Næsta support er í kringum 4000, mikilvægur toppur frá hastinu 2004

Frétt af mbl.is

  Hlutabréf lækkuðu í byrjun dags

Viðskipti | mbl.is | 7.2.2008 | 10:31
Hlutabréf lækkuðu í byrjun viðskiptadags í Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitalan hafði eftir um hálftíma viðskipti lækkað um 0,36%. Þau félög, sem höfðu lækkað mest, voru Exista, Landsbankinn, Straumur-Burðarás og FL Group, öll í kringum eitt prósent.
Lesa meira
--------------------------------------------------------------------------------------------

Hrunið í BNA heldur áfram og Evrópa mun fylgja á eftir. Markaðurinn hér virðist ekki ætla að halda 5200-5500 (var support árið 2006, er núna resistance). Þá þarf að fara að skoða 4000.


mbl.is Hlutabréf lækkuðu í byrjun dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég skoða þessi mál bara á fræðilegum grunni en hef engra sérstakra hagsmuna að gæta og á ekki nein hlutabréf. Þetta er bara markaður og eins og á öðrum mörkuðum eru þar sölumenn og sú stétt manna er nú ekki beinlínis þekkt að ítrustu sannsögli. Sölumaður notaðra bíla, sem þjáist af óstöðvandi sannleiksást og hreinskilni, endist varla lengi í starfi svo dæmi sé tekið.

Markaðir verðlauna en þeir geta líka refsað harðlega. Og gjaldþrot eru snar og mjög svo eðlilegur þáttur kapítalísks kerfis. Þannig hreinsa markaðir sig. Léleg dæmi fara á hausinn og önnur vonandi skárri og lífvænlegri koma í staðinn.

Baldur Fjölnisson, 7.2.2008 kl. 14:04

2 identicon

Ég lít á þetta þannig að staðan sé ekkert ósvipuð því þegar Nasdaq féll árið 2000. Þá voru gríðarlegar væntingar búnar að byggjast upp á fjölda ára um að eitthvað alveg einstakt væri í gangi, lánað var með svipuðum hætti til hlutabréfakaupa og heilu fyrirtækin voru í engu öðru en braska með bréf. Skyndilega snérust allar væntingar við, lánastarfsemin var skorin stórlega niður og braskfyrirtækin fóru á hausinn mörg hver. Nasdaq fór niður í svipaðan lókaritmískan feril sem var í gangi fyrir verðbóluna

Ef þetta gerist með svipuðum hætti þá er ég ekki fjarri því að íslenski markaðurinn endi í ca. 3000 eða jafnvel 2500, en á ca. 2-3ja ára tímabili.

(Sama hérna megin með hagsmunina, sára litlir varðandi Íslenska markaðinn, en treita grimmt á erlendum)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Stóra próblemið núna glóbalt séð er að ekki er hægt að blása upp neina nýja fjármálabólu til að taka við af þeim sem eru að koðna niður. Vindurinn er úr hlutabréfum og húsnæði og vextir eru í sögulegu lágmarki sem þýðir að gengi skuldabréfa er í sögulegum toppi. Í þessu ljósi verður örvæntingarfullur áróður um gróðurhúsamálin skiljanlegur, þeir vilja sem sé búa til bólu um brask með kvóta í koldíoxíðútblæstri og hver sótraftur valdaelítunnar á sjó dreginn í því sambandi.

Núna er síðan massífur verðbólguþrýstingur í pípunum þar sem umframframleiðsla peninga leitar úr bréfum og húsum í vörur og hráefni á sama tíma og skuldabréfamarkaðurinn er að toppa eins og ég lýsti og virðist dæmdur til að hrapa (gengi skuldabréfa hreyfist í gagnstæða átt við ávöxtunarkröfuna).

Annars, ef þið hafið ekki enn séð þetta hér:

http://youtube.com/watch?v=SJ_qK4g6ntM

The Long Johns - The Last Laugh - George Parr - Subprime

þá endilega látið verða af því núna.

Baldur Fjölnisson, 7.2.2008 kl. 16:40

4 identicon

Takk fyrir þennan link. Þetta er alveg mega.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bird og Fortune eru frábærir og þótt þeir teljist vera grínarar, þá eru þeir algerlega að lýsa veruleikanum.  Þú þarft að skella svona videóum beint inn.

1. copieraðu EMBED kóðann hægra meginn við videóið. (smella á og ctrl-c)

2. Í færsluglugganum á stjórnborðinu smellir þú síðan á "Nota Html-ham" efst í hægra horni rammans.

3. Smellir bendlinum þar sem þú villt að videóið birtist í samhengi við textann og peistar EMBED kóðanum þar inn.

4. Smellir síðan á "Nota Grafískan ham" í sam hægra horninu og þú smelltir á "Html-ham"

5. Þá birtist gulur rammi, sem sýnir þér staðsetningu videósins.  Þú getur svo bætt við texta eða bara vistað strax eftir hentugleikum.

Ef þú kunnir þetta þá shame on me.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk fyrir þessar gagnlegu upplýsingar Jón Steinar en browserinn á tölvunni sem ég nota þessa stundina er eitthvað ruglaður og leyfir þetta ekki. En það kemur seinna.

Þrátt fyrir að ég hafi unnið með tölvur í aldarfjórðung, allt frá TRS-80, kann ég lítið annað en copy-paste en það er raunar grundvallaraðgerð nr. 1. Að sjálfsögðu vinn ég svo við copy-paste.

Baldur Fjölnisson, 7.2.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband