Krónan er greinilega að hruni komin

Gengisvísitalan er að taka út tæknilegt level frá í sumar (um 126) og næst er það 130-135 frá því árið 2006 og síðan 150 (toppurinn árið 2001). Þetta tekur sjálfsagt sinn tíma en víst er að krónan getur hreyfst mjög hratt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því hefur alltaf verið spáð að falli krónan þá falli hlutabréfamarkaðurinn á eftir vegna þess að margir hafa tekið lán í erlendum gjaldeyri. Mun ekki koma annað fall á hlutabréfin ef krónan fer að falla.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hlutabréfamarkaðurinn er bjarnarlegur og ég held að hann láti undan síga á þessu ári eins og krónan. Ekkert fer þó alveg beint upp eða niður.

Þessi markaðsævintýri byggjast í rauninni þegar öllu er á botninn hvolft á uppkjaftagangi og til þess að það virki þarf öll maskínan að vinna vel saman, það er sölumenn bankanna, stjórnmálamenn og ruslpóstur (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) og hafa tiltrú og trúverðugleika út á við. En þessi maskína hefur verið að hiksta og einstaka hlutar hennar virðast hreinlega vera að liðast í sundur. Þannig er langt síðan seðlabankinn framdi hugmyndafræðilegt harakiri og enginn tekur mark á þeirri dagvistunarstofnun, eitthvað er dularfullt ástand í stjórnarráðinu og einhverjir reiðir og hrokafullir þar, ruslpósturinn hefur aldrei verið ómerkilegri og trúverðugleiki hlutabréfasölumannanna hefur einnig beðið hnekki. Þetta er náttúrlega ekki gott ástand.

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert seigur að sjá þetta.  Ég held að það sjái það hver heilvita maður að krónan er deyjandi gjaldmiðill nema "blýantsnagararnir" í Seðlabankanum, enda sjá þeir framá atvinnuleysi ef krónan verður segin af, því að hver ætli vilji þá eiginlega í vinnu?  Það eina sem kemur í veg fyrir að krónunni sé kastað er "óskiljanleg" andstaða Sjálfstæðisflokksins, sem í sjálfu sér skýrist af því að fyrrverandi formaður flokksins er á móti, þetta leiðir hugann að því að maður er ekki alveg viss um að hann sé hættur í pólitík.

Jóhann Elíasson, 16.1.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Björgvin viðskiptaráðherra (sem RUV heldur að sé Svavarsson, einhverra hluta vegna http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item186643/ ) vill meina að krónan falli "rólega" á þessu ári en ekki verði um gengishrun að ræða. En hvað getur hann svo sem annað sagt.

Það er nú alveg fatalt vitlaust að vera með einhvers konar yfirforsætisráðherra í Seðlabankanum og greinilega um skipulagða skemmdarstarfsemi að ræða þar sem alls enginn tekur mark á bankanum. Þarna er því um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða en enginn virðist þora að ræða það.

Hins vegar myndi kollsteypa krónunnar og efnahagslífsins án efa hraða inngöngu landsins í EB (gjaldþrota eining innlimuð af risa fyrir slikk) og mér sýnist stefna í það, þannig að vel má vera að Dabbi og kó í Seðló séu lítið annað en strengjabrúður. Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann, og allt það.

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bandaríkin eru löngu gjaldþrota og smjörklípurnar til að leiða athyglina frá því hafa orðið stöðugt örvæntingarfyllri og tryllingslegri og hollywoodsjóið 11. sept. 2001 og geðveikislegar stríðslygar síðan bera greinilega vott um það.

Sögulegu ferli er lýst afar vel hér:

The Financial Tsunami: The Financial Foundations of the American Centuryhttp://www.globalresearch.ca/index.php?context=va&aid=7813

Baldur Fjölnisson, 17.1.2008 kl. 08:44

6 identicon

Á maður að fara að pakka saman og flytja úr landi.. eða vera algerlega rólegur eins og Geir og Ingibjörg segja... bara vanda sig smá...  :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 116231

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband