Húsnæðisspekúlantar í miklum vanda

Frétt af mbl.is

  Bankarnir bremsa

Viðskipti | 24 stundir | 30.1.2008 | 5:30
Mynd 410245 „Maður er hálfsjokkeraður yfir sinnaskiptum bankanna,“ segir Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali, um skyndilega stefnubreytingu viðskiptabankanna í útlánum til nýbygginga.
Lesa meira
„Sá sem fær sér bíltúr í úthverfi Reykjavíkur hlýtur að velta því fyrir sér hverjir eigi að búa í öllu þessu húsnæði,“ segir Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. „Við horfum auðvitað á framboðsþáttinn því við viljum að kúnnar okkar geti selt það sem þeir byggja.“
Amen.
Heilu hverfin standa hér á lager eins og hver maður sér og nú kaupa einhverjir spekúlantar í vanda "auglýsingatíma" í pólsku sjónvarpi í örvæntingu að reyna að fá pólska leigjendur hingað í þessi hverfi. Þetta er ótrúlegt hæp og fólki sagt að opinber þjónusta sé ókeypis, laun himinhá og hér drjúpi smjör af hverju strái. Það er greinilega eitthvað stórt við það að rúlla á hausinn.

mbl.is Bankarnir bremsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Elín hefði betur farið út að aka fyrr, svona um það bil þremur árum fyrr.

Maður tekur ekki nokkurt mark á svona kommentum.  ÞEtta hefur legið fyrir lengi og blasað við öllum, sem skoðað hafa viljað.

Fasteign hækkarí verði margfallt á einungis tveimur árum;  hvað er á bak við ,,verðmætaukninguna" annað en gufa, sem getur kólnað á augabragði?

Þegar ekki liggur fyrir framleiðsla eða annarskonar verðmætaaukning, sem er viðvarandi, eru ,,peningalegar eigur" í raun loft.

Fyrrum bankastjóri Seðlabanka BNA komst vel að orði í viðtali sem hann var í  í 60 mínútum.  Hann var spurður að því, hvernig hann vildi svara bílaiðnaði BNA þar em forsvarsmenn þess iðnaðar lægju á hnjánum og vældu um vaxtalækkanir og að þeir fái ,,betri deal" en hinir. 

Svarið var snaggaralegt;  Ég myndi svara : ,,Smíðið betri bíla sem bila ekki svona mikið og bíla sem fólk vill kaupa"!!!!

Semsagt, ef hópur fólks, sem nefnast þjóð, framleiða ekki venjuleg verðmæti, er ekki hægt að halda uppi lífsstandard, nema út á krít. Það tekur enda.

Miðbæjaríhaldið

fastur í fornum gildum, sem verðbólgna EKKI

Bjarni Kjartansson, 30.1.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, það hefur blasað við lengi en maskínan sem hannar veruleika almennings, það er stjórnmálamenn, ruslpóstur (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar), keyptir álitsgjafar og aðrir gúrúar, hafa reynt lengi að þegja það í hel. Síðan er komið af fjöllum með frasa á borð við þetta kemur algjörlega í opna skjöldu, enginn gat séð þetta fyrir osfrv.

Nokkurra áratuga þróun og ákveðin hugmyndafræði hefur leitt til þessarar stöðu. Að sjálfsögðu kom það að utan. Hjólið var fráleitt fundið upp á Íslandi.

Við getum hlaupið í fljótheitum yfir helstu strauma sögunnar eftir seinni heimsstyrjöld í þessu sambandi. Á árunum fyrir 1950 voru Bandaríkin langmesta iðnveldi heimsins og stóðu undir nærri helmingi heimsframleiðslunnar. Þeir voru í lykilaðstöðu enda Evrópa, Japan og Sovétríkin að mestu í rúst. En undir lok sjötta áratugarins var farið að hilla undir lok þessarar einokunar Bandaríkjanna á efnahags- og fjármálalífi heimsins. Japanir voru þá að komast á skrið og þegar ljóst að vonlaust yrði að keppa við innflutning þaðan og jafnframt sáu menn með langtímahugsun að svo til ótakmarkað vinnuafl Asíu myndi með tímanum að mestu útrýma vestrænum iðnaði. Þess vegna fundu bandarískir spekingar upp hugtakið "post-industrialismi", það er þeir töldu daga iðnaðar talda og við tæki efnahagskerfi sem byggðist aðallega á þjónustu. Og það hefur verið að magnast síðan. Núna eru þeir meira að segja með hundaskyggnilýsingar og er það kannski kóróna þessa þjónustuþjóðfélags (með fullri virðingu fyrir blessuðum hundunum). Þessarri dellu hefur síðan fylgt botnlaus skuldasöfnun, geigvænlegur viðskiptahalli, gjaldþrota ríkissjóður og sífellt örvæntingarfyllri terrorsjó og stríðslygar til að fresta óumflýjanlegu hruni og draga athyglina frá því.

En þessi dauðadæmda stefna hefur verið seld af einstaklega slyngum síkópötum og raðlygurum og ótal vitleysingar um allan heim og ekki síst hér á landi hafa gleypt við henni og gert hana að sinni. Kannski erum við líka komin með hundaskyggnilýsingar kæmi mér ekki á óvart.

Baldur Fjölnisson, 30.1.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sko, þessir geðsjúklingar þarna í Washington sjá raunverulega ekkert athugavert við það að bæta upp deyjandi iðnað með massífum hergagnaiðnaði og endalausum stríðum á algjörlega upplognum forsendum. Og sama er um leppa þeirra víðs vegar um heiminn að segja, þám hér á landi. Það er vegna þess að um síkópata er að ræða og svo slæðast að sjálfsögðu nytsamir sakleysingjar og aðrir kjánar með. Þetta siðlausa kerfi gengur á meðan almenningur gleypir við lygavaðlinum og les enn ruslpóst. En það hefur verið að breytast. Flestir fatta í öðrum bekk að vonlaust er að taka mark á raðlygurum. Enginn heilvita maður tekur síðan til lengdar mark á morð- og pyndingasjúkum raðlygurum.

Baldur Fjölnisson, 30.1.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Andrés.si

Spyr sig engin í raun ástæðu í svo mikið af nýbyggingum? Einfaldlega eru það veður breytingar. Hingað ætla Kinverjar, sem ætla ekki þora að vera heima ýfir summar tíma því þar verður  40-50 stíga hiti.

En það þarf að skafa lika atvinnu fyrir þetta fólk. Enda geta þeir þjóðir stofnað iðnað fyrir þetta verkafólk.

Andrés.si, 31.1.2008 kl. 02:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú þykir mér Andrés teygja sig lengra en jafnvægið þolir.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 03:50

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars standa hér heilu íbúðaverfin með gardínum og blómum í gluggum en enginn ábúandi. Leikmyndir til að fela þetta gríðarlega hneyksli.  Þetta er markvisst gert og hefur verið gert um talsverðan tíma.  Nú ættu bæjarfélögin að nota tímann og pressa á spottprísa á þessu fyrir félagslega kerfið, sem er algerlega lamað hvað húsnæði varðar og 2-5 ára biðlistar fyrir fólk í nauð.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 03:53

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Einmitt, Potemkintjöld ... klassískt

Baldur Fjölnisson, 31.1.2008 kl. 10:22

8 identicon

Það var orðið fyrirséð að lántökuæðið kæmi að endamörkum fyrr eða síðar. Annað hvort hlaut að taka enda: veðin eða greiðslugetan.

En alltaf kemur eitthvað óvænt. Í þessu tilfelli: bankarnir hreinlega geta ekki lánað meira.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:37

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, er það ekki rosalega óvænt. Þið getið náttúrlega farið á safnið og athugað hvað bleiki viðskiptaruslpósturinn hafði að segja um horfurnar framundan sl. sumar.

Alræði fjármálaveldisins hér er enn mjög ungt og því vil ég enn gefa því sénsa. Allt þarf sinn tíma. Þetta veldi hefur skapað mikinn auð á merkilega skömmum tíma en jafnframt gífurlegar skuldir á móti. Það hefur skapað mikla og ótrúl fjölbreytta starfsemi með sínum lánveitingum. Þetta er veruleikinn sem við blasir. Eftir að þessi maskína hafði rótað hlutabréfamarkaðnum upp um 500% á fimm árum féll hún um 40% á nokkrum mánuðum. Og það er allt þessum hræðilegu illmennum í bönkunum að kenna. Laun heimsins eru vissulega vanþakklæti. Kannski Dabbi komi eins og frelsandi engill og reddi þessu aftur upp í 500%.

Baldur Fjölnisson, 31.1.2008 kl. 20:56

10 identicon

Niðurstaðan er ekki óvænt, en ástæðan er óvænt (fyrir mig). Skuldapappíraframleiðslan virtist vera óstöðvandi þar sem veðin hækkuðu og hækkuðu þannig að alltaf var hægt að framleiða meira af skuldapappír og dæla út í þjóðfélagið (hinn endinn á dælunni er úti í Japan). 

Ég bjóst við að fólk og fyrirtæki gætu á endanum ekki borgað af öllu ruslinu svo að blaðran springi þannig. En að bankarnir yrðu uppiskroppa með fé í dæluna, það einfaldlega datt mér ekki í hug. 

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:10

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við getum orðað það sem svo að það sé alvarlega farið að vanta skort á tortryggni innan fjármálakerfisins sjálfs. Bankastarfsemi nú á dögum byggist jú afar mikið á lánastarfsemi milli banka og tilheyrandi hrókeringum á skuldapappírum. Trúgjarnir bankamenn í Evrópu og Asíu og víðar keyptu mikið af handónýtum pappírum af bandarískum sölumönnum og hafa verið að súpa seyðið af því. Hluti þessa rusls hefur reyndar verið afskrifaður en mikið er enn eftir í pípunum og undirmálslánin svokölluðu eru bara fyrsta sprengjan sem springur framan í þetta vonlausa keðjubréfaskím. Sjálfsagt rúlla næst tryggingafélög sem tryggja allan þennan mismunandi mikið vonlausa skuldahaug. 

En brennt barn forðast venjulega eldinn og bankar eru að verða varkárari en áður og gleypa ekki lengur við hvaða pappírum sem er, þó þeir komi frá heilögum mafíum á Wall Street. Svo er líka mikil óvissa um hversu mikið af ónýtum pappírum er enn á bókunum hér og þar á fullu verði. Bankastjórar geta allt eins búist við að kollegar þeirra hinu megin við götuna séu um það bil að fara á hausinn. Slík óvissa dregur væntanlega úr útlánagleði banka á milli.  

Baldur Fjölnisson, 1.2.2008 kl. 15:33

12 identicon

Þetta er alveg meiriháttar greining á vandanum hjá þér Baldur, sérstaklega vísa ég til athugasemdar nr.2 hér á undan, alveg frábær.

Sjáðu nú fjárfestingar Gnúps í skrifstofuhúsnæði. Setja hátt í 100 millur bara í að innrétta skrifstofuna. Og hver er (var) starfsemin? Enginn raunverulegur rekstur, en þurftu svona svakalega fína skrifstofu, mannahald yfir tugur manna, og ekkert á bak við þetta nema hlutabréf í FL-grup og Kaupþingi. Það þurfti bara eina skúffu til að geyma bréfin í. Álíka fáránlegt og hundaskyggnilýsingar, nema upphæðirnar af annarri stærðargráðu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 19:16

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ja hérna.

Kannski þetta lið hafi verið á einhverjum veruleikabreytandi lyfjum (ásamt fjármálaráðgjöfum sínum).

En aðeins meira um bankastarfsemi sem byggist orðið að miklu leyti á að bankar fjármagna hvers annars skím.  

Eins og í annarri lánastarfsemi er þar að sjálfsögðu um að ræða aðila og svo gagnaðila í viðskiptunum. En aðilarnir í millibankabraskinu eru sárafáir miðað við þúsundir og milljónir almennra viðskiptamanna bankanna. Hvert eitt gjaldþrot og þar með greiðslufall innan bankageirans vegur því afar þungt. Síðustu vikur hafa seðlabankar heimsins mokað eitthvað um trilljón (eitt þúsund milljörðum) dollurum í þessa fallít hít og ekki virðist ástandið hafa skánað mikið við það enda hefur nú sjaldan tekist að bjarga gjaldþrota aðilum frá gjaldþroti  með því að moka í þá enn meiri lánum með tilheyrandi hækkandi vaxtapremíu. 

Þetta batterí tryggir síðan sjálft sig gegn því að liðast í sundur með ævintýralegum fjármálainstrúmentum, afleiðum og framvirkum samningum sem núna nema á heimsvísu líklega um einni kvadrilljón (þúsund trilljónir eða milljón milljarðar) dollara. Það jafngildir um 20-faldri vergri árlegri heimsframleiðslu. Þetta er ein risavaxin sápukúla sem lítið er á bak við, hugsanlega standa eignir fjármálakerfisins undir 5% af þessarri massífu, stjórnlausu og algjörlega dauðadæmdu vitleysu. Það þarf því í rauninni ekki mikið til að stærstu bankar heimsins hreinlega gufi upp. Eiginlega lítið annað en almenna upplýsingu um þessa stöðu. 

Baldur Fjölnisson, 3.2.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband