5.2.2008 | 14:35
Kreppan í BNA magnast hratt
ISM Services Index, sem mælir umsvif í þjónustugreinum hrundi
gjörsamlega í janúar og mældist 41,9 (gildi undir 50 merkja samdrátt)
en fræðingar höfðu reiknað með um 54. Þannig að þetta er massíf
hreyfing. Við getum því búist áfram við hruni hlutabréfamarkaðar þar í landi og aðrir markaðir munu án efa fylgja honum niður.
gjörsamlega í janúar og mældist 41,9 (gildi undir 50 merkja samdrátt)
en fræðingar höfðu reiknað með um 54. Þannig að þetta er massíf
hreyfing. Við getum því búist áfram við hruni hlutabréfamarkaðar þar í landi og aðrir markaðir munu án efa fylgja honum niður.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Ráðamenn í BNA (Federal Reserve og stjórnmálalegar eignir Wall Street í Washington) eru að fella efnahagslífið í kreppu og það er fyllilega meðvituð stefna, í rauninni neyðarúrræði. Þeir hafa ekki aðrar leiðir til að reyna að hindra óðaverðbólgu sem er í pípunum, sérstaklega vegna flótta fjármagns (yfirhangandi verðbólgu) úr pappírum og húsnæði yfir í matvæli, hráefni og aðra fasta hluti. Við getum sagt sem svo að verðbólgan sé að færa sig um set á sama tíma og lífsnauðsynlegt er að halda vöxtum niðri. Eina ráðið er því djúpur efnahagssamdráttur og niðurskurður á eftirspurn. Við munum því sjá Dow Jones fara í 7000-8000 stig á næstu mánuðum en skuldabréfamarkaðinn halda sínu eða jafnvel eflast (gengi skuldabréfa hreyfist í gagnstæða átt við ávöxtunarkröfuna, sem þýðir að bandar. skuldabréfamarkaður er í sögulegum toppi hvað gengi snertir - enn ein fjármálabólan). Hann vilja þeir öllu öðru fremur varðveita og þeir vonast til að kreppan jafni út hrikalegan óstöðugleika í efnahagskerfinu.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 15:23
Í þessu sambandi þurfum við að hafa í huga að nú á dögum leiðir hlutabréfamarkaðurinn efnahagslífið en ekki öfugt. Hann er sem sagt pumpaður upp til að skapa hið fræga "wealth effect", sem sagt að örva neyslu og skuldsetningu. Þegar menn sitja með mikinn pappírshagnað í bréfum og húseignum eru þeir jú djarfari en ella í slíkum hlutum. Hlutabréfasalar, stjórnmálamenn og ruslpóstur (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) magna síðan skipulega upp þessar væntingar. Þegar þessi della er síðan komin á hausinn og ekki lengur hægt að ljúga sig frá því er bara settur í gang neikvæður ríkidæmiseffekt, hlutabréfa- og húsnæðismarkaðir skrúfaðir niður og svo framvegis. Skítt með almenning, hann verður bara að herða sultarólina en innherjarnir græða alltaf hvort sem markaðir fara upp eða niður, þeir eru jú innherjar.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 15:52
Brjálæðisleg ríkisútþensla hægri kommúnista bandar. einflokksins - sbr. að ofan - hefur líka mikil verðbólguáhrif og var þá ekki á bætandi. Verðbólguþrýstingurinn er því ærinn og úr ýmsum áttum og því er verið að handstýra efnahagslífinu niður á við til að bæla niður eftirspurn, verðbólgu og vexti.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 17:20
Þetta er svakalegt. Hef heyrt frá góðum sorsum að mikið af fólkinu í kommissara stöðm í bandaríkjunum séu raunar börn kommissaranna frá Rússlandi, líkt og börn nasista eru einnig í trúnaðarstöðum, og þar fer notturlega Svartskegger ríkisstjóri framarlega í flokki.
Svo eru þeir búnir að meira og minna eyðileggja landbúnað hjá sér með ömurlegu korpórate patentuðu genabreyttu ógeði, sem sáir sér ekki (til að tryggja að þú þurfir alltaf að kaupa útsæðið).
Ég held ég reyni að taka langt... langt sumarfrí í sumar, er ekki viss um að það verði tækifæri fyrir mörg slík í náinni framtíð.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:56
Útþensla Íslenska ríkisins hefur verið um 10% til 15% á ári undanfarinn áratug eða svo, þannig að hægri kommarnir hérna megin er ekkert skárri. Þetta er langt umfram verðbólgu á tímabilinu.
Það er að verða ljósara með hverri vikunni sem líður að valdajafnvægið í efnahagsmálum heimsins er einfaldlega að breytast, vesturlöndum í óhag. Kreppan sem nú er að bresta á mun neyða vesturlönd til að horfast í augu við breyttan veruleika. Aftur á móti er ekkert víst að nokkur kreppa verði í Asíu. Þar getur þess vegna orðið áframhaldandi uppgangur.
Hér á Íslandi er almenningur búinn að múlbinda sig til næstu 40 ára í verðtryggða jafngreiðslu skuldapappíra. Þetta er óskaplega seindrepandi andskoti ef svo má segja. Hver getur sagt til um stöðu greiðendanna eftir 20 ár, hvað þá 40 ár. Nú er vinnumarkaðurinn gal opinn og inn streymir fólk af risavöxnum vinnumarkaði, þannig að nánast öruggt er að einhvertíma í framtíðinni kemur hér atvinnuleysi, menn þurfa að vera slegnir algjöri blindu til að sjá ekki þann möguleika. Við getur ekki sagt til um stöðuna árið 2047 þegar síðasta greiðslan á að fara fram.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:11
Jamm, það þýðir ekkert að einblína á það sem stjórnmálamenn SEGJA (báknið burt og önnur álíka auglýsingaslagorð) heldur þarf að einbeita sér að því hvað þeir GERA. Kommúnistar hafa staðið fyrir æðisgenginni ríkisútþenslu síðustu tvo áratugina sérstaklega og tölurnar tala einfaldlega sínu máli. Þessu hefur fylgt algjört skatta- og gjaldaæði og ótrúlegar atvinnuleysisgeymslur. Núna sitjum við uppi með eins konar útvatnaða dæet vasaútgáfu af Stalín í seðlabankanum sem að sjálfsögðu er löngu málefnalega og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Lærisveinar hans og krónprinsar sem enn lafa í pólitíkinni eru síðan í stíl.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 19:26
Verð að koma hér að leiðréttingu á nokkru sem ég fullyrti 21.jan s.l. Sagði þá að stjórnendur SPRON hafi tekið stórar skuldsettar stöður í bankanum. Nú er að koma betur og betur í ljós að þetta var rugl. Þvert á móti hafa þau líklega flest verið að selja á fullu áður en bankinn fór á markað.
Skýring:
Ég hafði hitt kunningja sem vinnur hjá SPRON og hann sagt mér að hann hafi keypt bréf í bankanum. Hann rökstuddi m.a. kaupin með því að stjórnendur hafi verið að kaupa á fullu og um það væri hægt að lesa í tilkynningum til kauphallar.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:27
Það þarf að fleygja þessum þorskhausum öllum saman út af stofnuninni og leggja hana niður. Þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera. Yfir strumpurinn lýsti því nú yfir þegar hann mætti í vinnuna að hann væri bæði latur og kynni ekkert á djobbið.
Þeir hafa m.a. verið að þakka sjálfum sér fyrir að verðbólgan hafi þó ekki farið meira upp en þetta vegna vaxtahækkana. Ég held nú að verðbólga fyrri ára hafi alltaf byrjað vegna þenslu á vinnumarkaði. Opnun vinnumarkaðarins hefur haldið verðbólgunni í skefjum en ekki þessir geggjuðu vextir. Vextirnir eru orðnir þvílíkir að engin heiðarleg atvinnustarfsemi þolir svona nokkuð.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:48
Skuldum drifin þjónustuhagkerfi eru afar viðkvæm fyrir samdrætti (rétt eins og keðjubréfaskím). Athugið að eyðsla almennings stendur undir rúmlega 70% af vergri þjóðarframleiðslu BNA. Þeir lifa sem sagt mikið til á því að þjóna undir rassgatið hver á öðrum. Atvinnusköpun í slíku kerfi er heldur brothætt og hætt við að atvinnuleysi rjúki upp þegar almenningur fer að halda að sér höndum í eyðslu. Sama er í rauninni um okkar hagkerfi að segja. Framleiðsla hefur látið undan síga og við hefur tekið risavaxið þjónustuþjóðfélag og tröllvaxnar atvinnuleysisgeymslur hins opinbera. Núna er skuldapappíraframleiðsla langmikilvægasta atvinnugrein landsmanna. Er slíkt kerfi dæmt til að hrynja fyrr eða síðar? Ég held það. Síðan þykjumst við vera með skóla "í þágu atvinnulífsins" og útskrifum í gríð og erg fólk sem á að fara á eftirlaun um miðja öldina (um sama leyti og það hefur borgað andvirði 3-4 íbúða amk. fyrir íbúðina sem það býr í) en samt höfum við ekki hugmynd um hvaða störf verða ráðandi eftir 5-10 ár !
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 19:57
Sveinn, þeir skilgreina sjálfir verðbólguna og hvað valdi henni og skili möppudýrin ekki réttum tölum eiga þau á hættu að vera rekin eða stofnunin jafnvel lögð niður. Og hver þolir slíkt nú á dögum. Menn hafa jú sína hagsmuni og fjárhagslegu skuldbindingar og þær ekki litlar. Fáir þora að rugga bátnum. Þetta er í rauninni vonlaus togstreita milli kerfis sem berst við að viðhalda einhvers konar status kvó og gríðarlegra breytinga, eiginlega byltinga sem átt hafa sér stað síðustu 1-2 áratugina sérstaklega, í efnahagslífi heimsins. Þar er sérstaklega um að ræða ótrúlega tækni- og framleiðniaukningarbylgju og ótakmarkaða vinnuaflssprengingu sem hefur komið frá Asíu og skilað sívaxandi fjallgörðum af ódýrum varningi. Hérna er lykilorðið framleiðni. Núna er heimurinn í heild hreinlega að drukkna í offramleiðslugetu. Við sjáum það í sífellt ódýrara (einnota) drasli frá Asíu. Eins og ég hef lýst hérna á blogginu höfum við þannig flutt inn verðhjöðnun (sem fylgir offramleiðslugetu) frá öðrum og þannig greitt niður eigin verðbólgu (af skuldapappíraframleiðslunni, raunveruleg verðbólga er verðfall peninga gagnvart því sem kaupa má fyrir þá). Eigendur þessarra frægu jöklabréfa sem sagt taka fjármagn í Japan á núll prósent vöxtum eða því sem næst í kerfi sem hefur verið í kreppu vegna sprunginna fjármálabóla í nærri 20 ár og lánar það hingað. Sem sagt fallít uppspretta peninganna hefur verið í örvæntingu að reyna að búa til verðbólgu með gjafafjármagni allan þennan tíma án teljandi árangurs ! Hvernig skyldi það enda?
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 20:30
Sé ekki betur en þetta sé hárrétt greining hjá þér.
Þetta verður meira seindrepandi hérlendis vegna þess hve lánin eru til langs tíma og með jöfnum greiðslum allan tíman. Auk þess sem hækkun húsnæðisverðs hefur skapað auðsáhrif, þá eru auka auðsáhrif hérlendis vegna lífeyrissjóðanna. Þeir senda okkur reglulega hvað við eigum von á miklum peningum síðar. Þetta skapar þá tilfinningu að ekkert þurfi að huga að framtíðinni.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:53
Jú, það endar með því að gjaldþrota efnhagskerfi Japans rennur á endanum saman við restina af Asíu þar sem Kína er og verður algjörlega dóminerandi kraftur. Þess vegna taka markaðsöflin enn mark á gúmmítékkunum frá Tokyo sem eru notaðir í að blása upp fjármálabólur út og suður og hér líka. Við getum hugsað þetta sem langtímatrend sem væri ætlað að jafna út lífskjör á vesturlöndum og austurlöndum. Það lítur í sjálfu sér vel út á pappírunum en hins vegar er afar erfitt að stjórna slíku ferli og halda stöðugleika á því. Breytingarnar eru of snöggar, tæknibyltingin of hröð, framleiðniaukningin of mikil á skömmum tíma. Hún hefur verið upp á hundruði prósenta síðasta áratuginn og laun neytenda á vesturlöndum hafa einfaldlega ekki vaxið nógu mikið til að þeir hafi getað tekið við öllum þessum fjallgörðum af varningi. En samt hafa þeir gert það. Hvernig? Jú, með risavöxnu kerfi ruslpósts (bæði ruslpósts sem áður nefndist fjölmiðlar og þessa venjulega) og gígantískri skuldapappíraframleiðslu. Þannig verður til kerfi sem snýst að mestu um neyslu, afþreygingu og peninga. Ef þið reynið að hugsa til baka segjum 10-20 ár og hugleiða hverjir hafa hannað ykkar veruleika og viðhorf -tíðarandann- þá skiljið þið áreiðanlega að það er einhver samhæfð maskína og hún hefur þénað afar feitt en sitjið þið með skuldirnar og bílskúrinn fullan af einnotadrasli.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 20:56
Já Sveinn, við erum tiltölulega nýkomin á fullt inn í þetta neyslu-afþreygingar-peninga kerfi (kannski á þetta 10-20 síðustu árum) en það hefur grasserað í 40-50 ár í BNA eða eftir að þeir fundu út (réttilega) að vonlaust yrði að keppa við ótakmarkað vinnuafl og dugnað Asíu í framtíðinni og sneru sér því að því að framleiða skuldapappíra og stríð.
Við getum nú ekki herjað á aðra og stolið auðlindum þeirra en samt leynir sér ekki þrá hérlendra hægri kommúnista (sem hafa sína hugmyndafræði frá bandar. hægri kommúnistum) eftir einhvers konar herveldi eða var það varalið. Hernaður og vígbúnaður er jú hin fullkomna afsökun bæði fyrir peningaprentun og atvinnuleysisgeymslum og einkavinavæðingu. Kaninn er hættur að verja Björn Bjarna og nú tekur Hvítasunnusöfnuðurinn við því hlutverki. Hmmm. Þá vildi ég nú frekar vera innlimaður í Evrópusovétið af tvennu illu.
Hvað um það, við erum sem sagt dálítið laggandi, það er við erum á eftir öðrum að taka við öllum þessum dásemdum skuldsetningarinnar og neyslunnar og peningahyggjunnar og það gæti orðið okkur til góðs. Meira um það síðar.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 21:14
Komonn, þeir eru að lemja hlutabréfamarkaðinn niður og það er stefna og hún stýrist af því sem ég nefndi áður. Það er ekki snjóboltaséns í helvíti að þessi þjónustuvísitala hrynji um heila þrettán punkta milli mánaða. Ég er að hitta menn sem eru að monta sig af því að hafa grætt fleiri hundruð prósent á framvirkum samningum með hveiti á nokkrum mánuðum. Verðbólgubylgjan sem hefur verið að færast úr pappírum og húseignum í hráefni og matvæli er hroðaleg. Þetta vofir yfir í pípunum og ógnar eins og ég sagði vaxtastiginu, hinni opinberu og stýrðu verðlagningu peninganna. Þetta er örvænting og nú neyðast þeir til að hæpa niður eigin hagtalnaskáldskap til að vinna á móti dellunni sem þeir höfðu áður fram að færa.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 21:39
Það er erfitt að átta sig á þessum alþjóða póker. Bandaríkjamenn gætu t.d. séð hag í því að prenta gríðarlega mikið af dollurum núna og dæla inn í bankakerfið og einnig beint heim til almennings í formi tékka. Þannig lækka þeir verðmæti dollarans og þar með lækka skuldirnar, því þær eru taldar í dollurum og að sjálfsögðu óverðtryggðar. (Engum nema Íslendingum hefur dottið þessi verðtrygging skulda í hug). Einnig er verið að reyna að halda skútunni á floti aðeins lengur. Líklega er engum meira sama um verðgildi dollarans en einmitt Bandaríkjamönnum sjálfum.
Kínverjar aftur á móti gefa ekki upp sínar stöður í skuldabréfum og öðrum pappírum. Þannig geta þeir stýrt að einhverju leiti spilamennskunni í pókernum, þeir sjá hvað hinir hafa á hendi en enginn sér þeirra hendi.
En eftir því sem vesturlönd fara meira halloka í pókernum eykst hættan á að upp úr sjóði og menn vilji gera spilið upp með öðrum hætti. Þar eru náttúrulega gríðarlegir yfirburðir Bandaríkjamanna á hernaðarsviðinu nærtækir. Hver niðurlægingin á þessu sviði eftir aðra gæti einnig ýtt þeim nær því að nota mátt sinn af meira afli.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:37
Þetta hljómar vafalaust brútalt en samtíminn -tíðarandinn- er greinilega afar brútal og æðstu menn svífast einskis við að ljúga af fullkomnum brotavilja fram hin fáránlegustu stríðsævintýri og terrorhollywoodsjó og þeir fórna blásaklausu fólki til hægri og vinstri og við kóum með því öllu vegna þess að það er svo langt frá okkur. Eða svo er okkur sagt. Ef hundrað manns í Bretlandi deyja í náttúruhamförum þá er það stórfrétt en ef milljónir deyja í stríðum á upplognum forsendum í löndum sem búa yfir olíuauðlindum og eru ekki á sömu línu og við í trúmálum þá nær það varla að verða statistík í okkar ruslpósti (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar). Þetta verður bara bísness eins og venjulega og raðlygarar halda áfram að mata okkur á fréttum og enginn veit hver stendur raunverulega á bak við alla þessa terrorista og hvort verið er að sverta "andstæðinginn" (elsta trixið í bókinni) eða hvað er eiginlega í gangi. Þetta er erfitt viðureignar þar sem klepptæktog lygasjúkt trúarofstækishyski er að heyja endalaust stríð á upplognum forsendum við ímyndaðan óvin í einhvers konar sýndarveruleika og það á að vera pólitískt korrekt að taka mark á þessu hyski. Þetta er nú vitlausara en heimskulegasta hollywoodkjaftæði og skiljanlega gleypa sífellt færri við því. Meira að segja Mogginn er farinn að hafa áhyggjur af siðferðilegri og hugmyndafræðilegri stöðu stjórnmálamanna. Betra seint en aldrei. Getum við þá treyst því að þegar Björn Bjarna verður rekinn verði hann ekki ritstjóri Moggans ???
En þetta er allt saman tengt fjármálaóreiðunni sem við horfum upp á þessi árin. Stríð og víbúnaður er risabísness. Og það drýpur olía af hverjum manni í hvíta húsinu. Og besta leiðin til að tryggja hátt olíuverð er og verður að viðhalda stöðugum ófriði og óvissu á mikilvægasta olíuframleiðslusvæði heimsins. Og þar sem Allah úthlutaði fylgismönnum sínum þessum dýrmætu auðlindum af einhvjerjum ástæðum er auðvitað þessi gamalkunna áróðurshórumaskína á fullu að rakka niður þessa hræðilegu múslima og þar sem um siðvillta raðlygara er að ræða (skv. skjalfestu rekkordi) þá býr hún hiklaust til hinar verstu ávirðingar til að sverta óvininn.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 22:52
Sveinn, samlíkingin við pókerinn er ágæt, amk. gagnvart almenningi en valdaelíta BNA, Kína, Japans og Evrópu veit nákvæmlega hvað klukkan slær. Þetta eru veldi sem hafa næga fjármuni og hafa því getað keypt allra bestu og nákvæmustu sérfræðiálit og þú getur algjörlega bókað að hafir þú heyrt frumlega hugsun einhvers staðar núna árið 2008 þá kom hún fram fyrir lifandis löngu í þessum sérfræðinefndum - en big surprise - það var ekki hlaupið beint með hana í Moggann eða New York Times. Veruleikahönnun nútímans byggist einna helst á því að halda okkur í eins konar eilífum nútíma -við eigum ekki að pæla í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn- þið hljótið nú að muna gjörheilaþvegna ruglustrumpa sem voru settir í að gjöreyða trúverðugleika seðlabankans og norðurlandaráðs þegar enginn heilvita maður tók lengur mark á þeim. Það heitir meðvituð stefna. Núna eru lærisveinar þessarra vitleysinga mállausir stjórnmálamenn og það er líka skv. meðvitaðri stefnu.
Við þurfum að hugsa þetta í sögulegum bylgjum og þær fylgja mannlegu eðli og líftíma. Sovéski hagfræðingurinn Kondratieff var með mjög góða punkta um þetta og taldi hann að kapítalisminn lenti í alvarlegri kreppu í þetta 50-60 ára bylgjum þar sem þessi tímalengd tryggði að flestir væru dauðir eða komnir á ellihemili sem gætu varað við síðustu kreppu. Kondratieff sjálfur klikkaði alvarlega á því að halda að Stalín hefði í rauninni minnsta áhuga á hagfræðinni sem slíkri og þar sem hann var heldur lítill pólitíkus var hann líflátinn árið 1938 aðeins 46 ára að aldri. En bylgjur hans gilda vel enn í dag. Að vísu hefur tæknin lengt þær og einnig langlífi manna þannig að við getum núna talað um kannski 70-80 ár sem ætti að setja upplogin stríð og terrorsjó síðustu segjum 25 ára í sitt rétta samhengi.
Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 23:21
Og heiladauða pólitíkusa. Kondrateiff gat ekki séð fyrir að þesir rugludallar yrðu skipulega gerðir að einhverfum skissófrenum alveg frá fæðingu með því að dæla í þá kvikasilfri og öðru góðgæti frá fæðingu. Þannig hafa sem sagt bylgjur hans styst.
Baldur Fjölnisson, 6.2.2008 kl. 00:59
Dallas Fed President Fisher said the Federal Reserve is facing unprecedented inflationary forces from global demand for commodities. He noted the Fed must be careful to add the right amount of stimulus without juicing up inflation. As mentioned earlier, Fisher was the only FOMC member that voted against the recent rate cut, preferring no change, so his hawkish comments are no surprise.
Baldur Fjölnisson, 7.2.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.