins þá vöruðu hagfræðingar við því að það myndi auka verðbólgu. En staðreyndin varð sú að á þessum tíma hefur verið sáralítil verðbólga.... hvert fóru þá peningarnir?  Ef við skoðum þróun dow jones vísitölunar að þá var hún svotil stöðnuð um miðjan 8 áratugin, en eftir það reis hún úr 800 stigum í 1400 stig á næstu 25 árum.  Ég býst við að peningarnir sem seðlabankinn í bna hefur prentað hafi farið að lang mestu leyti í hlutabréf, eitthvað sem við köllum verðbólu en mætti líka útleggjast sem verðbólgu hlutabréfa.  Þegar dow jones vísitalan er skoðuð í dag minna seinustu 10 árin á stöðnun einsog frá 1960 til 1980.  En spurningin er þá þessi hvert fara þessir peningar í staðin?  Kannski á smásölumarkaðinn.... sem myndi framkalla verðbólgu.... eða sumir eru að veðja á hrávörumarkaði (gull silfur, osfv), orkuna eða hreinlega hreint vatn (heyriði einusinni að næstu stríð yrðu háð út af hreinu vatni)...... allavega ég hreinlega veit ekki hvert peningarnir fara, en mér sýnist líka að þeir gætu brunnið fögrum loga í gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga........

gfs (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 00:12

6 identicon

Hver ætlar að moka flórinn hjá Sjálfstæðisflokknum? Ekki gerir Geiri það. Það er orðið víða sem þarf að moka, þessari líka drullu. Hjá Borg, Banka og Stjórn. Í hvaða móki er hann Geir eiginlega?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:44

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Geir hefur ásamt öðrum hægri kommúnistum verið í krónísku pólitísku taugaáfalli árum saman vegna hugmyndafræðilegs og siðferðilegs gjaldþrots átrúnaðargoða þeirra og hugmyndafræðinga - síkópatanna í Washington. Perraleg hugmyndafræði frá morð- og pyndingasjúkum raðlygurum í guðs eigin landi hefur leikið margan trúgjarnan kjánann illa hérna á klakanum. Að vísu eru þessir hálfvitar fyrir nokkru hættir að monta sig opinberlega af vinskap við vestrænu sækóana en skaðinn er skeður. Líkur sækir líkan heim. Þú laðast óneitanlega að því sem fellur þér í geð. Það er alveg ljóst. Og þess vegna ekki síst höfum við séð þessa margnefndu veruleikahönnunarmaskínu pólitíkusa, ruslpósts (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar og keyptra "álitsgjafa" á ýmsum sviðum, þjóta upp og niður aftur furðu hratt í einhvers konar manic-depressive æðisgangi. Þetta eru orðnar mjög stuttar geðbylgjur og geðlyfin duga greinilega ekki nógu vel lengur. Fyrir nokkrum vikum eða mánuðum var allt hér í stöku himnalagi og rúmlega það að mati veruleikahönnunarmaskínunnar en síðan hrundi hlutabréfamarkaðurinn um 45% og húsnæðismarkaðurinn er að kikna undan stórkostlegum lagerum af óseljanlegu húsnæði og dæmdur til að hrynja líka. Þetta er furðuleg vitleysa, enda ekki við öðru að búast þegar geðsjúklingarnir sjálfir eru við stjórn á hælinu, og núna standa vitleysingar í seðlabankanum uppi með himinháa stýrivexti og bullandi verðbólgu í pípunum enda hefur alþjóðlegt fjármagn verið á hröðum flótta úr pappírum og húsnæði yfir í hráefni og matvæli.

Baldur Fjölnisson, 9.2.2008 kl. 15:46

8 identicon

Þetta er texti í lagi!!!

Ég er mest hræddur um að þeir sendi ríkislögreglustjóra á þig fyrir að segja sannleikann umbúðalaust.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:57

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hehe, það er varla mikil hætta á því.

Menn eru ekki lengur sendir til Síberíu fyrir að þrjóskast við að ganga í pólitíska rétttrúnaðarsöfnuðinn og Pravda hefur  ekki lengur einokun á veruleikahönnuninni. Frá sjónarhóli veruleikahönnunarmaskínu nútímans er skárra að hunsa menn en að gera þá að fórnarlömbum. 

Baldur Fjölnisson, 9.2.2008 kl. 17:25

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En í tilefni þess að mörk stjórnmálafræðinnar og geðlækninga eru að verða sífellt óljósari og við verðum vitni að versnandi flippum í pólitíkinni - þá er rétt að minna á að tímabilið frá áramótum til segjum 15. febrúar er það erfiðasta hér  á myrkum norðurhjaranum. Þá er lífskrafturinn almennt í lágmarki og hvers kyns undirliggjandi geðveilur vilja  oft magnast. Áður fyrr tóku nafntogaðir pólitíkusar stundum skrautlegar rispur á þessum tíma en menn hafa lært af reynslunni og núna eru líkleg flippkeis sprautuð niður og haldið til hlés þangað til þetta vonda tímabil er gengið yfir.

Baldur Fjölnisson, 9.2.2008 kl. 17:42

11 identicon

Þú gætir allavega fengið kjaftshögg fyrir þetta, þeir eru í þjálfun.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:24

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er bara nóbodí úti í bæ, því skyldu þeir með sína massífu veruleikahönnunarmaskínu reyna slíkt? Það er nú ekki þannig að ég sé að búa til ævintýri út í bláinn, ég get satt að segja rökstutt allt sem ég held fram og hef gert það. Það myndi ekki meika nokkurn sens að auka minn trúverðugleika um 10000% með ofbeldi.

Jafnvel þó þeir hafi sótt sína hugmyndafræði til síkópta á grundvelli eigin trúgirni og fáfræði og menntunarskorts þá er ekki endilega þar með sagt að þeir séu alveg sokknir niður á sama plan og átrúnaðargoðin. Heimska og fáfræði hljóta að vissu leyti að teljast til tekna í dómsmálum. 

Baldur Fjölnisson, 9.2.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband