Bylgjan rís trúlega fyrst í Asíu og síðan gufa bankastofnanir upp eftir tímabeltum

Þetta snýst um trúverðugleika ekki síður en fjárhagsleg atriði. Heldur vitgrannt fasistahyski hefur gjöreytt trúverðugleika stjórnmálakerfa hins vestræna heims og lygasjúkir síkópatar hafa líka fyrir löngu rústað trausti og trúverðugleika fjármálakerfisins. Það er óviðráðanleg krísa. Sölumaður sem enginn tekur lengur mark á selur víst ekki mikið.

Hrun fjármálakerfisins er í rauninni ekki enn farið í gang svo heitið geti. Dow Jones er enn aðeins 12-15% neðan við sögulegan topp þannig að við höfum vart séð gárur þar ennþá. Og bandaríski markaðurinn leiðir alla hina. Fjármálakerfið er síðan mjög svo samansúrrað á heimsvísu sem tryggir að það rúllar allt á hausinn saman. Krakkið byrjar trúlega í Asíu og síðan gufa gjaldþrota bankar upp hver af öðrum umhverfis hnöttinn. Hvenær nákvæmlega það skeður er erfitt um að segja, hugsanlega innan nokkurra vikna, í mesta lagi nokkurra mánuða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ditto.

Ég á ekki neitt og passa bara að vera aldrei blankur.

Baldur Fjölnisson, 23.1.2008 kl. 14:38

2 identicon

Mogginn segir að Exista berjist fyrir lífi sínu,  þannig að það er margt af því sem þú hefur verið að segja að rætast, það þarf nánast ekkert til að EXISTA þurrkist út. Hagnaður SPRON hefur undanfarin ár byggst á hækkun EXISTA, en hagnaðurinn hefur aldrei verið innleystur.

Hagnaður sem bókfærður hefur verið í mörg ár er því ekki til og kom aldrei til SPRON.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Einmitt. Froða, eða Coco-Puffs eins og Skorrdal lýsir því.

Þetta hefur verið mjög sjúkur markaður og allar lygaskjóður löngu fullar og einhvern tímann fær slíkur markaður nóg og fer í alvarlega sjálfshreinsun. Við getum etv. líkt því við hundahreinsun og hundurinn verður væntanlega hressari eftir hana. Það fer náttúrlega böns á hausinn en aðrir koma inn í staðinn.

Baldur Fjölnisson, 23.1.2008 kl. 17:58

4 identicon

ehemm... þið hagfræðispekúlantar, hvar á ég að geyma nokkrar millur milli þess sem ég sel og kaupi næsta kofa?  Er peningamarkaðsreikningur hjá Byr í lagi, eða verð ég bara að sofa með þetta undir dýnunni?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband