Valdafíkn og valdhroki hljóta á endanum að ganga fram af fólki

Frétt af mbl.is

Ólafur kjörinn borgarstjóri

Innlent | mbl.is | 24.1.2008 | 13:05
Lögreglumenn komu í Ráðhúsið þegar hlé var gert á fundinum. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, var kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í dag með 8 atkvæðum gegn 7. Um leið og Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar lýsti kjörinu púuðu áhorfendur í salnum hátt og hrópuðu. Gerði Hanna Birna hlé á fundinum til að rýma mætti salinn.
Lesa meira
----------------------------------------------------------------
Þetta valdasjúka lið hefur vart mælanlegan stuðning meðal borgarbúa og geri ég því varla ráð fyrir að meirihlutinn nýi verði langlífur. Sérlega ógæfuleg byrjun hans bendir til þess að þar sé hver óheillakrákan ofan á annarri.

mbl.is Ólafur kjörinn borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið að það kom hér spjallþráður varðandi þetta alvarlega mál!

Já, það þarf ekki að fara til vina okkar westur um haf til að finna valdasjúka raðlygara. Jafnvel sápufroðan sem vellur útúr ríkisruslveitunni alla daga nær ekki að toppa þetta, allt í einum pakka: veiklundaður maður, lygar, skjall og ómótstæðilegt tilboð.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fólk sættir sig ekki við að smá- og örflokkar séu með völd langt umfram fylgi. Slíkt er einfaldlega ekki lýðræðislegt fyrirkomulag. Við sáum hvernig fór fyrir Halldóri pólitískt sáluga, hann var strax afar sérstakur hvað forsætisráðherra varðar að því leyti að fylgi við hann mældist varla. Staða forsætisráðherra er þess eðlis að hann ætti að hafa sjálfkrafa vegna stöðunnar einnar þetta amk. 30-50% fylgi í vinsældakosningum en Halldór var að skrölta í þetta 4-8% og slíkt gekk að sjálfsögðu ekki til lengdar og því var hann settur í að útrýma trúverðugleika Norðurlandaráðs (sem þú hefur ekki heyrt minnst á síðan þessum jólasveini var plantað þar - af skiljanlegum ástæðum).

Það er ekki heldur gæfulegt að byrja borgarstjóraferil sem leim dökk. Það er afar erfitt að rífa sig upp úr slíku. Þetta er heldur ógæfulegt ástand og ýmislegt óhreint við hvernig því var komið á. Það eru jinx og óheillakrákur. Stay tuned. 

Baldur Fjölnisson, 24.1.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Borgarstjórinn nýi er brotabrot úr klofningsbroti úr Sjálfstæðisflokknum. Það er nú ekki hátt á hrygginn reist, hvað pólitíska stöðu varðar, verð ég að segja. Þetta er vafalaust vænsti drengur en málið snýst um pólitík og þegar menn eru komnir efst í píramídann þar er betra að hafa eitthvað undir sér til að byggja á. Það gengur nú ekki til lengdar að vera þarna bara sem verkfæri og skálkaskjól annarra.

Baldur Fjölnisson, 24.1.2008 kl. 20:05

4 identicon

Algjörlega sammála þessu.

En hvað heldurðu að þeir haldi út í marga daga? Yrði sjálfur ekki hissa á að úthaldið verði búið með vorinu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Núna veit sirka 1% borgarbúa nákvæmlega við hvaða veikindi nýi borgarstjórinn hefur átt að etja.

Veruleikamótun pólitíkusa og ruslpósts (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) er algjörlega öruggur gagnvísir. 

Við erum glóbalt í rauninni að endurlifa fjórða áratuginn - í sló mósjón. Þetta gengur allt í bylgjum og sumar þeirra eru mjög langar. Stjórnmál og viðskipti og efnahagsmál byggjast fyrst og fremst á mannlegu eðli og það hefur ekki breyst hið minnsta síðustu árþúsundin. Það var alltaf verið að ráðast á vesalings rómverjana (langöflugasta herveldi þess tíma) og ef ekki var verið að ráðast á þá var verið að ráðast á bandamenn þeirra og ef voru ekki til hentugir bandamenn og óvinir á tilteknum svæðum þá voru þeir bara búnir til. Sem sagt; rómverjarnir voru búnir að fínpússa nútimann fyrir 2000 árum og hefði ekki kristnin komið til hefðu þeir sjálfsagt komist til tunglsins árið 1200 ! Það hefur vissulega sína kosti að stela að komast yfir auðlindir annarra með hervaldi og ekkert hefur forframað tækniveldi mannsins betur en hugvit við að murka lífið úr meðbræðrum sínum. Síðan skrifa tæknifræðingarnir söguna og fórnarlömbin verða í mesta lagi neðanmálsgrein. Við drepum og pyndum fólk í þágu framfara enn í dag. En fólk lætur ekki bjóða sér slíkt lengur. Það er það sem ég vildi segja. Allir vilja lifa og það er þeirra æðsti réttur.

Baldur Fjölnisson, 24.1.2008 kl. 21:40

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þrælahald hefur ekki verið mikilvægara vestrænum hagkerfum síðan á dögum rómarveldis. Bæði byggjum við gjörsamlega á ódýru drasli framleiddu í asískum þrælaverksmiðjum og við flytjum líka inn þræla. Efnahagslífið er í þágu "atvinnulífsins" að sögn Björns Bjarna og Mussolinis. Þetta hollywood coco puffs sístem virkar aðeins svo lengi og meira um það síðar.

Baldur Fjölnisson, 24.1.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kengbilað síkóptahyski ræður hinum vestræna heimi og það þarf nauðsynlega að lenda á bak við lás og slá og verða líflátið eftir atvikum. Hins vegar er það nú þannig að flestir vilja losna við það að verða líflátnir og því sjáum við upp á sífellt örvæntinarfyllri smjörklípur.

Baldur Fjölnisson, 24.1.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband